Fréttablaðið - 28.04.2009, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 28. apríl 2009 23
Auglýsingasími
– Mest lesið
FÓTBOLTI Tilkynnt var í gær um
þriggja ára samning Ölgerðarinn-
ar og SportFive um að efstu deild-
ir karla og kvenna muni bera nafn
Pepsi næstu þrjú árin. SportFive
á markaðsréttinn á þessum deild-
um.
Landsbankinn átti að vera aðal-
styrktaraðili deildanna í sumar
en eftir bankahrunið í haust var
ákveðið að bankinn myndi draga
sig úr samstarfinu.
„Landsbankinn tilkynnti okkur
í febrúar síðastliðnum að sam-
starfinu yrði ekki haldið áfram.
Það var því naumur tími til stefnu
enda er best að fara í svona verk-
efni að hausti til,“ sagði Geir
Þorsteinsson, formaður KSÍ, við
Fréttablaðið í gær.
„En ég er mjög ánægður með
að þessu sé nú lokið. Við áttum í
viðræðum við fleiri fyrirtæki og
ekkert þeirra lokaði á okkur. En
að lokum náðum við samkomulagi
við Ölgerðina um Pepsi-deildina
og við erum mjög ánægðir með
það.
Hann segir þó að samningur-
inn, sem var undirritaður aðeins
rúmum tveimur vikum fyrir mót,
hafi ekki verið neyðarlending.
„Langt í frá. Þeir sem sáu um
að semja fyrir hönd SportFive
voru mjög ánægðir með þennan
samning rétt eins og við. Ölgerð-
in mun leggja mikið af mörkum í
þetta samstarf.“
Hann segir að veik staða krón-
unnar hafi verið erfiðasta hindr-
unin í að finna deildunum nýjan
styrktaraðila. „Þrátt fyrir þá
slæmu stöðu tókst að finna hag-
stæðan flöt í þessu máli fyrir
bæði SportFive og okkur. Við
erum mjög ánægðir með að fá svo
sterkt og þekkt vörumerki til að
kynna okkar knattspyrnu.“ - esá
Efstu deildir karla og kvenna bera nafn Pepsi:
Ekki neyðarlending
SAMKOMULAGIÐ HANDSALAÐ Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, og
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Barcelona tekur á móti
Chelsea í fyrri leik liðanna í
undanúrslitum Meistaradeildar
Evrópu í kvöld. Íslenski lands-
liðsmaðurinn Eiður Smári Guð-
johnsen er sem kunnugt er á
mála hjá Barcelona en hann lék
lengi með Chelsea, frá 2000 til
2006.
Hann hefur lítið fengið að
spreyta sig að undanförnu með
Barcelona, sérstaklega í Meist-
aradeildinni, en þar hefur hann
lítið sem ekkert fengið að spila
í „stóru“ leikjunum. Hann kom
hins vegar inn á sem varamað-
ur í deildarleik gegn Valencia um
helgina.
Þessi lið mættust síðast í Meist-
aradeildinni árið 2006 og þá báru
Börsungar sigur úr býtum. Árið
áður hafði Chelsea hins vegar
betur og þá skoraði Eiður Smári
eitt marka Chelsea í 4-2 sigri á
Börsungum vorið 2005 á Stam-
ford Bridge.
Barcelona er eina liðið í und-
anúrslitum Meistaradeildarinn-
ar sem er ekki frá Englandi og
er það annað árið í röð sem það
gerist. Í fyrra tapaði liðið fyrir
Manchester United í undanúr-
slitum.
„Ég þekki þessa leikmenn og
hef trú á þeim. Ég hef mikla trú
á mínu liði,“ sagði Pep Guardiola,
stjóri Barcelona, í gær. „Okkur
mun ekki mistakast. Ég er sann-
færður um að við munum spila
vel í leiknum.“ - esá
Barcelona mætir Chelsea í Meistaradeildinni:
Fær Eiður tækifæri
gegn gamla félaginu?