Fréttablaðið - 28.04.2009, Page 16

Fréttablaðið - 28.04.2009, Page 16
VÍSINDI Á VORDÖGUM, árleg kynning á vísindastarfsemi á Landspítala, verður 29. apríl til 7. maí. Í K-byggingu verður þessa daga sýning þar sem um 350 vísindamenn á Landspítala og samstarfsmenn þeirra kynna á rúmlega 100 veggspjöldum niðurstöður rannsókna sinna. Nánar á www.lsh.is Tímamót urðu hjá íslenska svefn- greiningarfyrirtækinu Nox Med- ical nýverið þegar svefngrein- ingarbúnaður þeirra, sem er fyrirferðaminni en áður hefur þekkst, kom á markað. Þessi nýi svefngreiningarbúnaður er nú seld- ur jafnt til notkunar á fullorðnum og börnum. Svefngreiningarbúnað- urinn hefur verið í sölu í Evrópu, en nýlega var gerður samningur við bandaríska fyrirtækið Card- inal Health um dreifingu á bún- aðnum í Bandaríkjunum. „Á árunum 1993-2006 varð til mikil þekking í svefnrannsóknar- greininni á Íslandi, en margir þeir sem koma að Nox Medical tóku þátt í uppbyggingu svefngrein- ingarfyrirtækisins Flögu á sínum tíma,“ nefnir Sveinbjörn Höskulds- son, framkvæmdastjóri Nox Med- ical, sem stofnað var árið 2006. Hann bætir við að allir starfsmenn fyrirtækisins eigi langa starfs- reynslu að baki. „Svefnsgreining er ný grein,“ útskýrir Sveinbjörn, og áréttar að það hafi ekki verið fyrr en seint á níunda áratugnum sem farið var að meðhöndla fólk með svefntruflanir að ráði. „Um fimm prósent fullorð- inna eru með kæfisvefn og allt að ellefu prósent barna eru með önd- unartengdar svefnraskanir,“ bend- ir hann á og bætir við til frekari skýringar að talað sé um að allt að 30 prósent fullorðinna upplifi svefnleysi sem vandamál. Sveinbjörn segir það algengt að fólk leiti sér ekki aðstoðar fyrr en einkenni séu farin að hafa veruleg áhrif á líf þess. Enda geri marg- ir sem eigi við svefnvandamál að stríða sér ekki grein fyrir því að þeir séu þjakaðir af kæfisvefni. „Ómeðhöndlaðar svefntruflanir geta leitt til alvarlegra sjúkdóma,“ bendir Sveinbjörn á og tiltek- ur sjúkdóma eins og hjartabilun, heilablóðfall, háþrýsting og sykur- sýki sem dæmi. „Kæfisvefn tengja flestir við hrotur,“ nefnir Sveinbjörn og útskýrir: „Í svefni slaknar á vöðvunum í hálsinum sem veld- ur þrengingu í öndunarveginum.“ Svefngreiningarbúnaðurinn getur þannig greint á hvaða stigi sjúk- dómurinn er. Úrræðið við kæfisvefni er láta að sjúklinginn sofa með öndunarvél, og í vægari tilfellum á sjúklingur kost á að nota sérstakan góm sem heldur öndunarveginum opnum. Í tilfellum barna eru hálskirtlarn- ir oftast teknir. Svefntruflanir barna geta haft alvarleg áhrif á þau. „Svefntruflanirnar geta vald- ið ýmsum hegðunarvandamálum. En algengt er að börn sem hvílast ekki eðlilega séu álitin ofvirk og með athyglisbrest,“ nefnir Svein- björn. Svefnleysið getur nefnilega dregið úr námsgetu og almenn veikindi geta farið að aukast. Búnaðurinn er hannaður með það fyrir augum að sem minnst sé af leiðslum og skynjurum, með því verða óþægindi barnsins mun minni á meðan á mælingu stendur. vala@frettabladid.is Auðveldar svefn- greiningu barna Nýtt svefngreiningartæki íslenska fyrirtækisins Nox Medical er kom- ið á markað. Tækið er fyrirferðarminna en áður hefur þekkst. Sveinbjörn með svefngreingartækið sem er komið á markað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Auglýsingasími – Mest lesið Tækið sem enginn verður var við. be by ReSound™ er nýjasta tæknibyltingin í heyrnartækjum, hönnun þeirra byggir á algerlega nýrri hugsun. Þau eru hulin í eyrunum og eru svo létt og þægileg að notandinn gleymir því að hann er með þau og aðrir taka heldur ekki eftir þeim. be by ReSound™ er algerlega nýtt úrræði fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki Algerlega ný hönnun heyrnar- tækja. be by ReSound eru vart greinanleg í eyrunum Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan Tímapantanir 534 9600 Ertu með eitthvað gott á prjónunum? Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild Rauða krossins prjóna og sauma ungbarnaföt fyrir börn í neyð. Hópurinn, sem kallast Föt sem framlag , mun hittast næst og prjóna í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11, 2. hæð, miðvikudaginn 29. apríl. kl. 15-17. Á staðnum verða prjónar, garn og gott fólk sem hittist reglulega og lætur gott af sér leiða. Velkomið er að taka með sér eigið prjónadót. Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið vinsamlega hafið samband. Kaffi á könn- unni og með því. Allar nánari upplýsingar í síma 554 6626 . Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 opið virka daga kl.10-16 sími 554 6626 kopavogur@redcross.is redcross.is/kopavogur Næstu fyrirlestrar og námskeið 28. apríl Erum við andleg og líkamleg eiturefna- úrgangs-ruslaskrímsli? Edda Björgvins leikkona 02. maí Hláturfundur Hláturkætiklúbbsins Ásta VAldimarsdóttir hláturjógakennari 05. maí Heilun - Hvað er það? Kristján Haraldsson heilsuráðgjafi 07. maí Hvað er málið með aukakílóin? Matti Ósvald heilsuráðgjafi 12. maí Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsuráðgjafi www.madurlifandi.is MISTY Gó jónusta - fagleg rá gjöf Laugavegi 178, 105 R sími 551-3366 - www.misty.is opi mán-fös 10-18, lau 10-14

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.