Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2008  Tísku- og lífstílsverslunin Libor- ius við Laugaveg mun hætta rekstri tímabundið og verður síðast opn- unardagur verslunarinnar nú á laugardaginn. Allar vörur frá Libo- rius, föt og fylgihlutir, verða seldar á áður óþekktum kjörum að því til- skildu að borgað sé með seðlum. Liborius hættir rekstri tímabundið Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er búið að ganga rosalega vel þessi þrjú ár,“ segir Ása Ottesen, innkaupastjóri og stílisti hjá tískuvöruversluninni Gyllta kettinum sem fagnar þriggja ára afmæli sínu á morgun. Versl- unin hefur náð miklum vinsældum á þessum stutta tíma og að sögn Ásu skiptir netið miklu í því sambandi. „Við erum nefnilega rosalega virk á MySpace. Við tökum reglulega myndir af því sem við erum með í boði og setjum verðið með inn á síðuna. En við höfum líka verið rosalega heppin með það hversu vel menntaskólarnir hafa tekið okkur – síminn stoppaði ekki fyrsta árið þar sem krakkar voru að fá lánuð föt í tísku- þætti og sýningar. Það skiptir rosalega miklu máli upp á kynningu. En svo erum við sem vinnum hérna líka svo „næs“ og skemmtileg,“ segir Ása og hlær. Gyllti kötturinn er staðsettur í Austurstræti, sem verður að teljast nokkuð óvenjulegur staður fyrir tískuvöruverslun. Verslunin hefur þó lifað á meðan ýmis stórfyrirtæki í kring hafa fallið. „Það eru aðallega bankar og kaffihús hérna í kringum okkur, þannig að það er mjög gott að við skulum vera hérna ennþá. En fólk leggur leið sína hingað til okkar, þótt það sé kannski ekki margt annað spennandi á svæðinu,“ segir Ása. Afmæli Gyllta kattarins verður fagnað með partýi í versluninni á morgun, og hefst það kl. 15. Hljómsveitin Jeff Who? heldur uppi fjörinu. Bankarnir falla á meðan Gyllti kötturinn lifir Morgunblaðið/Kristinn Samstarfsfólk „En svo erum við sem vinnum hérna líka svo „næs“ og skemmtileg.“  Fréttablaðið greindi frá því í gær að umboðsmaður Íslands, Ein- ar Bárðarson, hefði verið ráðinn aðstoðarmaður 4. þingmanns Suð- urkjördæmis, Kjartans Ólafssonar. Björn Ingi Hrafnsson gerir því skóna á bloggi sínu að Kjartan hafi ráðið Einar með það í huga að styrkja stöðu sína út á við fyrir „yf- irvofandi“ kosningar og ljóst má vera að þegar kemur að plöggi í fjölmiðlum er Einar Bárðar svo sannarlega betri en enginn. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort þetta nýja skref Einars sé ekki það fyrsta á leið hans í landspólitíkina. Fáir Íslendingar þekkja íslenska þjóðarsál betur en hann og ímyndið ykkur bara hvað sá maður getur náð langt á þingi sem tókst að selja okkur Skímó, Nylon og Luxor. Kjartan Ólafsson má vara sig …  Rokksveitin Noise kveður áhangendur sína í kvöld með tón- leikum á Dillon. Sveitin heldur af stað á morgun til Bretlands þar sem hún kemur fram á fimm tónleikum. Sveitin hefur verið iðin við tón- leikahald erlendis en túrinn hefst í rokkbænum Doncaster. Noise undirbýr Bretlandstúr Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is HUGLEIKUR Dagsson leggur nú lokahönd á þriðju bókina um eineygða köttin Kisa sem kemur út fyrir jólin. Það verður þá fjórða útgáfa hans á árinu að meðtalinni myndasögu hans í síma- skránni. Fyrir skemmstu gaf Hugleikur út Jarðið Okkur, síðustu bókina í Okkur seríunni, og í desember kemur út bókin Eineygði kötturinn Kisi og ástand- ið þar sem höfundurinn leyfir sér að snerta örlítið á hruni íslensks efnahags. „Já, þetta er smá speglun um þjóðfélagsástandið en er samt eiginlega alveg 80% vitleysa,“ segir Hugleikur. Form bókanna er ólíkt á því sviði að ævintýrin um Kisa eru línulegar frásagnir en „Okkur“ bæk- urnar eru einnar síðu brandarar, er innihalda oft á tíðum kúk og piss. Svo virðist vera að Hugleikur sé að kveðja það form, a.m.k. í bili, þó svo að hann sé enn opinn fyrir klósettkímninni. „Ég fæ alveg reglulega leiða á kúk- og pissbröndurum en það er alltaf bara tímabil. Ég tek svo við þeim aftur þegar mér dettur einhver svoleiðis brandari í hug sem mér finnst fyndinn. Ástæðan fyrir því að ég lokaði þessum „Okkur“ flokki var bara sú að ég var búinn að vera að þessu lengi og vildi helst slökkva á þessu áður en þetta byrjaði að verða einhver færa- bandavinna hjá mér. Ég mun ekkert hætta að gera bækur sem eru með þess kyns húmor. Hann mun alltaf koma fram áfram í öðrum bókum sem ég geri. Ef mér dettur í hug einhver þess kyns brand- ari sem hefði átt heima í „Okkur“ bók, þá verð ég bara að koma honum fyrir í næstu Ok Bæ bók. Ég er þannig ekki að loka á þetta form. Ég er meira að loka á ákveðna hefð sem ég hafði tekið upp, að gera eina svona bók á ári. Ég vil að héðan í frá fæðist brandarar af þessu tagi á náttúrlegri hátt.“ Ofurhetjumyndasögur frá Hugleik? Eins og komið hefur fram er Hugleikur mikill aðdáandi myndasagna um ofurhetjur og hefur sjálfur mikinn áhuga á því að gera einhvern tímann sínar eigin ofurhetjusögur. „En það er hægara sagt en gert. Fyrst þyrfti ég að finna teiknara sem gæti gert því góð skil að teikna ofurhetju. Ég held að ég sé ekki þannig teiknari. Svo er bara spurning hvort það væri einhver markaður fyrir það hér á Íslandi.“ 80% vitleysa  Hugleikur Dagsson sendir frá sér tvær bækur fyrir þessi jól  Segist sjálfur fá reglulega leiða á „kúk- og piss“-bröndurum  Fjórða útgáfan á árinu Morgunblaðið/Valdís Thor Hugleikur Dagsson Vinsælasti teiknimyndasöguhöfundur landsins hefur átt mjög skapandi ár og gefur út tvær bækur í vetur, Jarðið Okkur og þriðju bókina um Eineygða köttinn Kisa. Lýstu eigin útliti. Ég er rauðhærður. Hvaðan ertu? Ég bjó í Kópavoginum þangað til ég varð 5 ára, svo flutti ég í Garðabæinn, bý nú í Kópa- voginum en kalla mig Garðbæing. Hefur efnahagsástandið mikil áhrif á þig? (spyr síðasti að- alsmaður, Hjalti Þór Ísleifsson, bloggari). Fyrir nokkrum vikum var ég reiður en nú er ég búinn að ganga í gegnum öll 5 stigin. Ég nýt líka þeirra forrétt- inda að vinna fyrir fyrirtæki sem er að mestu ónæmt fyrir ástand- inu. Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig? Eftir ítrekaðar tilraunir síðustu 6 árin mun ég líklega aldrei læra kínversku þannig að gagn sé að, nema með því að flytja til Kína. Styðurðu ríkisstjórnina? Þó að það sé að vissu leyti virðing- arvert að menn hafi metnað til þess að taka til eftir gleðskapinn sem þeir boðuðu til held ég að það sé kominn tími fyrir óþreyttan mannskap. Ég er ekki viss um að það að sitja sem fastast sé það sama og axla ábyrgð. Hver ber ábyrgð á kreppunni? Frá því að Bandaríkjamenn tóku dollarann af gullfæti árið 1971 þá má segja að peningakerfi heimsins standi á samskonar fótum og pen- ingakerfi fjölspilunartölvuleikja eins og EVE Online. Við hjá CCP þekkjum vel það vígbúnaðarkapp- laup sem það er að smíða og end- urbæta regluverkið sem nauðsyn- legt er til þess að viðhalda slíku efnahagskerfi. Það má segja að hjá okkur á Íslandi hafi reglusmiðirnir tapað fyrir spilurunum. Af hverju heitir fyrirtækið CCP? CCP stóð upphaflega fyrir Crowd Control Productions þótt við köll- um okkur bara CCP í dag. Fyrst þegar við opnuðum vefsíðu fyr- irtækisins bárust okkur nokkrar fyrirspurnir um kylfur og táragas. Hvenær varstu hamingjusamastur? Ég hugsa lítið um það sem liðið er, framtíðin er núna. Árið 2003 var þó stórt ár í mínu lífi, EVE Online fór í loftið í maí það ár og í september fæddist Eva Sólveig dóttir mín og Guðrúnar Elísabetar. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Hefurðu spilað EVE Online? AÐALSMAÐUR ÞESSARAR VIKU ER FORSTJÓRI FYRIRTÆKISINS CCP SEM FRAMLEIÐIR TÖLVULEIKINN EVE ONLINE. FYRIRTÆKIÐ STENDUR FYRIR ÁRLEGRI RÁÐSTEFNU OG UPPSKERUHÁTÍÐ EVE-SPILARA Í LAUGARDALSHÖLLINNI UM HELGINA. Morgunblaðið/Valdís Thor HILMAR VEIGAR PÉTURSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.