Fréttablaðið - 28.04.2009, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. apríl 2009 13
Upplýsingatæknifyrirtækið Teris
hefur sagt upp 34 starfsmönnum,
eða um fjórðungi starfsmanna
sinna. Uppsagnirnar koma niður á
öllum þáttum starfseminnar og hafa
sumir starfsmannanna unnið lengi
hjá fyrirtækinu. Allir starfsmenn-
irnir hafa þegar hætt störfum.
Teris sinnir upplýsingatækni-
þjónustu og sérhæfir sig í þjónustu
við fjármálafyrirtæki. Sæmundur
Sæmundsson, framkvæmdastjóri
Teris, segir að Teris hafi með upp-
sögnunum nú verið að bregðast við
hremmingum á markaðnum. Allir
viðskiptavinir fyrirtækisins séu að
draga saman seglin og skera niður
kostnað,
„Við höfum reyndar verið í
aðhaldsaðgerðum frá því í mars í
fyrra. Við sögðum upp
fimmtán starfsmönnum
í október þegar banka-
hrunið varð og fimm
starfsmönnum í sept-
ember í hugbúnaðarfyr-
irtæki sem við áttum,“
segir Sæmundur.
Allir sparisjóðir í
landinu eru viðskiptavin-
ir Teris og sér fyrirtæk-
ið um alla upplýsinga-
tækniþjónustu fyrir þá.
SPRON og Sparisjóða-
bankinn féllu í mars og
tveimur vikum síðar
yfirtók nýja Kaupþing
Sparisjóð Mýrasýslu. Við
misstum þrjá stóra viðskiptavini á
tveimur vikum. Óhjákvæmilegt var
að bregðast við því og
því miður urðum við að
segja upp svona stórum
hópi,“ segir hann.
Starfsmennirnir eru
flestir með þriggja
mánaða uppsagnar-
frest en nokkrir eru
með sex mánaða upp-
sagnarfrest. Þeir hafa
allir hætt störfum.
„Við urðum að ganga
svo langt að segja upp
fólki sem er með mjög
mikla starfsreynslu,“
segir hann.
Um 140 starfsmenn
voru hjá Teris áður en
uppsagnir komu til framkvæmda.
- ghs
Fjórðungi sagt upp hjá Teris
MISSTI ÞRJÁ VIÐSKIPTA-
VINI Upplýsingatæknifyrir-
tækið Teris hefur sagt upp
fjórðungi starfsmanna.
Teris missti þrjá stóra
viðskiptavini.
PARKET
TILBOÐ
Kærar þakkir!
Samfylkingin þakkar kjósendum sínum innilega fyrir stuðninginn. Þessi sögulegi
sigur verður okkur hvatning til að leggja okkur öll fram í baráttunni fyrir hugsjónum
jafnaðarmanna. Einnig viljum við sérstaklega þakka öflugum hópi sjálfboðaliða sem
vann ötult og óeigingjarnt starf á undanförnum vikum. Árangurinn er augljós:
Með samhentu átaki er Samfylkingin orðin stærsti stjórnmálaflokkur landsins!
www.xs.is
www.xs.is
Bandaríski bílaframleiðandinn
General Motors (GM) hefur ákveð-
ið að hætta framleiðslu á bifreiðum
af gerðinni Pontiac. Fyrirtækinu er
nauðugur einn kostur að grípa til
aðgerðanna en kraftaverk er talið
þurfa eigi að forða því frá þroti.
Fyrirtækið mun eftirleiðis ein-
beita sér að framleiðslu á fjórum
bílategundum: Chevrolet, Cadillac,
Buick og GMC. Óvíst er með fram-
leiðslu á Saab og Hummer-jeppun-
um.
Bloomberg-fréttastofan segir
stjórn bílaframleiðandans eiga fáa
vini í hópi lánardrottna enda hafi
hún reynt að fá þá til að breyta
skuldahala fyrirtækisins í tíu pró-
senta eignarhlut. Skuldirnar nema
27 milljörðum dala, jafnvirði 3.500
milljarða íslenskra króna. Ólík-
legt er að þeir séu viljugir til að
taka svo lítinn hlut í fyrirtækinu.
Skuldabreytingin þarf að ganga í
gegn áður en júnímánuður gengur
í garð, að sögn Bloomberg. - jab
FRAMLEIÐANDI Í VANDRÆÐUM General
Motors hefur þurft að endurskipuleggja
fyrirtækið til að forða því frá gjaldþroti,
svo sem með viðamiklum uppsögnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
GM kastar Pontiac
Sparisjóður Mýrasýslu (SPM)
fékk í gær heimild til greiðslu-
stöðvunar hjá Héraðsdómi Vestur-
lands til næstu þriggja vikna.
Í tilkynningu frá sparisjóðn-
um segir að stjórn sparisjóðsins
hyggist sækja um greiðslustöðv-
un fyrir sparisjóðinn og ganga til
nauðasamninga á grundvelli sam-
komulags við helstu lánardrottna
sjóðsins.
Umsjónarmaður í greiðslu-
stöðvun er Sigurður Arnalds
hæstaréttarlögmaður.
Lánardrottnum verða kynnt
drög að nauðasamningi fyrir
SPM á næstu dögum. Náist þeir
er stefnt að sameiningu spari-
sjóðsins og Nýja Kaupþings, að
því er segir í tilkynningu. - jab
SPM leitar
nauðasamninga
SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU Stjórn
sparisjóðsins hyggst sækja um greiðslu-
stöðvun fyrir sparisjóðinn og ganga til
nauðasamninga