Morgunblaðið - 07.11.2008, Síða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
✝ Halldór Lár-usson bifvéla-
virki fæddist á Æsu-
stöðum í Mosfells-
sveit 19. apríl 1927.
Hann lést á heimili
sínu 31. október síð-
astliðinn.
Foreldrar Hall-
dórs voru skóla-
stjórahjónin á Brú-
arlandi, Kristín
Magnúsdóttir og
Lárus B. Hall-
dórsson. Börn
þeirra eru: Margrét
f. 1924, Magnús f. 1925 d. 1999,
Valborg f. 1928, Tómas f. 1929,
Fríða f. 1931, Gerður f. 1934 og
Ragnar f. 1935, d. 2007. Sigurður
B. Egilsson, f. 1921, d. 1923, var
sonur Kristínar.
Eftirlifandi eiginkona Halldórs
er Úlfhildur Hermannsdóttir, f.
1929. Foreldrar hennar voru Her-
mann Guðmundsson, f. 1897, d.
dóttir f. 1986. 2. Magnús f. 1985.
Halldór Lárusson var mikill
íþróttamaður. Hann lagði stund á
sund, frjálsar íþróttir, knatt-
spyrnu og handknattleik. Hann
var m.a. í handknattleiksliði Aft-
ureldingar sem gerði garðinn
frægan á 5. og 6. áratugnum. Hall-
dór fylgdist alla tíð mikið með öll-
um íþróttagreinum og sérstaklega
fylgdist hann stoltur með afkom-
endum sínum við íþróttaiðkun.
Hann var mikið fyrir að ferðast,
útivist og veiði. Halldór var alla
tíð búsettur í Mosfellssveit / Mos-
fellsbæ. Bjuggu þau, Halldór og
Úlfhildur lengstum í Ösp.
Halldór lærði bifvélavirkjun hjá
Sigurði Snæland Grímssyni.
Starfsferill hans var hjá Rækt-
unarsambandi Kjalarnessþings,
Vegagerð ríkisins, hjá Sveinbirni
Runólfssyni, m.a. við gerð Blöndu-
virkjunar. Halldór rak síðar eigin
verkstæði í Mosfellssveit. Síðustu
tíu starfsárin vann hann hjá Mos-
fellsbæ sem umsjónarmaður
íþróttamannvirkja bæjarins.
Útför Halldórs fer fram í Fos-
vogskirkju í dag kl. 13.
1957, og Þóranna
Jónsdóttir, f. 1898, d.
1944.
Börn Halldórs og
Úlfhildar eru:
1. Þóranna f. 1953,
gift Magnúsi H. Sól-
mundssyni f. 1953, og
eru þau búsett á
Akranesi. Börn
þeirra eru: 1. Halldór
f. 1976, sambýliskona
Gunnhildur Erla
Kristjánsdóttir f.
1981. 2. Arna f. 1980,
sambýlismaður
Sturla Guðlaugsson f. 1977. 3.
Hildur f. 1985, sambýlismaður Ró-
bert Gerald Jónsson f. 1984.
Barnabörn Þórönnu og Magnúsar
eru þrjú.
2. Lárus f. 1956, kvæntur Önnu
Þóru Stefánsdóttur f. 1958 og eru
þau búsett í Mosfellsbæ. Synir
þeirra eru: 1. Halldór f. 1983, unn-
usta hans er Sigurbjörg Ólafs-
Það er komið að kveðjustund! Að
þurfa að kveðja Halldór Lárusson,
Didda eins og hann var alltaf kall-
aður, er í senn bæði erfitt og auðvelt
en að hafa mátt vera undir hans
verndarvæng hefur verið gæfa.
Diddi fékk að kveðja á fallegan og
hæglátan hátt, heima hjá sér, þar
sem hann undi sér ætíð best. Þegar
ég kom inn í fjölskylduna fyrir rúm-
um 35 árum var mér tekið með opn-
um örmum af Didda og Úllu. Það var
líf og fjör í Ösp og í mörg horn að líta.
Eftir langan vinnudag utan heimilis
tóku við alls kyns verkefni við stóra
lóð, hesta, sumarbústað, veiðiskap og
fleira. Það þekktist ekki að liggja í
leti, það var eins og sólarhringurinn
hjá honum væri töluvert lengri en 24
tímar. Hann var ekki að mikla hlut-
ina fyrir sér heldur gekk bara í verk-
in og leysti þau fljótt og vel. Hann
byggði sjálfur húsið í Ösp og síðar
klæddu þeir feðgar það að utan. Er
gamli bílskúrinn var rifinn var það
gert þannig að hægt væri að endur-
reisa hann sem bátaskýli við sumar-
bústaðinn, það var ekki siður Didda
að fara illa með. Við Þóranna nutum
hjálpar hans í hvívetna er við byggð-
um okkar hús. Þar er listaverk eftir
Didda sem verður meðan húsið
stendur, vitnisburður um vandvirkni
og smekkvísi.
Diddi var stoltur af uppruna sínum
í Mosó og af stórfjölskyldunni allri.
Uppvaxtarárin að Brúarlandi hafa
verið frábrugðin því sem þekkist í
dag enda átta systkina hópur. Þegar
Diddi eignaðist sína eigin fjölskyldu
hélt hann vel utan um hana. Hann
var einstaklega barngóður og þegar
barnabörnin komu í heiminn naut
hann þess að vera með þau í kringum
sig. Hann tók þátt í leikjum þeirra,
aðlagaði það sem hann var að gera
þannig að þau gætu verið með afa
sínum. Er við Þóranna vorum að
eignast okkar fyrstu íbúð, nafni hans
nýfæddur og við að basla, vildi Diddi
ekki til þess vita að við seldum ágæt-
an bíl sem við áttum til að fara á
druslu. Hann vildi að nafni hans
kæmist eins oft og hægt var og á sem
öruggastan hátt fyrir Hvalfjörðinn í
heimsókn til þeirra Úllu í Ösp.
Þegar barnabörnin uxu úr grasi og
fóru að stunda ýmsar íþróttir þá var
afi þeirra mjög áhugasamur og stolt-
ur enda hafði hann ungur stundað
keppnisíþróttir. Það er ljóst að
barnabörnin og barnabarnabörnin
hafa misst mikið. Missir Úllu er líka
mikill. Þau eyddu öllum sínum frí-
tíma saman, ferðuðust mikið, spil-
uðu, fóru í leikhús, á tónleika og aðra
listviðburði.
Þegar Diddi hætti að vinna, 70 ára
að aldri, hélt ég að hann myndi halda
áfram að vera á fullu en það varð ekki
raunin. Hann hægði bara á og naut
þess að eyða tímanum með Úllu og
fjölskyldunni. Mikill tími fór í að
fylgjast með íþróttaviðburðum í sjón-
varpinu. Það fór ekki mikið framhjá
honum þar. Það var veisla í sumar
þegar sýnt var frá Ólympíuleikunum
í Peking.
Þau Úlla fóru á leikana í Moskvu
1980 og var allur tíminn notaður til
að fylgjast með sjálfri keppninni.Að
eiga einungis góðar minningar um
mann sem naut þess að lifa lífinu ger-
ir það auðveldara að kveðja þig,
Diddi. Það er okkar hlutverk sem eft-
ir lifum að halda utan um Úllu.
Magnús.
Elsku afi.
Þó að maður viti að allt taki enda
þá er mjög erfitt að sætta sig við að
þú sért farinn frá okkur, það er þó
huggun harmi gegn að þú fékkst að
fara án þess að þjást.
Á stundum sem þessari fyllist hug-
urinn af minningum sem fá mann til
að brosa í sorginni. Það var alltaf svo
gaman að koma til ykkar ömmu. Við
eigum ótal margar minningar um allt
það sem þú gerðir með okkur og okk-
ur leiddist aldrei hjá ykkur.
Við fengum að vera svo frjáls á
stóru jörðinni ykkar, klifrandi í
trjánum, fá að vera með þér á snjó-
sleðanum, læra að hjóla og þegar við
urðum eldri þá þótti þér ekki mikið
mál að gera golfholu þar svo að við
gætum æft okkur þegar við vorum
hjá ykkur. Í Kjósinni fórstu svo með
okkur að veiða og kenndir okkur að
meta það að vera út í náttúrunni.
Við höfum öll verið það heppin að
erfa eitthvað af þínum mikla áhuga á
íþróttum og það hefur hjálpað okkur
í gegnum tíðina að hafa haft svona
góða fyrirmynd á því sviði. Þú fylgd-
ist alltaf svo vel með því sem við vor-
um að gera og ekki vantaði hvatn-
inguna frá þér. Við getum stolt sagt
frá því þegar þú varst ungur og slóst
Íslandsmet í sundi en fékkst það ekki
gilt þar sem þú syntir í sundskýlu en
ekki í sundbol eins og þá var gert.
Keppnisskap þitt var mikið, hvort
sem það var í íþróttum eða spilum og
vitum við að það er einn af þeim
mörgu kostum þínum sem við höfum
frá þér.
Elsku afi, þær minningar sem við
eigum um þig munu alltaf varðveitast
í hjörtum okkar og við trúum því ein-
lægt að þú haldir áfram að vaka yfir
okkur og vera stoltur af okkur. Við
elskum þig, söknum þín og vonum
svo innilega að þú sért eins og blóm í
eggi á þeim stað þar sem þú ert núna.
Þín afabörn,
Halldór, Arna og Hildur.
Mætur samferðamaður, Halldór
Lárusson frá Brúarlandi, er fallinn
frá. Undirritaður minnist hans hér í
nokkrum orðum. Það eru hlýjar
minningar og söknuður sem þjóta
um hugann þegar vinur og nágranni í
yfir 50 ár fellur frá fyrirvaralaust.
Hugurinn reikar fyrst til stórfjöl-
skyldu hans og kynna og samskipta
ömmu minnar við forfeður Halldórs.
Afi minn féll frá árið 1914, þá 41 árs,
frá sjö ungum börnum, þá var engin
félagsmálaþjónusta en nágrannar
Varmadalsfjölskyldunnar úr Mos-
fellsdalnum stóðu þá fyrir því að að-
stoða ekkjuna við að halda heimilinu
saman. Heyjað var með hjálp þeirra
og voru þar prestshjónin á Mosfelli,
Magnús Þorsteinsson og Valgerður
kona hans í fararbroddi. Kristín móð-
ir Halldórs var ein dætra þeirra
hjóna, man ég í bernsku hlýhug föður
míns í garð þessa fólks.
Þegar maður eldist finnur maður
til þess láns að kynnast og alast upp í
návist svo vandaðs fólk sem Halldór
var kominn af og hefur átt nú til loka
æviferilsins. Þegar ég man þetta fólk
fyrst bjuggu foreldrar Halldórs í
Brúarlandi sem var þá miðdepill
sveitarinnar, þar ólu þau upp stóran
hóp barna sem ég þekkti þó þau
væru nokkru eldri en ég. Hernám
Breta setti Brúarlandsheimilið í erf-
iða stöðu, herinn tók húsið hernámi
og bjó fjölskyldan við það nábýli
þann tíma sem stríðið varði. Ekki
virðast þessir erfiðleikar hafa skaðað
fjölskylduna á Brúarlandi við uppeldi
barna sinna og í minni fjölskyldu eru
til margar fallegar myndir af börn-
unum í góðri sátt við hermennina
ungu.
Halldór ólst upp hér í sveit í anda
ungmennafélagshreyfingarinnar
ásamt systkinum sínum. Íþrótta-
áhugann hafði hann ekki langt að
sækja, Lárus Halldórsson, skóla-
stjóri á Brúarlandi, faðir hans var
sannur íþróttamaður og kenndi mér
t.d. leikfimi. Halldór var frábær
frjálsíþróttamaður á landsvísu, einn-
ig spilaði hann handbolta með Aftur-
eldingu ásamt kunnum Mosfellingum
með góðum árangri. Það var því mikil
ánægja hans að sjá son og sonarsyni
sína sem báru nöfn afa sinna feta í fót-
spor sín og verða íþróttamenn á
landsmælikvarða.
Leiðir okkar Halldórs lágu víða
saman og vörðu alla tíð, m.a. í gegn-
um íþróttirnar og við félagarnir í
Hengli s/f keyptum af þeim hjónum
verkstæði og verslunarhús þeirra í
Þverholti á sínum tíma. Þá var Hall-
dór verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins,
var Vegagerðin þá aðalatvinnuveit-
andi okkar vörubílstjóra og var gott
að vinna undir hans stjórn. Halldór
var til fyrirmyndar á öllum sviðum,
hann var ákaflega samviskusamur og
duglegur sem verkstjóri en einnig var
stutt í leik hvort sem voru íþróttir,
skotveiðar, snjósleðaferðir, kórsöng-
ur eða flugáhugamennska. Margar
eru þær minningarnar sem koma upp
í hugann. En á síðustu árum þykir
mér einna vænst um áhuga þeirra
hjóna, Úlfhildar og Halldórs á söng-
starfi okkar félaga í Karlakór Kjal-
nesinga, þau voru ávallt áheyrendur
okkar á vortónleikum kórsins. Við
munum heiðra Úlfhildi Her-
mannsdóttur með söng í minningu
Halldórs við útför hans. Aðstandend-
um öllum votta ég samúð nú við frá-
fall einstaklega góðs og vandaðs
drengs.
Jón Sverrir Jónsson, Varmadal.
Það er oft talað um mikilvægi
góðra fyrirmynda fyrir börn og ung-
linga, einhverja sem hægt er að líta
upp til. Diddi frændi var þess háttar
fyrirmynd. Hann var stór og sterkur,
mikill íþróttamaður, kunni að gera við
bíla og gat líka keyrt hratt á Elding-
unni, svarta Lincolninum sem var
með hnúð á stýrinu svo það var auð-
velt að snúa því með annarri hendi.
Ég fékk oft að dunda á bílaverkstæð-
inu hans, gramsa í ónýtum gírkössum
og dóti og skreppa með honum í bæ-
inn að sækja varahluti. Þá ætlaði ég
að verða bifvélavirki.
Upp úr þessu fékk ég svo vinnu hjá
honum þegar hann var að ljúka við að
reisa Ösp – það var fyrsta launavinn-
an mín. Ég var á Tröllagili hjá afa og
ömmu og gat mætt þegar ég vildi til
að naglhreinsa timbur. Það voru nátt-
úrlega lögboðnir kaffitímar í þessari
vinnu — kökur og djús hjá Úllu. Ég
var nú býsna lengi að dunda við þetta
verk, enda ekki hár í loftinu, og ég
held ég hafi fengið grænan fimm-
krónuseðil fyrir. Mér fannst það
stórfé.
Mörgum árum síðar komum við
Sigga í bæinn og þurftum að láta enda
ná saman á okkar fyrstu búskapar- og
námsárum. Þá bauð Diddi okkur
helgarvinnu í sjoppunni sem tengdist
smurstöðinni hans í Þverholti. Þar
lærðum við handtökin við að afgreiða
þjóðarrétti eins og „pulsumeðöllu“ og
vera fljót að því. Okkur munaði tals-
vert um það.
Seinna bjuggum við Sigga svo á
Tröllagili hjá afa og Diddi og Úlla í
næsta nágrenni í Ösp. Þá var gott að
leita til þeirra um ráðleggingar og að-
stoð, hvort sem það snerti bílavið-
gerðir, barnapössun eða annað.
Nú er búið að rífa Ösp og líklega lít-
ið eftir af naglhreinsaða timbrinu. En
það var gott að eiga góða að og okkur
langar að þakka fyrir það að leiðar-
lokum.
Höskuldur Þráinsson.
Sigríður Magnúsdóttir.
Þegar afi minn dó skrifaði bróðir
hans, sem við kveðjum í dag, fallega
minningargrein sem endaði á þessum
orðum: „Nú ert þú, kæri bróðir, flog-
inn úr þínu hreiðri, en ég veit að þín
bíður stórt og gott hreiður. Ég veit
líka að þú verður búinn að smíða mitt
þegar ég kem, hafðu stóra glugga á
því í allar áttir.“
Þótt það hryggi mig að horfa á eftir
þriðja bróðurnum úr stórum og líf-
legum systkinahópi, þá gleðst ég um
leið yfir því að þeir bræður séu sam-
einaðir að nýju.
Ég veit að afi stóð sína plikt. Og nú
horfir Diddi til allra átta.
Halla Gunnarsdóttir.
Halldór Lárusson
Við viljum bara kveðja, við
viljum kveðja afa okkar og
okkur langar að segja góða
ferð afi og hafðu það gott þar
sem þú ákveður að stoppa
næst. Þú fékkst að fara fljótt
og erum við alveg vissir um
að þú kvaddir þennan heim
með góðar og farsælar minn-
ingar um þinn tíma.
En nú taka við nýir tímar
og þú ert eflaust kominn á
góðan stað þar sem sólin skín
og þú önnum kafinn á litlum
traktor að slá fagurgrænan
grasflöt með bros á vör og al-
veg eins og blóm í eggi. Takk
fyrir okkur afi.
Halldór og Magnús.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur og afi,
MARTEINN GUÐLAUGSSON
húsgagnasmíðameistari,
Asparfelli 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
4. nóvember.
Júlíus Guðjón Marteinsson, Thelma Hólm Másdóttir,
Arnar Rúnar Marteinsson,
Soffía Dröfn Marteinsdóttir, Haukur Magnússon,
Kristín Oddbjörg Júlíusdóttir, Karl Ásgrímsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARGRÉT KARLSDÓTTIR,
Kjarrmóa 18,
Reykjanesbæ,
andaðist mánudaginn 3. nóvember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn
11. nóvember kl. 14.00.
Ágústa Þorleifsdóttir, Kristófer Þorgrímsson,
Júlíana Pietruszewski, Paul Pietruszewski,
Guðmundur K. Þorleifsson, Sigurlaug Björnsdóttir,
Karólína M. Þorleifsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
✝
UNNUR ÞÓRISDÓTTIR,
Skálatúni,
Mosfellsbæ,
andaðist laugardaginn 1. nóvember á Landspítala
háskólasjúkrahúsi í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudaginn
13. nóvember kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Þórisdóttir.