Fréttablaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 12
12 28. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 21 Velta: 81 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 219 -0,82% 641 -0,98% MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM.M +2,08% BAKKAVÖR +0,88% MESTA LÆKKUN MAREL -3,43% ÖSSUR -1,32% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,30 +0,00% ... Atlantic Airways 173,50 +0,00% ... Atlantic Petroleum 251,00 +0,00% ... Bakkavör 1,15 +0,88% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 120,00 +0,00% ... Icelandair Group 5,00 +0,00% ... Marel Food Systems 46,40 -3,43% ... Össur 89,60 -1,32% Nóbell við skál … pissuskál Paul Krugman, prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum og handhafi Nóbelsverðlaun- anna í hagfræði í fyrra, hefur endrum og eins tjáð sig um stöðu íslensks efnahagslífs í dálkum sínum og á bloggi sem hann heldur úti hjá bandaríska stórblaðinu New York Times. Nýjasta færsla hans er frá sjónarhóli hins eineygða, sem rak augað í myndir af útrásarvíkingunum, sem finna má í hlandskálum á karlasalerni skemmti- og tónleikastaðarins Sódóma Reykjavík í miðbænum. „Skoðið þessa mynd af markaðshetjunum,“ segir Krugman og bendir á að víkingarnir hafi fengið nýtt hlutverk … Rætt um skuldastöðuna Og meira um hagfræði og markaðshetjur en staða þjóðarbúsins eftir efnahagshrunið hér er til umfjöllunar á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag undir yfirskriftinni „Er Ísland gjaldþrota?“ Þar verður því velt upp hver raun- veruleg staða þjóðarbúsins er, hvort við þurfum að greiða alla þær skuldir sem tíndar hafa verið til og hvort greiðslugeta sé fyrir hendi. Miðað við hvernig umræðan hefur þróast upp á síð- kastið má reyndar ætla að spurningin heyri frekar til heimspeki eða álíka fræða. Framsögumenn eru ekki af verri end- anum en þeir tengjast hruninu með óbeinum hætti. Það eru þeir Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi efnahags- ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Haraldur L. Haraldsson, framkvæmdastjóri Nýsis, en félagið stóð að byggingu tónlistar- hússins í Reykjavík. Peningaskápur ... PAUL KRUGMAN „Við erum nokkuð bjartsýn á árið,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjóns- son, forstjóri Saga Capital. Fjár- festingarbankinn tapaði tæpum 3,7 milljörðum króna í fyrra. Það kemur til viðbótar 824,7 milljóna tapi frá fyrra ári. Bjartsýnina byggir Þorvald- ur á vísbendingum um bata efna- hagslífsins, auk góðrar verk- efnastöðu í fyrirtækjaráðgjöf og yfirburðastöðu bankans í frum- útboðum skuldabréfa það sem af er ári. „Auk þess er bankinn með trygga fjármögnun til 2015 og við höfum skrif- að eignasafn okkar verulega niður og frekari áfalla því vart að vænta.“ Þ á mu n a r um samning bankans vegna endurhverfra viðskipta við Seðlabankann upp á nítján milljarða króna. Þrjátíu prósent fjárhæðarinnar, mismunur á milli núvirðis og lánakjara á almennum markaði, er færður til tekna í efna- hagsreikningi. Einn milljarður gjaldfærist vegna þessa á ári í sjö ár. Þorvaldur segir það ekki þung- an bagga þótt upphæðin sé há. Eigið fé bankans nam 9,8 millj- örðum króna í lok síðasta árs og eignir námu þrjátíu milljörðum. Til marks um áhrif hrunsins stóð eiginfjárhlutfallið í 54 prósentum á fyrstu níu mánuðum síðasta árs en var komið í fimmtán prósent við árslok. - jab Tapaði 3,7 milljörðum króna Forstjóri Saga Capital sér glitta í vísbendingar um batamerki í efnahagslífinu. ÞORVALDUR LÚÐ- VÍK SIGURJÓNSSON Bandaríski hagfræðing- urinn dr. Nouriel Rou- bini segir efnahagshvata bandarískra stjórnvalda hafa jákvæð áhrif á þar- lent hagkerfi og muni það skila sér í hægfara hag- vexti snemma á næsta ári. Hann telur ólíklegt að til sólar sjái í Evrópu og Japan fyrr en undir lok næsta árs. Roubini sagði, í samtali við bandaríska dagblað- ið Washington Post um helgina, batamerkin þau að dreg- ið hafi úr samdráttarhraðanum vestra og muni hagvöxtur verða jákvæður um hálft prósentustig á næsta ári. Atvinnulíf muni hins vegar taka síðar við sér og því verði botninum ekki náð fyrr en í síðasta lagi um mitt næsta ár. Roubini, sem er próf- essor í hagfræði við New York University í Banda- ríkjunum, fékk viður- nefnið Herra Dómsdag- ur fyrir tæpum þremur árum þegar hann lýsti því yfir á fundi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins að kreppa væri í aðsigi. Hann skaust upp á stjörnuhim- ininn þegar spádómar hans gengu að mörgu leyti eftir í hittiðfyrra en til marks um það var hann einn af eftirsóttustu ræðumönnum á ársfundi Alþjóða- efnahagsráðsins í Davos í Sviss í janúarlok. - jab Efnahagshvatar skila sér í batamerkjum NOURIEL ROUBINI Herra Dómsdagur er bjartsýnni nú en oft áður um horfur í efnahagslífinu. Netvæddir viðskiptavinir Nýja Kaupþings sem eru með aðgang að netbanka fá nú öll yfirlit frá bankanum send rafrænt til sín. Þeir geta enn fremur óskað eftir því að fá yfirlit um kreditkorta- reikninga Visa og MasterCard, um lífeyri og greiðsluseðla með sama hætti og afþakkað að fá þau heim með gamla laginu. Öll yfirlit verða geymd í netbankanum í sjö ár. Talsverður sparnaður fæst með netvæðingu sem þessari en áætl- að er að hann geti numið hátt í tíu þúsund krónum á ári. Kaupþing segir í tilkynningu framtakið vera lið í þeirri stefnu bankans að verða umhverfisvænn. - jab Öll yfirlitin í netbankann Nýherji hagnaðist um 2,6 millj- ónir króna á fyrsta fjórðungi árs- ins samanborið við 208,8 milljóna króna tap fyrir ári. Hagnaður sást reyndar ekki í bókum Nýherja á öllu síðasta ári. Seld vara og þjónusta á tíma- bilinu nam tæpum 3,6 milljörðum króna, sem er sambærilegt og á fyrri fjórðungum í fyrra. Þá dró verulega úr fjármagnsgjöldum og rekstrarkostnaði miðað við síðasta fjórðung. Haft er eftir Þórði Sverrissyni forstjóra að betri afkomu megi þakka hagræðingaraðgerðum sem gripið hafi verið til í því markmiði að lækka rekstrarkostnað á sama tíma og eftirspurn eftir þjónustu fyrir viðskiptahugbúnað, lausnir og ráðgjöf dregists saman. Starfs- fólki hafi verið fækkað um um rúm þrettán prósent og laun lækkuð um tíu prósent. - jab Hagnaður hjá Nýherja Alþjóðlegir fjármálamark- aðir smituðust hastarlega af svínaflensunni frá Mexíkó í gær. Ferðaiðnaður fór verst út úr veikinni á meðan lyfjageirinn fagnaði. Svínaflensan frá Mexíkó hafði talsverð áhrif á alþjóðlega mark- aði í gær. Fjárfestar telja líkur á að flensan, sem talin er hafa dregið rúmlega hundrað manns til dauða í Mexíkó og sýkt um fjögur hundruð þar og í Bandaríkjunum, geti vald- ið samdrætti í ferðamannaiðnaði. Þetta kom harkalega niður á gengi hlutabréfa í flugfélögum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu víða um heim. Þar á meðal féll gengi bréfa í bandarísku flugrekstr- arsamstæðunni AMR, sem FL Group (nú Stoðir) átti stóran hlut í árið 2007, um rúm ellefu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og var svipaða sögu að segja um önnur félög í ferðaþjónustu. Fyrirtæk- in hafa ekki átt verri dag síðan hryðjuverkin voru framin í Banda- ríkjunum 11. september 2001. Matvælageirinn fór ekki var- hluta af þróun mála en gengi hluta- bréfa nokkurra umsvifamikilla fyrirtækja í kjötiðnaði, svo sem Smithfield Foods og Tyson Foods, féll um allt að tíu prósent í Banda- ríkjunum í gær. Verð á korni, sem svín eru alin á, lækkaði sömuleið- is nokkuð en fjárfestar telja líkur á að eftirspurn eftir svínakjöti muni dragast mikið saman, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Fyrirtæki í heilbrigðis- og lyfja- geiranum voru nær þau einu sem högnuðust á flensukastinu, ekki síst þau sem framleiða andlits- grímur og gúmmíhanska. Þá áttu svissneski lyfjarisinn Roche og GlaxoSmithKlein sömuleiðis góðan dag en bæði fyrirtækin framleiða flensulyf. jonab@markadurinn.is Markaðir smitast af flensunni STAÐIÐ Í VEGI FYRIR FLENSU Læknar standa við inngang ríkisolíufélagsins Petroleos Mexicanos í gær. Heilbrigðisyfirvöld víða um heim hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að hún verði að faraldri. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150224 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (LSS), kt. 580407-1100, hefur birt viðauka við grunnlýsingu dagsett 28. október sl., vegna töku skuldabréfa til viðskipta í NASDAQ OMX Iceland hf. Viðaukann og gögn sem vitnað er til í honum er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á heimasíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga skuldabréfanna. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til viðskipta 29. apríl 2009 er 1.840.000.000 kr., heildarnafnverð flokksins eftir þá stækkun er þá 13.040.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert, í fyrsta sinn 15. febrúar 2009 og í síðasta sinn 15. febrúar 2024. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150224 og ISIN númer IS0000018869. Reykjavík, 28. apríl 2009. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Íslenski lífeyrissjóðurinn AÐALFUNDUR ÍSLENSKA LÍFEYRISSJÓÐSINS Aðalfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn miðvikudaginn 20. maí kl. 17.00 á Hilton Reykjavík Nordica, sal H&I. Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á aðalfundi Íslenska lífeyrissjóðsins. Dagskrá fundarins er skv. grein 5.3. í samþykktum Íslenska lífeyrissjóðsins. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins þurfa að berast tveimur vikum fyrir aðalfund. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á aðalfundi þurfa að berast viku fyrir aðalfund. Tillögur berist til umsjónaraðila sjóðsins Láru V. Júlíusdóttur hrl, Borgarlögmenn, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.