Fréttablaðið - 28.04.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGUR
28. apríl 2009 — 100. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Hin fjórtán ára Jóhanna Rakel Jónasdóttir er nýr Norðurlanda-meistari á jafnvægisslá en hún tók þátt í Norðurlandamótinu í fimleik-um sem fram fó í S
Ármanni,“ segir Jóhanna Rakel sem hefur æft fimleika síðan hún man eftir sér. „Ég byrjaði í Bríkj
mjög mikilvægt að vera vel upplö ðog vel sofi “
Langar að ná sem lengst
Jóhanna Rakel Jónasdóttir úr Ármanni hlaut á dögunum titilinn Norðurlandameistari á jafnvægisslá.
Árangurinn þakkar hún þrotlausum æfingum frá blautu barnsbeini og er hún hvergi nærri hætt.
Jóhanna Rakel hefur æft fimleika frá því hún man eftir sér.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ALÞJÓÐLEGI DANSDAGURINN er miðvikudaginn 29. apríl.
Af þessu tilefni stendur Félag íslenskra listdansara fyrir danssýn-
ingum í Kringlunni klukkan 15.30 og í Ráðhúsi Reykjavíkur klukk-
an 17. Á sýningunum verða mörg skemmtileg dansatriði frá dans-
skólum höfuðborgarsvæðisins.
mikið úrval af sófum og sófasettum
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16
Patti Húsgögn
Mikið úrval af sófum og sófasettum - verðið kemur á óvart
Svefnsófar
Hornsófar
Tungusófar
Sófaborð
Hægindasófar
Stakir stólar
Borðstofustólar
Langar þig að breytamataræðinu til batnaðar?Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti D.E.T.leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðveltþað er í raun að breyta mataræðinu til batnaðar.Þriðjudaginn 5. maí kl. 20-22 í Heilsuhúsinu Lágmúlaog mánudaginn 18. maí kl. 20-22í Heilsuhúsinu Akureyri
Verð kr. 3.500.- Upplýsingar og skráning í síma 899 5020 eða á eig@heima.isNámskeið um ræktun matjurta ogkryddjurta til heimilisnotaHeiður Björnsdóttir kennir hvernig rækta ágrænmeti og kryddjurtir sér til gagns og ánægju.Miðvikudaginn 6. maí kl: 20-22í Heilsuhúsinu Lágmúl
VEÐRIÐ Í DAG
ÓLAFUR ÓLAFSSON
Á betra hóteli en
Eurovision-stjarnan
Kærasti Jóhönnu fer með pabba sínum til Moskvu
FÓLK 26
Umdeild heiðurslaun
Liðsmenn Borgara-
hreyfingarinnar deila
um heiðurslaun
þingmannsins Þrá-
ins Bertelssonar.
FÓLK 26
Aftur til Cannes
Stuttmyndin Anna eftir Rúnar
Rúnarsson hefur verið valin á
Cannes-hátíðina í maí.
FÓLK 20
JÓHANNA RAKEL JÓNASDÓTTIR
Æfir sex sinnum í
viku fjóra tíma í senn
• heilsa
Í MIÐJU BLAÐSINS
Æfir bros Jóhönnu
Gunnar Karlsson
myndlistarmaður
og skopteiknari
er fimmtugur í
dag.
TÍMAMÓT 16
TÆKNI „Við stefnum að því hröð-
um skrefum að Eve-félagar verði
fleiri en Íslendingar,“ segir
Hilmar Veigar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri
CCP. Eve online
er veruleika-
tölvuleikur og
eru þeir sem
spila hann, sem
Hilmar kall-
ar EVE-félaga,
orðnir 295 þús-
und en Íslend-
ingar eru um
319 þúsund.
„Við erum með teljara sem telur
þetta niður, þetta næst örugglega
einhvern tímann í sumar,“ segir
hann en bætir svo við. „Svo er
að bíða og sjá hvort stjórnmála-
mennirnir flýti fyrir því með því
að fækka Íslendingum.“ - jse
Netleikurinn Eve Online:
Spilarar að verða
jafnmargir og
íslenska þjóðin
LÖGREGLUMÁL Talsverður fjöldi lögreglumanna á
höfuðborgarsvæðinu íhugar að hætta í óeirðadeild
embættisins vegna óánægju með breytingar á
vinnufyrirkomulagi.
Mikil óánægja er með nýtt fyrirkomulag, sem
gerir ráð fyrir þremur fleiri vinnudögum í mánuði
án þess að greiðsla komi á móti, sagði Arinbjörn
Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur,
þegar haft var samband við hann í gærkvöldi.
Félagsmenn munu funda vegna málsins í dag.
Óskað hefur verið eftir því að breytingum á
vinnufyrirkomulagi verði frestað fram yfir orlofs-
tímann, enda valda þær óvissu, segir Arinbjörn.
Boðið hafi verið upp á málamiðlun, en hvoru
tveggja hafi verið hafnað. Hann segir að ekki hafi
verið farið eftir leikreglum sem gilda um kjara-
samninga.
Þeir lögreglumenn sem eru í óeirðadeild Lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins hafa haft val um að
taka að sér það hlutverk og stjórn Lögreglufélags-
ins telur að þeir hafi einnig val um að hætta, segir
Arinbjörn. Ljóst sé að margir treysti sér ekki til
þess að taka á sig aukna vinnu og vera áfram í
óeirðadeildinni. - bj
Mikil óánægja meðal lögreglumanna með breytingu á vinnufyrirkomulagi:
Íhuga að hætta í óeirðadeild
VÆTA VESTAN TIL Í dag verða
suðaustan 10-15 m/s sunnan og
vestan til annars 3-8 m/s. Rigning á
vesturhelmingi landsins, lítilsháttar
súld suðaustan til annars þurrt og
bjart með köflum. Hiti 5-10 stig.
VEÐUR 4
7
7
7
6
8
STJÓRNMÁL Formlegar stjórnar-
myndunarviðræður hófust í gær
og voru formenn stjórnarflokk-
anna bjartsýnni eftir fyrsta fund,
raunar bjartsýnni eftir fund en
fyrir. Bæði Jóhanna og Stein-
grímur segja það sögulega skyldu
vinstri flokkanna að mynda þessa
stjórn.
„Ég er bjartsýnni eftir að ég
kom út af fundinum en áður en ég
fór inn. Það hefur ýmislegt skýrst
og ég tel að við munum ná ásætt-
anlegri niðurstöðu í Evrópumál-
um,“ segir Jóhanna Sigurðardótt-
ir. Steingrímur J. Sigfússon tekur
undir það. „Það er gagnkvæmur
og sterkur vilji til samstarfs til
staðar og ég er bjartsýnni eftir
fundinn en fyrir.“
Á fundinum í gær voru skipað-
ir viðræðuhópar um Evrópumál
og um breytingar á stjórnsýslu.
Varaformennirnir leiða hópinn um
Evrópu, en þeir Ögmundur Jónas-
son og Össur Skarphéðinsson sitja
einnig í hópnum. Hinn hópurinn
verður skipaður í dag. Þá verður
á næstunni skipað í hópa um efna-
hagsmál og atvinnumál.
Formennirnir leggja áherslu
á að hér sé starfandi meirihluta-
stjórn og því liggi minna á en ella.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
áréttaði þetta þegar Jóhanna sótti
umboð til stjórnarmyndunar að
Bessatöðum í gær. Hann sagði
enga þörf á því að setja tímamörk
á hvenær viðræðum flokkanna
um frekari aðgerðir eða verk-
efni kunni að ljúka, í ljósi þess
að minnihlutastjórnin hafi hlotið
meirihluta í kosningunum.
Báðir flokkarnir höfðu inn-
köllun aflaheimilda á stefnuskrá
sinni fyrir kosningar. Steingrím-
ur segir að sest verði yfir það
mál eins og önnur. Jóhanna segir
það ljóst að stjórnin muni ráðast
í breytingar á sjávarútvegsstefn-
unni.
Ljóst er hins vegar að samn-
ingur um Evrópumál er forsenda
stjórnar. - kóp, bj / sjá síðu 4
Bjartsýnni eftir við-
ræðufund en fyrir
Stjórnarmyndunarviðræður hófust formlega í gær og ríkir bjartsýni um niður-
stöðu. Starfshópar hafa verið skipaðir um tvö mál og fleiri eru fyrirhugaðir.
Evrópa, stjórnsýsla, efnahagur og atvinna rædd sem og innköllun aflaheimilda.
UMBOÐIÐ VEITT Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti Jóhönnu Sigurðardóttur umboð til stjórnarmyndunar í gær á
Bessastöðum. Hann áréttaði að flokkarnir hefðu tímann fyrir sér þar sem núverandi stjórn hefði meirihluta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HEILBRIGÐISMÁL „Fólk er hrætt en
sumir taka ekkert mark á þessu
og telja að það gangi hratt yfir,“
segir Steinn
Orri Hafsteins-
son, skiptinemi
í Mexíkó. Talið
er að mannskæð
svínaflensa hafi
átt upptök sín í
landinu.
Margir gripu
til þess ráðs að
hafa grímur
fyrir vitum
vegna svínaflensunnar, og mörg-
um skólum hefur verið lokað.
Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
in (WHO) hækkaði í gærkvöldi
viðbúnaðarstig þar sem hætta
var talin á að flensan geti orðið
að heimsfaraldri. Í gær var talið
að í það minnsta 150 hafi lát-
ist og 1.600 manns hafi smitast í
Mexíkó. - bj, ghs, gb / sjá síðu 6
WHO hækkar viðbúnaðarstig:
Fólk hrætt við
svínaflensuna
STEINAR ORRI
HAFSTEINSSON
Haukar komnir í forystu
Haukar unnu Val í fyrsta
leik liðanna um Íslands-
meistaratitilinn í
handbolta.
ÍÞRÓTTIR 22
HILMAR VEIGAR
PÉTURSSON