Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008
Kveðja frá Dvöl
Til moldar oss vígði hið mikla vald,
hvert mannslíf, sem jörðin elur.
Sem hafsjór, er rís með fald við fald,
þau falla, en guð þau telur,
því heiðloftið sjálft er huliðstjald,
sem hæðanna dýrð oss felur.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
Með þessu ljóðlínum Einars
Benediktssonar viljum við kveðja
vinkonu okkar Björgu Fríðu Jó-
hannnesdóttur með þakklæti fyrir
góðar samverustundir á liðnum ár-
um.
F.h. vina þinna í Dvöl,
Þórður Ingþórsson.
Jarðvist Bjargar Fríðu systur
minnar hófst sex árum áður en ég
fæddist. Minningarnar eru ótal-
margar um gleðistundir úr æsku
okkar. Það var alltaf fjör og gaman.
Hún sá um mig, passaði mig, tók í
taumana ef þörf var á og ég leit
mjög upp til hennar. Á tímabili var
ég smámæltur. Björgu ofbauð þessi
talsmáti minn og hún tók til sinna
ráða einn daginn. Hún tók mig
traustataki fyrir framan spegil,
sagði mér að horfa í spegilinn, bíta
saman tönnum og segja „ess“. Ég
hlýddi og meðferðin virkaði, ég tal-
aði eðlilega eftir þetta. Ég tók eftir
því hvernig hún skrifaði og breytti
minni skrift til að gera eins og hún.
Hún hafði hæfileika í tónlist og
lærði að spila á píanó hjá Katrínu
Dalhoff og Karli Billich. Ég lærði
einnig á píanó en náði samt aldrei
✝ Björg Fríða Jó-hannesdóttir
fæddist í Reykjavík 14.
júlí 1955. Hún andaðist
á heimili sínu í Reykja-
vík 29. október síðast-
liðinn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Jóhannes Sveinsson, f.
18.7. 1925 í Felli í
Sléttuhlíð, Skagafirði,
d. 22.5. 1999, og Þóra
Aðalheiður Jónsdóttir,
f. 16.10. 1923 í Reykja-
vík. Bróðir hennar er Birgir, f. 16.8.
1961 í Reykjavík. Björg varð stúd-
ent frá Verzlunarskóla Íslands
1975.
Útför Bjargar verður gerð frá
Fossvogskapellu, föstudaginn 7.
nóvember kl. 13.
þessu áreynslulausa
flæði sem Björgu var
svo eðlilegt. Björg
var alltaf léttlynd og
glöð og sá spaugilegu
hliðarnar á tilver-
unni. Hún var hlát-
urmild með afbrigð-
um og gleðin smitaði
út frá sér til allra
sem umgengust hana.
Þegar Björg var
nítján ára breyttist
hegðun hennar og
hún dró sig inn í skel. Greiningin
kom síðar, geðklofi. Ég skildi ekk-
ert í því sem var að gerast og talaði
ekki um þetta við neinn. Mamma
tók hins vegar þá afgerandi afstöðu
að fara ekki í felur með neitt og
segja ættingjum og vinum opinskátt
frá því sem var að gerast. Hún
sagði strax við Björgu, og hamraði
á því alla tíð, að þetta er sjúkdómur
sem við þurfum að takast á við og
hún þyrfti ekki að skammast sín
fyrir neitt. Sjálfsmynd Bjargar var
því alltaf heil, hún brotnaði aldrei.
Björg var í mörg ár gestur í Dvöl,
sem er athvarf fyrir geðsjúka í
Kópavogi. Hún kom þar flesta virka
daga. Þar var hún innan um gott
fólk, vini sína, sem sýndu henni um-
hyggju, hlýju og skilning og þar leið
henni vel. Fyrir það erum við æv-
inlega þakklát.
Saga Bjargar er að vissu leyti
saga um brostna drauma og vonir
sem að engu urðu. En þetta er líka
saga um trú, von og kærleika, en
þeirra er kærleikurinn mestur.
Framkoma Bjargar í öllum þessum
veikindum hefur sýnt okkur hvernig
við getum, þrátt fyrir allt, unnið sig-
ur, með því að horfast í augu við líf-
ið, eins og hún gerði, og takast
möglunarlaust á við þau verkefni
sem lögð eru í hendurnar á okkur,
sama hver spilin eru sem við fáum
úthlutað. Allir eiga skilið að þeim sé
sýnd virðing, óháð því hvaða spil
þeir hafa á hendi. Síðustu tvo dag-
ana var hún með verk í kviðnum og
minntumst við þá garnaflækjunnar
sem hún fékk níu ára, en engan
grunaði hvað var í aðsigi. Krufning
mun vonandi leiða dánarorsök í ljós.
Jarðvist Bjargar Fríðu er nú lok-
ið. Ég kveð með sárum söknuði og
trega mína elskulegu systur sem
mér þótti svo vænt um. Hún reynd-
ist mér alltaf vel, líka í veikindum
sínum. Ég vona að ég hafi verið
maður til að endurgjalda henni það.
Við sem þekktum hana getum
glaðst yfir og þakkað almættinu
fyrir að hafa fengið að vera þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast henni
svona vel. Við getum einnig verið
þakklát fyrir að þjáningum hennar
er lokið. Þar sem hún dvelur nú, þar
ríkir fegurðin ein.
Birgir Jóhannesson.
Björg Fríða
Jóhannesdóttir
Nú týnir tölunni
hvert af öðru það fólk, sem ég átti
náin samskipti við þau 30 ár sem
ég stóð í stjórnmálastappi á Ak-
ureyri og í Norðurlandskjördæmi
eystra eins og það hét þá. Í hvert
skipti sem ég heyri andlátsfregn
gamalla samherja frá þessum ár-
um sækir á mig söknuður, en jafn-
framt góð endurminning um bar-
áttuvilja og fórnfúst starf hinna
mörgu og áhugasömu sjálfboða-
liða, sem Framsóknarflokkurinn
átti á að skipa og dugðu aldrei bet-
ur en í kosningaslagnum sem end-
urtók sig sífellt eins og lög gerðu
ráð fyrir og stjórnmálaástandið
bauð til, því að ekki liðu ávallt
fjögur ár milli kosninga til Alþing-
is. Þá var barist af okkar hálfu,
framsóknarmanna, um vísa von
góðs árangurs. Þá þurfti Fram-
sóknarflokkurinn ekki brauðs að
biðja og enginn leit á hann sem
hornreku í skoðanakönnunum, því
að þar fór næststærsti flokkur
landsins með gott fylgi í öllum
kjördæmum, í bæ og byggð, ekki
síst á Norður- og Austurlandi.
Nú hefur hnigið í valinn einn af
vöskustu liðsmönnum Framsókn-
arflokksins á þeim árum sem
tengjast mér persónulega. Harald-
ur M. Sigurðsson íþróttakennari
var oftar en nokkur annar maður
kosningastjóri okkar í alþingis-
kosningum og ekki síður bæjar-
stjórnarkosningum á Akureyri.
Sem íþróttakennari var hann þjálf-
aður til forystuhlutverks, – hann
kunni listina að fylkja liði, sem
nauðsynlegt er í hernaði og keppn-
isíþróttum, en má sín líka mikils í
friðsamlegu félagsstarfi, þ. á m.
pólitískum átökum í lýðræðisþjóð-
félagi. Þar að auki var Haraldur
þaulkunnugur flestu fólki og
mannglöggur, þekkti næstum að
segja hvern mann, a.m.k. á Ak-
ureyri og í Eyjafjarðarsýslu og til
viðbótar býsna klár á ættir Þing-
eyinga.
Ég hef að vísu ekki fylgst ræki-
lega með löggjafarstarfi Alþingis
hin síðari ár, en mér kæmi ekki á
óvart að búið væri að banna með
lögum að vera „mannfróður“ og
„mannglöggur“, ef einhver veit
hvað þessi orð merktu hjá okkur
gömlu mönnunum. Mér er fortalið,
að það flokkist nú undir refsiverða
„hnýsni“ að grúska í ættfræði og
vita almennilega deili á náungan-
um.
En þetta var ekki svona, þegar
við Haraldur vorum ungir. Þá þótti
það kostur að menn þekktu ná-
grenni sitt og kynnu skil á ná-
grönnum sínum. Heimaslóðin var
okkar vettvangur, menn og mál-
efni. Ekki var það okkar brýnasta
hugsjónamál að lýðveldið unga
ætti sæti í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna, hvað þá að afsala full-
veldi og landsréttindum með inn-
göngu í pólitíska ríkjasamsteypu á
meginlandi Evrópu. Við áttum fullt
í fangi með að forsvara hersetu
Bandaríkjamanna á Íslandi, en
lifðum í voninni um að þeir pökk-
uðu saman einn góðan veðurdag og
færu af sjálfsdáðum – sem og varð.
Með þessum orðum minnist ég
starfa Haralds M. Sigurðssonar
fyrir Framsóknarflokkinn eins og
málum háttaði fyrr á tíð. Ég tel
mér skylt að þakka liðsinni hans
og allra annarra fórnfúsra sjálf-
boðaliða sem með mér störfuðu
meðan var og hét.
Haraldur M.
Sigurðsson
✝ Haraldur AxelMöller Sigurðs-
son, íþróttakennari
á Akureyri, fæddist
á Hjalteyri við Eyja-
fjörð 19. maí 1923.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Seli á
Akureyri 14. októ-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Akureyr-
arkirkju 24. októ-
ber.
Ég sendi sonum
hans og ættfólki öllu
innilega samúðar-
kveðju.
Ingvar Gíslason.
Þriðjudaginn 14.
okt. sl. andaðist þessi
kunni íþróttakennari
á hjúkrunarheimilinu
Seli hér á Akureyri.
Við andlát hans
hvarf okkur sjónum
einn helsti burðarás í
sögu Knattspyrnu-
félags Akureyrar.
Eftir íþróttakennarapróf frá
Laugarvatni 1944 og kennslu um
hríð hjá UMSE flutti hann til Ak-
ureyrar og gekk til liðs við KA ár-
ið 1946. Það varð félaginu mikill
happafengur, slíkur var áhugi
hans og dugnaður. Hann réðst ár-
ið 1947 til Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar sem íþróttakennari og
kenndi þar óslitið í 40 ár, auk
kennslu í sundi og frjálsíþróttum á
Akureyri og víða í Eyjafirði var
það þó handboltinn sem átti hug
hans allan og lagðist hann þar
þyngra á árar en nokkur annar,
bæði sem keppandi og þjálfari og
áratuginn 1947-1957 var þetta KA-
lið afar sigursælt. Tvisvar var
Haraldur kjörinn til formennsku í
KA, fyrst 1953-55 og síðar 1974-
75. Auk þess var hann mörg ár í
stjórn handknattleiksráðs, knatt-
spyrnuráðs og í Íþróttaráði Ak-
ureyrar. Hann lét ekki sitt eftir
liggja við alla sjálfboðavinnu og
mætti rifja upp dugnað hans við
innréttingu á KA-skrifstofunni í
gamla íþróttahúsinu og ótal vinnu-
stundir er KA-húsið nýja var reist
á undrahraða sumarið 1991 og vígt
1. okt. það ár.
Hann gat þess oft að fjáröflunin
hefði bæði verið erfiðasta verkefni
stjórnarmanna, en þó hið minnis-
stæðasta. Hann rifjaði upp böllin
og bingó á Hrafnagili, kabarett í
Nýja-Bíó, söngskemmtun Hall-
bjargar Bjarna, leiksýningar Línu
langsokks, jólasveinaskemmtanir
með Jóni Norðfjörð og Jóhanni
Konráðssyni, auglýsingar og
blaðaútgáfu o.fl. o.fl. Sigríður kona
hans var honum stoð og stytta í
öllu þessu umstangi og sá hún oft
um miðasölu og uppgjör. Ótal
fundir voru haldnir á heimili
þeirra yfir rjúkandi kaffi og tert-
um frá húsfreyjunni.
Haraldur átti sér mörg áhuga-
mál og munaði hvarvetna um lið-
sinni hans. Hann var einn af stofn-
endum Lionsklúbbsins Hugins 1.
okt. 1959 og fyrsti formaður hans.
Stangveiði stundaði hann af tals-
verðum áhuga og keypti ásamt
nokkrum gömlum vinum eyðibýlið
Keldur í Skagafirði og þar var oft
glatt á hjalla. Haraldur var all-
pólitískur í eðli sínu og vildi hann
veg Akureyrar og Eyjafjarðar
sem mestan. Hann vann Fram-
sóknarflokknum allt það gagn er
hann frekast mátti um áratuga
skeið. Kyrrðarstundirnar voru fá-
ar en þá greip hann stundum til
pensilsins og var hann í hópi frí-
stundamálara sem nutu tilsagnar
Hauks Stefánssonar á árunum
1947–50.
Haraldur hlaut að verðleikum
heiðursviðurkenningar og þakkir
fyrir margvísleg störf. Ég er þetta
rita minnist margra ánægjustunda
í samstarfi við hann í meira en 40
ár, bæði innan KA, Lions og í
Keldnafélaginu og við Elsa áttum
nokkrar indælar stundir á rausn-
arheimili þeirra.
KA-félagar eldri sem yngri
votta fjölskyldu hans innilega
samúð og Harald kveðjum við með
söknuði og virðingu og þökkum
hans ómetanlegu störf.
Blessuð sé hans minning.
F.h. stjórnar KA,
Haraldur
Sigurðsson.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku Hrafnhildur,
fallega systir mín. Þú
varst svo lífsglöð og yndisleg systir.
Ég get engan veginn skilið tilgang
þess að þú varst tekin frá okkur í
blóma lífsins. Þetta virðist allt svo
óraunverulegt og ég beið þess á
hverjum morgni að vakna upp frá
hræðilegum draumi og geri enn. Þú
varst mér svo góð fyrirmynd og hef
ég alla tíð litið upp til þín og ég vissi
hversu mikils virði það var þér.
✝ HrafnhildurLilja
Georgsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 28.
mars 1979, en ólst
upp á Ólafsfirði.
Hún lést í Dóm-
iníska lýðveldinu
21. september síð-
astliðinn og var
jarðsungin frá
Ólafsfjarðarkirkju
4. október.
Þegar þú fluttir til
Akureyrar til þess að
fara í framhaldsskóla
þá tókstu mér opnum
örmum um nánast
hverja helgi og mér
fannst alveg frábært
að koma til þín. Eins
var það þegar þú og
ÓIi voruð með búskap,
ég kom hverja helgi og
hjálpaði til við að
mjólka og mér fannst
ekkert skemmtilegra
en að vera hjá ykkur
og dýrunum. Við vor-
um alla tíð nánar og áttum okkar
einkahúmor sem enginn annar gat
hlegið að, þú kenndir mér svo margt
sem ég mun búa að alla ævi og ég er
þér svo þakklát fyrir það. Ég er svo
þakklát fyrir helgina sem þú komst
norður til þess að kveðja okkur, við
áttum svo góðan dag saman, þú varst
að segja mér frá öllum ævintýrunum
sem þú vonaðist eftir að lenda í úti í
útlöndum og við lágum örugglega í
góða 3 tíma í sundi að spjalla um allt
og ekkert. Ég man hversu erfitt mér
fannst að kveðja þig og ég er svo
ánægð að hafa sagt þér hversu mikið
ég elskaði þig og ætti eftir að sakna
þín mikið. Hjarta mitt er fullt af sorg
og reiði, maður skilur engan veginn
hvernig grimmdin í þessum heimi
getur verið svona mikil og hræðileg.
En einhvers staðar fær maður styrk
til þess að halda áfram og ég veit að
þú ert núna hjá afa Krumma, Ödda
frænda, ömmu Stellu og öllum þeim
sem fallið hafa frá og við söknum svo
mikið, sem og þú gerðir líka. Ég trúi
því að þið séuð öll saman á fallegum
og góðum stað og að ykkur líði vel.
Ég veit að þið vakið yfir okkur öllum
og gefið okkur styrk í gegnum þenn-
an erfiða tima. Lífið verður aldrei
eins án þín og heimurinn er svo
sannarlega fátækari án þín og þíns
fallega bros.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta og
mun alltaf gera og ég mun geyma all-
ar minningarnar í hjarta mínu þar til
við hittumst á ný.
Ég sakna þín svo óendanlega mik-
ið.
Þín systir
Alvilda María Georgsdóttir – eða
Al eins og þú kallaðir mig oftast.
Hrafnhildur Lilja
Georgsdóttir
Elsku amma mín, nú
ertu farin til hinstu
hvíldar. Ég ætlaði ekki
að trúa því að þú værir
farin þegar pabbi hringdi í mig á mið-
vikudagsmorguninn og lét mig vita að
þú hefðir dáið fyrr um nóttina. Ég vil
minnast þín hér í nokkrum orðum: Ég
man hvað það var alltaf svo gott að
koma til ykkar á Meltröðina. Þú tókst
svo vel á móti öllum, varst alltaf svo
góð við alla og svo stolt af öllu sem við
tókum okkur fyrir hendur.
Elsku amma mín, nú kveð ég þig.
Við söknum þín mikið, en ljós þitt
mun skína áfram í minningu okkar.
Sigríður
Kristbjörnsdóttir
✝ Sigríður Krist-björnsdóttir
fæddist á Birnustöð-
um á Skeiðum 31.
ágúst 1917. Hún lést
á Landspíalanum
15. október síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Digraneskirkju 24.
október.
Blessuð sé minning
þín.
Nils Viggó.
Sestu nafna og skoð-
aðu sokkinn, sokkinn
sem ég prjónaði í gær.
Kíktu í dallinn, rauða
og bláa dallinn, hlý gull
fyrir þau sem eru mér
kær.
Kíktu í bollann elsku
barnið, hvað sérðu
heiminn færa þér?
Hvað kalla draumar til
þín á kvöldin? Deildu því með gömlu
mér.
Kátar sögur frá þínum tímum, um
gamla dansa og hlaup um tún. Geym-
ast ávallt í mínu hjarta, gyllta rósin,
þú varst hún.
Bænir bið ég til æðri mátta, þinn
gullni vegur mun standa í sýn. Ég veit
þú vakir hjá mér og mínum, elsku
amma, ég mun sakna þín.
Aldís Sigríður Sigurðardóttir
(Dídí.)