Fréttablaðið - 28.04.2009, Page 6
6 28. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Ert þú á leiðinni til útlanda í
sumar?
Já 29,8%
Nei 70,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Er þú sátt(ur) við úrslit alþingis-
kosninganna?
Segðu þína skoðun á visir.is
ATH TILBOÐIÐ GILDIR
AÐEINS Í DAG ÞRIÐJUDAG.
ALLIR FISKRÉTTIR
990 KR/KG
SMÁLÚÐUFLÖK
SPÁNN, AP Að minnsta kosti 73
manns höfðu smitast af svína-
flensu í gær, svo staðfest væri.
Vitað er um 40 smit í Bandaríkjun-
um, sex í Kanada og eitt á Spáni.
Grunur leikur þó á að smitið
hafi borist í mun fleiri.
Verst er ástandið í Mexíkó, þar
sem flensan virðist hafa átt upp-
tök sín. Þar er talið að rúmlega
1.600 manns hafi smitast og þar
af nærri 150 látist af völdum veir-
unnar.
Norska dagblaðið Verdens Gang
skýrði auk þess frá því á vefsíð-
um sínum í gær að tveir menn,
nýkomnir frá Mexíkó, hafi verið
lagðir inn á sjúkrahús í norðan-
verðum Noregi vegna gruns um
svínaflensusmit. Þeir hafi fengið
einkenni flensunnar stuttu eftir
heimkomuna.
Fjöldi manns hætti við ferðalög
til Mexíkó og flugfélög hafa mörg
hver ákveðið að innheimta ekki
annars hefðbundin gjöld fyrir að
afturkalla flugmiða þangað.
Víða um heim var settur upp
viðbúnaður á flugvöllum til þess
að kanna hvort ferðafólk frá Mex-
íkó og Norður-Ameríku hafi hugs-
anlega orðið fyrir smiti. Í Rúss-
landi, Hong Kong og Taívan gengu
stjórnvöld svo langt að segja að
ferðafólk frá þessum slóðum yrði
sett í sóttkví.
Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
in, WHO, hafði í gær ekki tekið
afstöðu til þess hvort hækka
ætti viðbúnaðarstig vegna svína-
flensunnar úr 3 í 4 eða jafnvel 5.
Það fer eftir því hve auðveldlega
veiran smitast á milli manna.
Androulla Vassiliou, sem
fer með heilbrigðismál í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins, varaði fólk í gær við að ferð-
ast til Vesturheims, en dró síðar
aðeins úr orðum sínum: „Ég átti
við ráðleggingar til ferðamanna,
ekki ferðabann,“ sagði hún.
Eftirlit var einnig hert á landa-
mærum Bandaríkjanna. Barack
Obama Bandaríkjaforseti sagði
ástæðu til þess að sýna aðgát, en
þó væri engin ástæða til að fyllast
ofsahræðslu. gudsteinn@frettabladid.is
Varað við ferð-
um til Vestur-
heimslanda
Talið er að 150 manns í Mexíkó hafi látist af völd-
um svínaflensunnar sem farin er að breiðast út um
heim. Viðbúnaður hefur verið aukinn á flugvöllum.
SVÍNIN HREINSUÐ Á Taívan gripu menn til þess ráðs að sprauta sótthreinsandi efni yfir svín til að draga úr smitlíkum.
NORDICPHOTOS/AFP
Fjölmargir hafa sett sig í samband við land-
læknisembættið til að kanna hvort óhætt og
heimilt sé að fara til Mexíkó og hvort og þá
hvernig eigi að bregðast við svínainflúens-
unni sem geisar þar. Ekki hefur verið gripið
til ferðatakmarkana en heilbrigðisyfirvöld
fylgjast náið með þróuninni. Íslendingar eiga
flensulyfin Tamiflu og Relenza fyrir þriðjung
þjóðarinnar.
Steinar Orri Hafsteinsson hefur verið skipti-
nemi í Mexíkó í vetur. Hann var á ferðalagi um
síðustu helgi og segir að allir skiptinemarnir
og helmingur Mexíkóabúanna hafi verið með
öndunargrímur. Skiptinemunum var sagt frá
svínainflúensunni fyrir fjórum dögum og þá
fylgdi sögunni að inflúensubakterían gæti ekki
lifað í miklum hita. „En svo sá ég að grunur
léki á að tuttugu væru með svínainflúensuna
hér í Veracruz þannig að það er ekkert að
marka þetta með hitann,“ segir hann.
Steinar Orri fór ekki í skólann í gær, bæði
vegna inflúensunnar og vegna þess að
hann kom svo seint heim úr ferðalaginu
á sunnudagskvöldið. Hann segir þó að
skólinn sinn hafi verið opinn. Foreldrar hafi
beðið börnin að vera með grímur en margir
vilji það ekki. „Fólk er hrætt en sumir taka
ekkert mark á þessu og telja að það gangi
hratt yfir.“ Honum finnst skrítið að ganga
með öndunargrímu.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að
fylgst sé náið með þróun inflúensunnar í
samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina
og Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins.
Ekki sé fyllilega ljóst hvort heimsfaraldur
muni verða eða ekki. - ghs
HRÆÐSLA „Fólk er
hrætt,“ segir Steinar Orri
Hafsteinsson, skiptinemi
í Mexíkó.
Skrítið að vera með grímu
© GRAPHIC NEWS
SVÍNAFLENSUVARNIR
Einkenni eru meðal annars hiti, beinverkir,
nefrennsli, eymsli í hálsi, flökurleiki,
uppköst og/eða niðurgangur
Þeir sem veikjast
eiga að halda sig heima
við, fara hvorki til vinnu
né skóla og takmarka
samskipti við aðra til að
vernda þá gegn smiti
Hyljið nef og munn
þegar hnerrað er eða
hóstað. Notið hreina
pappírsklúta og hendið að notkun lokinni.
Þvoið hendur oft með
vatni og sápu, sérstaklega
eftir hnerra eða hósta.
Forðist að snerta augu,
nef og munn því veiran
getur dreifst þannig
Forðist snertingu við aðra, þar á meðal hand-
tök. Forðist einnig fjölmenna staði, þar á meðal
sjúkrahús og heilsugæslustöðvar nema í neyð
Heimild: CDC
STJÓRNMÁL Sé litið til sögunnar þarf
ekki endilega að búast við því að
niðurstaða komist í stjórnarmynd-
unarviðræður á næstunni. Reynd-
ar eru aðstæður sérkennilegar þar
sem minnihlutastjórn fékk meiri-
hluta í kosningum í fyrsta skipti.
Síðan Viðreisnarstjórnin féll
hafa stjórnarmyndunarviðræður
skemmst tekið 10 daga. Það var
Viðeyjarstjórn Jóns Baldvins og
Davíðs sem mynduð var árið 1991.
Í því tilliti er ekki horft til þess
þegar stjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks hélt velli í kosn-
ingum 1999 og 2003, enda sátu þær
áfram.
Þingvallastjórn Samfylkingar
og Sjálfstæðisflokks tók til starfa
11 dögum eftir kosningar, en áður
höfðu fyrrum stjórnarflokkar,
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur,
átt í viðræðum. Þeir flokkar mynd-
uðu hins vegar stjórn 15 dögum
eftir alþingiskosningar 1995.
Lengstan tíma tók að mynda
stjórnirnar 1978 og 1979, 67 daga í
bæði skiptin. Þá var farið að ræða
um stjórnarkreppu, sem og árið
1987, en þá tóku viðræður 43 daga.
Hins vegar tók 33 daga að mynda
stjórnirnar 1983 og 1971.
Líkt og áður segir eru aðstæð-
ur mjög óvenjulegar nú; minni-
hlutastjórn fær meirihluta. Þó að
stjórnin hafi haldið velli ber að
geta þess að ekki var gerður eigin-
legur stjórnarsáttmáli þegar hún
var mynduð. - kóp
Tíu dagar lágmarkstími í stjórnarmyndun síðan Viðreisnarstjórnin féll:
Stjórnarviðræður tímafrekar
RÍKISSTJÓRN GUNNARS Gunnar Thor-
oddsen hjó á hnútinn eftir ríflega þriggja
mánaða stjórnarkreppu árið 1980.
Ólíklegt er að slíkan tíma þurfi nú.
EFNAHAGSMÁL Alls urðu 259 fyrir-
tæki gjaldþrota á fyrstu þremur
mánuðum ársins. Það eru 48 pró-
sentum fleiri gjaldþrot en á sama
tímabili í fyrra, þegar þau voru
alls 175 talsins, að því er fram
kemur á vef Hagstofu Íslands.
Alls urðu 73 fyrirtæki gjald-
þrota í janúar síðastliðnum, 88 í
febrúar og 98 í mars. Gjaldþrot-
um fjölgar því talsvert milli mán-
aða það sem af er árinu.
Í mars 2008 voru gjaldþrotin
78 talsins, og aukningin 26 pró-
sent milli ára. Í nýliðnum mars
voru flest gjaldþrotin í bygging-
arstarfsemi, en næstflest í heild-
og smásöluverslun. - bj
Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar:
Alls 259 í gjald-
þrot á árinu
KJÖRKASSINN