Fréttablaðið - 28.04.2009, Side 11

Fréttablaðið - 28.04.2009, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. apríl 2009 11 Stefnumótun og sóknaráætlun Verkefnaleiðtoginn: Sjálfsskilningur, þroski og þróun Raunhæft verkefni: Undirbúningur, framkvæmd og lúkning Verkefnaleiðtoginn: Siðfræði verkefnastjórnunar Spennandi kostur fyrir þá sem hafa áhuga á mjög hagnýtu stjórnunarnámi. Alþjóðleg vottun í verkefnastjórnun í umboði alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Skemmtilegir nemendur og heimsþekktir kennarar. Opnar starfsvettvang víða í íslensku samfélagi og um allan heim. Tveggja ára nám samhliða starfi. ÞÁTTTÖKUSKILYRÐI B.A./B.S./B.Ed. eða sambærilegt Minnst þriggja ára reynsla úr atvinnulífinu Reynsla við verkefnavinnu æskileg Upplýsingar og upplýsingatækni í verkefnum Samningar í verkefnum: Samningagerð, deilu- og áfallastjórnun Arðsemi og fjármögnun verkefna Verkefnateymi og aflfræði hópa Umsóknarfrestur er til 15. maí Þriðjudaginn 28. apríl kl. 17:00 í Námunni, sal Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7 Kynningarfundur um MEISTARANÁM Í VERKEFNASTJÓRNUN MEÐAL NÁMSEFNIS – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir út apríl 2009 15% afsláttur VOLTAREN 11,6 mg/g Gel, 100 g. 15% afsláttur NICOTINELL tyggjó, Classic og Fruit. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 4 5 8 2 8 0 4 /0 9 KVÍGINDISFELL Niðjamót Guðmundar & Þórhöllu Sunnudaginn 3.maí nk. Haukaheimilið í Hafnarfirði Klukkan 14:30. Nefndin PALESTÍNA, AP Mahmout Abbas, forseti Palestínustjórnar, segir að Palestínumenn ætli ekki að láta þröngva sér í frekari friðarviðræður. Skilyrði þess að viðræðum verði haldið áfram við nýja Ísraelsstjórn sé, að allri frek- ari landtöku á svæðum Palest- ínumanna verði tafarlaust hætt. Benjamin Netanjahú, sem tók við embætti forsætisráðherra Ísraels nýverið, hefur verið dygg- ur stuðningsmaður þess að Ísra- elar leggi undir sig meira land á herteknu svæðunum. Meðal annars standa yfir nýbyggingar í Austur-Jerúsalem, sem Palestínumenn vilja að verði höfuðborg væntanlegs ríkis þeirra. - gb Forseti Palestínustjórnar: Engar viðræður undir þrýstingi MAHMOUD ABBAS Refsiaðgerðir áfram Utanríkisráðherrar Evrópusambands- landanna 27 samþykktu í gær að framlengja um eitt ár refsiaðgerðir gegn herforingjastjórninni í Búrma (Myanmar). Þrýst er á Búrmastjórn að grípa til aðgerða sem auki trú manna á að áformaðar þingkosningar árið 2010 verði sanngjarnar og að öllum þjóðfélagshópum verði tryggður réttur til að taka þátt í þeim. BÚRMA HEILBRIGÐISMÁL Landspítalinn hefur ákveðið að hætta að vera með lækni á vakt fyrir neyðarbíl til að fara af stað ef sjúkraflutn- ingamenn í útkalli telja sig þurfa á lækni að halda. Þessi ákvörðun tekur gildi 1. maí. Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á slysa- og bráðasviði, segir að spítalinn hafi ekki haft nægilega marga hæfa lækna til að sinna þessu um nokkurt skeið. „Reynslan hefur sýnt að það er ekki þörf á þessu og svo höfum við ekki haft á nægilega mörg- um að skipa með þessa þjálfun. Við erum að breyta þessum mála- flokki,“ segir hann. - ghs Landspítalinn sker niður: Enginn læknir með neyðarbíl

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.