Fréttablaðið - 28.04.2009, Qupperneq 14
14 28. apríl 2009 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Gunnlaugur Stefánsson skrifar um
álver
Það er orðið íslenskt náttúrulögmál, að ef álver er byggt í nágrenni Reykja-
víkur, þá er það hið besta mál. Sérstak-
lega mannvænt sem veitir trausta atvinnu,
umhverfisvænt af því að það mengar lítið,
búsetuvænt og styrkir afkomu þjóðarinn-
ar. En ef einhverjum dettur í hug að stað-
setja slíka verksmiðju á landsbyggðinni þá gilda
önnur viðhorf og rök. Fjölmargir höfuðborgarbúar
rísa þá upp til kröftugra mótmæla og fá skyndi-
lega útrás fyrir einstaka umhyggju sína fyrir
umhverfi og náttúru. Þá er eitthvað allt annað
betra fyrir landsbyggðarfólk en álver. En breið
samstaða virðist vera um byggingu álvers í Helgu-
vík og engin mótmæli á ferðinni. Það er mikill við-
snúningur frá háværum mótmælum margra höfuð-
borgarbúa vegna byggingar álvers á Reyðarfirði.
Engum dylst að öll álverin á suðvesturhorninu
og orkuvæðingin þeim tengd er kjölfesta þar
í atvinnulífinu. Það reyndi ég sjálfur í mínum
gamla heimabæ, Hafnarfirði, þegar álverið í
Straumsvík hóf starfsemi, sem fól í sér mikil og
jákvæð umskipti fyrir lífskjör fólks. Sömu áhrifa
erum við nú að njóta á Austurlandi með
álverinu á Reyðarfirði þrátt fyrir öfgafull-
ar hrakspár um hið gagnstæða. Suður-
nesjafólk bindur eðlilega bjartar vonir við
að fá álver sem styrkir atvinnulífið á sínu
svæði. Slíkar væntingar búa einnig með
fólkinu sem býr á Norðurlandi og engin
ástæða er til að óttast að mengun verði
meiri á Bakka en í Helguvík, Straumsvík
eða Hvalfirði. Munurinn er einvörðungu
sá, að fyrir norðan er einhæfara atvinnulíf
og búseta fólksins á þar í vök að verjast.
Traust atvinna er forgangsmál. Virkjun ork-
unnar er því grundvöllur til nýsköpunar. Bygging
og rekstur álvera hefur reynst vera raunhæfur
kostur í boði með samstarfi við erlenda fjárfesta.
Mikilvægt er að leitað sé allra leiða til að auka
fjölbreytni með hagkvæmum og umhverfisvæn-
um öðrum kostum. En þegar á reyndi þá var þetta
„eitthvað annað“ lítið meira en orðin tóm. Auð-
vitað vonum við að það geti breyst. Austfirðingar
biðu í 30 ár eftir efndum margvíslegra loforða um
stórtæka atvinnusköpun. Af þeirri reynslu verður
að læra sem hvorki Húsvíkingum né öðru lands-
byggðarfólki verður lengur boðið upp á. Það skipt-
ir máli að fólki sé ekki mismunað eftir búsetu.
Höfundur er sóknarprestur í Heydölum.
Mannvænt á höfuðborgarsvæðinu
GUNNLAUGUR
STEFÁNSSON
Nú þegar úrslit alþingiskosn-inga liggja fyrir má vel taka
undir með þeim sem sagði að eins-
leitnin á löggjafarsamkomunni
væri á undanhaldi. Meðal nýrra
þingmanna eru skáld og rithöf-
undar, hagfræðingar, þjóðfræð-
ingur, skipulagsfræðingur, mark-
aðsfræðingur, dýralæknir, bóndi,
skipstjóri, og margt fjölmiðlafólk.
Ég hefði vel getað hugsað mér iðn-
aðarmenn í þessum hópi, til dæmis
húsasmíðameistara eða múrara-
meistara. Menn sem eru að gera
hlutina, ekki markaðssetja þá, tala
um þá eða skrifa um þá, þó að það
sé að sjálfsögðu bæði gott og gagn-
legt.
Úrslit kosninganna eru rökrétt
framhald af umróti síðustu mán-
aða. Maður hlýtur að samgleðj-
ast Steingrími og Jóhönnu, hvar í
flokki sem maður stendur. Hvor-
ugt þeirra hefur stundað persónu-
legar vinsældaveiðar í sinni póli-
tík. Jóhanna, sem alltaf er sjálfri
sér samkvæm, stendur nú í stafni
þegar jafnaðarmenn ná þeim
áfanga að verða stærsti stjórn-
málaflokkur á landinu, og 43 pró-
sent þingmanna eru konur. Ekki
er lengur hægt að vísa eingöngu í
landsfeður á hátíðarstundum. Nú
er komin landsmóðir.
Ég sá Steingrím Sigfússon fyrst
fyrir mörgum árum á pólitískum
kappræðufundi í Sigtúni. Við Ingi
R. Helgason sátum saman aftast í
salnum og fylgdumst með frammi-
stöðu okkar liða. Steingrímur steig
í ræðustól og hóf mál sitt, vígreif-
ur, flóðmælskur, með hnefann
á lofti og talaði af meira offorsi
en ég hafði áður orðið vitni að.
„Hvaða maður er þetta? Er hann
galinn?“ spurði ég Inga, sem hafði
gaman af tilþrifunum hjá sínum
manni og sagði mér deili á honum.
Löngu síðar sátum við Steingrím-
ur saman í stjórn Ríkisspítalanna
í fjögur ár. Sá Steingrímur virtist
óskyldur þessum í ræðustólnum.
Málefnalegur, kurteis og hrein-
skiptinn. Einstaklega þægileg-
ur maður. Hann er enn vígreifur
í ræðustól, og finnst það greini-
lega gaman, en Hreyfingin hans er
orðin að fjölmennum og sigursæl-
um stjórnmálaflokki. Það er afrek.
Lán eða ólán
Lífið er svo skemmtilega óútreikn-
anlegt að maður getur aldrei vitað
hvort það sem hendir mann er lán
eða ólán. Dæmin um þetta eru alls
staðar í kringum mann. Uppsögn
eða ólán getur snúist upp í að vera
það besta sem fyrir mann hefur
komið og mannvirðingar eða happ
geta gert líf manns mun erfiðara
en það hefði annars orðið.
Ég er þannig ekki viss um að
útkoma Sjálfstæðisflokksins í
kosningunum sé vond fyrir flokk-
inn þegar til lengri tíma er litið.
Forystan er sterk og samhent og
flokkurinn mun endurnýjast við
að hugsa alla hluti upp á nýtt.
Frammistaða vinstri stjórnarinnar
mun þó ekki aðeins ráða miklu um
framtíð vinstri flokkanna, heldur
líka Sjálfstæðisflokksins. Allt er í
raun í umpólun á vissan hátt.
Tími umburðarlyndis
Óvissa um alla hluti hefur skap-
raunað almenningi ómælt. Það
er léttir að úrslit kosninga liggja
nú fyrir og það verður líka léttir
þegar ný ríkisstjórn tekur til
starfa, hvernig sem hún verður.
Allir stjórnmálaflokkar hljóta að
leggja sitt af mörkum til að óvissu
sé eytt á sem flestum sviðum svo
að uppbygging í einhverri mynd
geti hafist sem fyrst. Og einhvern
veginn finnst manni pólitískir
andstæðingar ekki fráhverfir því
að vinna saman þegar svona mikið
liggur við. Sumir virðast að vísu
eiga erfitt með að rykkja sér út
úr formælingahlutverkinu, en það
fer að verða gamaldags.
„Nú er tími umburðarlyndis,“
sagði Ögmundur hjá Agli, og eig-
inlega er kominn tími til að menn
þjóni lund sinni einhvern veginn
öðruvísi en með hrakyrðum um þá
sem velja aðra slóð en þeir sjálfir.
Mergjað orðfæri sem menn halda
að upphefji þá, afhjúpar oftast
minnimáttarkennd sem reynt er
að breiða yfir með því að beina
athygli umhverfisins að tilbúnum
vanköntum annarra.
Næstu mánuðir og ár skera úr
um hvernig okkur tekst að vinna
úr yfirstandandi hremmingum.
Þó að útlitið sé svart er mörgum
létt. Tilveran er einhvern veginn
meira normal. Við erum miklu
nær því sem skiptir máli þegar
allt kemur til alls. Við erum nær
jörðinni.
Það var gaman að sjá stjórn-
málaforingjana í lokaþættinum
hjá Agli. Menn voru í góðu jafn-
vægi og virtist líða vel þrátt fyrir
svefnleysi og álag. Enda heyrði ég
ekki betur en Egill kveddi þá með
orðunum: „Vor í öllum brjóstum?“
Er það ekki málið?
Með vor í brjósti
JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR
Í DAG | Niðurstöður
kosninganna
Góður árangur
Borgarahreyfingin náði góðum árangri
í alþingiskosningum um helgina og
fékk alls fjóra menn kjörna á þing.
Aðeins þrisvar á lýðveldistímanum
hafa ný framboð fengið fleiri eða jafn-
marga menn kjörna (að því frátöldu
þegar einhver fjórflokkanna hefur
boðið fram undir nýju nafni). Árið
1971 fengu Samtök frjálslyndra
og vinstri manna, undir forystu
Hannibals Valdimarssonar, fimm
menn kjörna. Árið 1983 fékk
Bandalag jafnaðarmanna,
flokkur Vilmundar Gylfa-
sonar, fjóra menn kjörna.
Sama gerði Þjóðvaki
Jóhönnu Sigurðardóttur
árið 1995.
Nýtt grasrótarmet?
Þessi þrjú framboð áttu það sam-
eiginlegt að vera klofningsframboð
undir forystu reyndra manna úr
stjórnmálum. Borgarahreyfingin sker
sig hins vegar úr að því leyti að hún er
ekki klofningsframboð, heldur sprottin
úr grasrótinni, stofnuð af fólki sem
hafði fram að því lítið komið
nálægt stjórnmálum. Besti
árangur slíks framboðs á
lýðveldistímanum fram
að þessu var í kosning-
unum 1983 þegar
Kvennalist-
inn fékk
þrjár
konur
kjörnar
á þing.
Óheppilegur samanburður
Höldum okkur við grasrótarframboðin.
Ástþóri Magnússyni er ekki fisjað
saman hvað frumlegan málflutning
snertir. Í Sjónvarpinu á sunnudag gerði
Ástþór fálæti fjölmiðla í sinn garð að
umtalsefni og kvartaði sáran yfir að
hafa ekki hlotið náð fyrir augum Egils
Helgasonar. Til að leggja áherslu á mál
sitt sturtaði Ástþór nokkrum eplum
úr poka á borð og einni appelsínu.
Eplin áttu að fyrirstilla viðtölin sem
Borgarahreyfingin fékk hjá RÚV fyrir
kosningar en appelsínan táknaði
viðtalið sem Lýðræðis-
hreyfingin fékk. Þetta var
óheppilegur gjörningur hjá
Ástþóri. Hann var jú að bera
saman epli og appelsínur.
bergsteinn@frettabladid.is
... í nýjum umbúðum
Sama góða CONDIS bragðið ...
M
innihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri hreyfing-
arinnar – græns framboðs varð meirihlutastjórn í
kosningunum á laugardag.
Skilaboðin geta vart verið skýrari. Þjóðin hefur
valið þessa tvo flokka til áframhaldandi setu í
ríkisstjórn og það hefur hún gert þrátt fyrir að ljóst sé að ágrein-
ingur ríki um veigamikil mál.
Það er á ábyrgð þeirra sem flokkana tvo leiða að skorast ekki
undan ábyrgðinni. Verkefnin sem bíða eru mörg og flókin og það
þolir enga bið að ganga til verka.
Svo virðist sem eining ríki milli stjórnarflokkanna varðandi
viðbrögð við efnahagsvandanum. Norræna húsið var fundarstað-
ur formanna flokkanna í gær og ekki að ástæðulausu því flokk-
arnir eru sammála um að hér beri að byggja upp velferðarkerfi
að norrænni fyrirmynd.
Ásteytingarsteinarnir eru þekktir, Evrópumál og stóriðja.
Meginlínurnar liggja um flokkana en eru þó ekki einhlítar því í
Samfylkingunni er talsverð andstaða við stóriðju og ýmsir þing-
menn Vinstri grænna virðast því hreint ekki andsnúnir að sækja
um aðild að Evrópusambandinu fljótt. Um þessi mál á að kjósa í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar eiga að fá að taka afstöðu til
aðildarsamnings við ESB eins og aðrar þjóðir hafa gert, meðal
annars frændur okkar og félagar í EFTA, Norðmenn. Sömuleiðis
ætti þjóðin að hafa síðasta orðið þegar kemur að stórvirkjunum
sem óhjákvæmilega raska umhverfinu verulega.
Ljóst er að í hlut þeirrar ríkisstjórnar sem sitja mun næstu
misseri kemur að taka erfiðar ákvarðanir. Ríkisstjórnarþátttaka
nú er því hreint ekki líkleg til að afla stjórnarflokkunum vin-
sælda. Verkefnin eru þung og allar ríkisstjórnir, hvaða flokkum
sem þær væru skipaðar, stæðu frammi fyrir því að taka óvin-
sælar ákvarðanir.
Í aðdraganda kosninga reyndu einkum sjálfstæðismenn, vænt-
anlega í skjóli þess hversu ólíklegt var að þeir ættu sæti í næstu
ríkisstjórn, að draga upp þá mynd að vinstri stjórn myndi hækka
skatta án þess að draga úr útgjöldum ríkisins meðan hægri stjórn
myndi ekki hækka skatta en aðeins draga úr útgjöldum ríkis-
ins.
Þetta er mikil einföldun. Ríkisfjármálin eru meðal meginverk-
efna komandi ríkisstjórnar. Hvernig sem stjórnin væri samansett
þyrfti hún að gera hvort tveggja; opna nýjar leiðir til tekjuöflunar
fyrir ríkissjóð og draga úr útgjöldum. Mikilvægt er að þjóðinni
verði sem fyrst kynntar þær leiðir sem ríkisstjórnin hyggst fara
í þeim efnum.
Komandi ríkisstjórn verður að greina þjóðinni frá markmiðum
sínum þannig að hún geti með samstilltu átaki og undir sterkri
stjórn unnið sig út úr efnahagsvandanum.
Í kosningunum síðastliðinn laugardag valdi meira en helming-
ur þjóðarinnar vinstri flokkana tvo til erfiðra verka. Því trausti
mega flokkarnir ekki bregðast með karpi um málefni sem leggja
á í dóm þjóðarinnar.
Skýrt umboð ríkisstjórnarflokkanna:
Áskorun sem ekki
má víkjast undan
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR