Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 28.04.2009, Qupperneq 2
2 28. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL Lögregla höfuð- borgarsvæðisins handtók í gær tvo karlmenn og tvær konur í tengsl- um við húsbrot og rán á Arnarnesi á laugardagskvöld. Fólkið fannst eftir ábendingu frá almenningi, en fjölmargar ábendingar bárust lög- reglu vegna málsins. „Þetta er nánast fordæmis- laust að svona alvarlegt brot eigi sér stað, við lögðum allt kapp á að upplýsa þetta mál,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn rannsóknardeildar Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir ránið með því alvarlegra sem hann hafi séð. Hann er sannfærður um að dómstólar muni taka mjög hart á þessu máli, en hægt er að dæma fólk í allt að sextán ára fangelsi fyrir rán. Karlmennirnir játuðu í gær að hafa ráðist grímuklæddir inn á heimili eldri hjóna, rænt þau og hótað að myrða þau með hnífum. Önnur kvennanna játaði að hafa beðið í bílnum meðan mennirn- ir athöfnuðu sig innandyra. Ekki hefur verið upplýst hver tengsl hinnar konunnar við málið eru. Farið verður fram á gæsluvarð- hald yfir fólkinu í dag, annað hvort á grundvelli rannsóknarhagsmuna, eða almannahagsmuna, enda er ógn talin stafa af fólkinu gangi það laust, segir Friðrik Smári. Lögregla telur brotið afar alvar- legt, og lagði gríðarlega áherslu á að ná ræningjunum sem fyrst, segir Friðrik Smári. Hann segir milli 20 og 25 ár frá því líkt mál kom síðast upp hér á landi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ugg hafi sett að mörgu eldra fólki við fréttir af ráninu á Arnarnesi. Friðrik Smári segir að með hörðum viðbrögðum lögreglu séu send skýr skilaboð að svona verði einfaldlega ekki liðið. Hann segir rannsókn málsins á frumstigi, en vildi ekki upplýsa um hvort tengsl séu milli hinna hand- teknu og fórnarlamba þeirra. Annar karlmaðurinn og önnur konan voru handtekin um hádegi í gær. Þau eru á þrítugsaldri. Hitt parið var handtekið síðdegis, og er það fólk á tvítugsaldri. Mennirnir hafa báðir komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis- og fíkniefnabrota, segir Friðrik Smári. Konan sem játað hefur aðild að málinu hefur komið lítil- lega við sögu lögreglu. „Við settum allt á fullt og höfum unnið sleitulaust að rannsókn þessa máls frá því það kom upp,“ segir Friðrik. Fólkið rændi um 60 þúsund krónum í reiðufé, auk skartgripa, fartölvu, farsíma og fleiri muna. Lögregla hefur endur- heimt hluta ránsfengsins. brjann@frettabladid.is Gunnar, var þetta eins og best verður á kosið? „Já, eins og staðan er þá er ég mjög ánægður með hvernig var kosið.“ Borgarahreyfingin fékk fjóra menn kjörna í alþingiskosningum. Gunnar Sigurðsson leikstjóri er einn af stofnendum fram- boðsins. Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is -5kr. við fyrstu no tkun TB W A \R EY K JA VÍ K \ SÍ A og síðan alltaf 2 kr. ásamt Vildarpunktum með ÓB-lyklinum AKUREYRI „Hvort þjóðfélags- ástandið er að fara svona illa í fólk skal ég ekki segja um. En maður hefði haldið að svona bygg- ingar fengju að vera í friði,“ segir Stefán Arnaldsson, kirkjuvörður í Akureyrarkirkju. Talsvert hefur verið um skemmdarverk á kirkj- unni að undanförnu. Um síðustu helgi var gang- stéttarhellu kastað í gegnum steindan glugga. Áður höfðu fleiri gluggar verið brotnir, skilaboð tússuð á veggi og rist í kirkju- dyrnar með dúkahníf. Þorgeir segir ástandið leiðin- legt. „Steinda gluggann þarf að panta sérstaklega frá Bretlandi. Það er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að laga svona hluti,“ segir Stefán. - kg Steindur gluggi brotinn: Skemmdarverk tíð á kirkjunni TYRKLAND, AP Skotbardagi braust út í gær á götum Istanbúl milli lögreglu og herskárra Kúrda. Bardaginn stóð í klukkustund og að honum loknum lágu þrír í valnum. Einn hinna látnu var lög- reglumaður, annar Kúrdi og sá þriðji saklaus vegfarandi. Auk þess særðust átta aðrir. Átökin hófust þegar lögregla lét til skarar skríða gegn herská- um hópum vinstrimanna, mús- lima og Kúrda. Meira en fjörutíu manns voru handteknir. - gb Skotbardagi í Istanbúl: Þrír féllu í átök- um við Kúrda IÐNAÐUR Tómas Sigurðsson, for- stjóri Alcoa, segir fyrirtækið halda ótrautt áfram í undirbún- ingi fyrir álver á Bakka. Hann eigi reglulegan fund með iðnað- arráðuneytinu í dag og ætli ekki að láta stjórnar- myndunarvið- ræður vinstri flokkanna hafa áhrif á áætlanir fyrirtækisins. „Við höldum okkar striki og vinnum eftir viljayfirlýsing- unni. Við höfum unnið af heilum hug að verkefninu og fjárfest mikið í tengslum við það og erum að vinna umhverfismat um þessar mundir.“ Viljayfirlýsingin rennur út í haust og Tómas segir fyrir- tækið hafa fullan hug á að endur- nýja hana. - kóp Forstjóri Alcoa bjarstýnn: Alcoa heldur sínu striki TÓMAS ÁRNASON EVRÓPUMÁL Til að sækja um aðild að Evrópusamband- inu nægir að ákvörðunin um að gera það hafi verið samþykkt af einföldum meirihluta þings og ríkis- stjórnin sendi í framhaldinu bréf til Brussel þar sem óskað er eftir aðildarviðræðum. Bréf þetta er sent á skrifstofu ráðherraráðs ESB í Justus-Lipsius-byggingunni að Lagastræti 175 (Rue de la Loi/Wetstraat) í „Evrópuhverfinu“ í belgísku höfuðborginni. Eftir móttöku bréfsins er það sent áfram af skrifstofu ráðherraráðsins skáhallt yfir göt- una, á stækkunarmálaskrifstofu framkvæmdastjórn- ar sambandsins, með beiðni um að hún leggi mat á aðildarhæfni viðkomandi umsóknarríkis. Vinnsla þessa mats framkvæmdastjórnarinnar getur tekið fáeina mánuði. Í tilfelli Íslands, sem er nátengt sambandinu í gegn um EES-samninginn, ætti það mat þó að vera fljótunnið. Þegar þetta mat liggur fyrir er það lagt fyrir ráðherraráðið, skipað utanríkisráðherrum aðild- arríkjanna 27. Á grundvelli þessa mats tekur ráðið afstöðu til þess hvort hefja beri aðildarviðræður við umsóknarríkið. - aa BRÉF TIL BRUSSEL Bygging ráðherraráðs ESB í Brussel, þangað sem aðildarumsóknir eru sendar. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Til að sækja um aðild að ESB nægir samþykkt þings og bréf frá ríkisstjórn: Eitt A4 bréf dugar til ESB Játa rán á Arnarnesi Tvö pör voru handtekin í gær vegna húsbrots og ráns á Arnarnesi. Þrennt hefur játað aðild að málinu. Ábending frá almenningi kom lögreglu á spor fólksins. Um það bil 20 til 25 ár frá því líkt mál kom síðast upp hér á landi. HÖRÐ VIÐBRÖGÐ Þeir Stefán Eiríksson lögreglustjóri (til hægri) og Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segja lögreglu hafa lagt gríðarlegt kapp á að upplýsa húsbrot og rán hjá eldri hjónum á Arnarnesi sem fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta er nánast fordæmis- laust að svona alvarlegt brot eigi sér stað, við lögðum allt kapp á að leysa þetta mál. FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN RANNSÓKNARDEILDAR NÁTTÚRA Íslenskum ferðalöngum sem voru að taka upp úr töskum sínum eftir dvöl í Taílandi brá í brún þegar þeir fundu lófastóran frosk í einni ferðatöskunni. Froskinum var komið til Nátt- úrufræðistofnunar Íslands, sem komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða tegund sem kalla mætti málaða asíska froskinn. Tegundin er útbreidd í Suð- austur-Asíu. Hún er hættulaus og vinsælt gæludýr. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræði- stofnun var froskinum lógað, enda ómögulegt að geta sér til um hvaða óværa geti borist með dýrum frá þessum heimshluta. - bj Langförull taílenskur froskur: Flutti til lands- ins í ferðatösku LÓFASTÓR Froskurinn var talsvert stór, og með bleikar rendur á hliðunum. MYND/ERLING ÓLAFSSON LÖGREGLUMÁL Rannsóknargögn lögreglu úr ýmsum málum, til að mynda úr Pólstjörnumálinu, fundust í ruslagámi við Þing- vallavatn í gær. Lögmaður sem stóð í flutningum er ábyrgur, að því er fram kom í fréttum Frétta- stofu Stöðvar 2 í gær. Bjarni Hauksson hjá lögfræði- stofunni Lega sagði fréttastof- unni að um mistök hafi verið að ræða, og hann sé miður sín vegna málsins. Ekki náðist í Bjarna í gærkvöldi. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. - bj Henti lögregluskýrslum í gám: Gögnin fyrir allra augum SRI LANKA, AP Stjórnvöld á Srí Lanka sögðu í gær að herinn myndi hætta þegar í stað loft- og stórskotaliðsárásum á síðustu vígi Tamíltígra. Með þessari ákvörðun var stjórnin að bregðast við mikl- um þrýstingi alþjóðasamfélagsins um að hlífa óbreyttum borgurum á átakasvæðinu. Ekki var fullljóst hver áhrif ákvörðunarinnar yrðu. Herinn segist hafa hætt að beita slíkum vopnum fyrir nokkrum vikum, en talsmaður Tamíltígra segir loft- árásir hersins hafa haldið áfram, jafnvel eftir tilkynninguna um að þeim hefði verið hætt. Fréttamönn- um er ekki hleypt inn á átakasvæð- ið. Stjórnin sendi tilkynninguna frá sér daginn eftir að hún hafn- aði beiðni skæruliða um vopnahlé. Sú beiðni var borin fram til þess að þeim tugþúsundum óbreyttra borgara, sem eru innikróaðar á svæðinu þar sem síðustu bardaga- sveitir Tamíltígra eru umkringd- ar á norðausturströndinni, gæfist færi á að koma sér í öruggt skjól. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir að nærri 6.500 óbreyttir borgarar hafi verið drepnir í átökunum síð- astliðna þrjá mánuði. - aa Srí Lankastjórn hafnar vopnahlésbeiðni Tamíltígra en segist hætt loftárásum: Tugþúsundir tamíla innikróaðar NEYÐARAÐSTOÐ Í VAVUNIYA Flóttafólk af átakasvæðum fær matvæli afhent. FRÉTTABLAÐIÐ / AP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.