Fréttablaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.04.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Hin fjórtán ára Jóhanna Rakel Jónasdóttir er nýr Norðurlanda- meistari á jafnvægisslá en hún tók þátt í Norðurlandamótinu í fimleik- um sem fram fór í Svíþjóð á dög- unum. Hún byggði æfingar sínar á ballettsporum, hoppum, flikkum og heljarstökkum og féllu þær í góðan jarðveg. Fimi Jóhönnu Rakelar kemur ekki af sjálfri sér. Hún æfir með Ármanni sex sinnum í viku og að jafnaði fjóra tíma í senn. „Ég hef ekki mikinn tíma aflögu fyrir vin- ina en ég læt mig hafa það enda er góðan félagsskap að hafa í Ármanni,“ segir Jóhanna Rakel sem hefur æft fimleika síðan hún man eftir sér. „Ég byrjaði í Banda- ríkjunum en æfði svo bæði með Ármanni og Gerplu hér heima. Þá æfði ég í Rússlandi, þar sem ég var búsett með foreldrum mínum um tveggja ára skeið, og var það mikil reynsla.“ Á Norðurlandamótinu keppti Jóhanna Rakel í stökki, á tvíslá, jafnvægisslá og gólfi, en jafnvæg- issláin er hennar besta áhald. Spurð segir hún vitaskuld erfitt að halda jafnvæginu en að það komi með þrotlausum æfingum. „Svo er líka mjög mikilvægt að vera vel upplögð og vel sofin,“ bætir hún við. Jóhanna Rakel hefur sett sér háleit markmið og ætlar að reyna að ná sem lengst í fimleikaheimin- um. Hún segir flestar stelpur detta úr keppnisformi á milli sautján og tuttugu ára og má því segja að hún sé á tindi ferilsins. Hún er afskap- lega ánægð með árangur Ármanns á Norðurlandamótinu en félagið var í þriðja sæti í liðakeppninni auk þess sem Embla Jóhannesdótt- ir, liðsfélagi hennar, varð í þriðja sæti í öllum fjórum keppnisgrein- unum samanlagt. vera@frettabladid.is Langar að ná sem lengst Jóhanna Rakel Jónasdóttir úr Ármanni hlaut á dögunum titilinn Norðurlandameistari á jafnvægisslá. Árangurinn þakkar hún þrotlausum æfingum frá blautu barnsbeini og er hún hvergi nærri hætt. Jóhanna Rakel hefur æft fimleika frá því hún man eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ALÞJÓÐLEGI DANSDAGURINN er miðvikudaginn 29. apríl. Af þessu tilefni stendur Félag íslenskra listdansara fyrir danssýn- ingum í Kringlunni klukkan 15.30 og í Ráðhúsi Reykjavíkur klukk- an 17. Á sýningunum verða mörg skemmtileg dansatriði frá dans- skólum höfuðborgarsvæðisins. mikið úrval af sófum og sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti Húsgögn Mikið úrval af sófum og sófasettum - verðið kemur á óvart Svefnsófar Hornsófar Tungusófar Sófaborð Hægindasófar Stakir stólar Borðstofustólar Langar þig að breyta mataræðinu til batnaðar? Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti D.E.T. leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er í raun að breyta mataræðinu til batnaðar. Þriðjudaginn 5. maí kl. 20-22 í Heilsuhúsinu Lágmúla og mánudaginn 18. maí kl. 20-22 í Heilsuhúsinu Akureyri Verð kr. 3.500.- Upplýsingar og skráning í síma 899 5020 eða á eig@heima.is Námskeið um ræktun matjurta og kryddjurta til heimilisnota Heiður Björnsdóttir kennir hvernig rækta á grænmeti og kryddjurtir sér til gagns og ánægju. Miðvikudaginn 6. maí kl: 20-22 í Heilsuhúsinu Lágmúla Verð kr.3.500.- Námskeiðið er opið öllum en áhugasamir skrái sig á lagmuli@heilsuhusid.is eða í síma 578 0300 milli kl:10-18 alla virka daga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.