Fréttablaðið - 12.05.2009, Page 6
6 12. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Mikið úrval af krókum
handklæðaslám
og fl .
Opið 13-18
Sími: 894 1411 / 861-7540
Norðurhella 10 Hafnarfjörður
sex saman í p
akka
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
4
58
61
0
4
/0
9
DÓMSMÁL Dómstólar eru hættir að
svipta menn ökurétti fyrir að aka
með kannabisleifar í þvagi þegar
ljóst þykir að þeir eru ekki leng-
ur undir áhrifum þess. Þrír slíkir
hæstaréttardómar féllu í síðustu
viku. Eftir sem áður eru menn
sektaðir fyrir athæfið lögum sam-
kvæmt.
Óvirkt niðurbrotsefni kannabiss,
tetrahýdrókannabínólsýra, getur
fundist í þvagi neytenda í allt að
tvær vikur, jafnvel lengur í undan-
tekningartilvikum, eftir að efnið
hverfur að fullu úr blóðinu og áhrif
þess sömuleiðis.
Lög kveða á um að ekki megi aka
bíl með ólögleg fíkniefni í blóði eða
þvagi og fallið hafa dómar bæði í
héraði og Hæstarétti þar sem
menn eru sektaðir og sviptir öku-
rétti fyrir það
eitt að mælast
með tetrahýdró-
kannabýnólsýru
í þvagi. Þetta er
nú að breytast.
Í umferðar-
lögum er und-
antekningar-
á k væði sem
segir að sleppa
meg i sv ipt-
ingu ökuréttar
„ef sérstakar málsbætur eru“ og
ökumaður hefur ekki brotaferil í
umferðinni. Hæstiréttur staðfesti
í síðustu viku þrjá dóma þar sem
þessu undanþáguákvæði er beitt.
Mennirnir þrír höfðu mælst með
niðurbrotsefnið í þvagi, en ekkert
efni í blóði.
Mönnunum þremur var eftir sem
áður gert að greiða 70 til 80 þúsund
krónur í sekt, enda er ekkert und-
anþáguákvæði sem nær til sektar-
greiðslnanna.
„Löggjöfin er of ströng að okkar
mati,“ segir Valtýr Sigurðsson rík-
issaksóknari. Fyrir réttu ári mælti
embætti ríkissaksóknara með því
við samgönguráðuneytið, sem hefur
umferðarlög á sinni könnu, að lög-
unum yrði breytt og orðið ‚þvag‘
fellt úr þeim. Málið hefur verið til
skoðunar hjá nefnd sem nú endur-
skoðar umferðarlögin.
„Þessir dómar sýna það enn
frekar að það sé æskilegt að fella
þetta orð úr lögunum,“ segir Val-
týr. Hann segir að hugsanlega hafi
menn ekki áttað sig á vandkvæð-
unum sem þessu
orðalagi fylgja þegar
lögin voru sett. „Þetta er hins
vegar orðið öllum ljóst sem eru
að vinna að þessum málum núna,“
segir hann.
„Það er góðra gjalda vert að berj-
ast gegn fíkniefnum en menn verða
nú aðeins að staldra við og skoða
hvaða aðferðum er beitt við það,“
segir Valtýr. stigur@frettabladid.is
Sekt en ekki svipting
fyrir kannabis í þvagi
Þeir sem teknir eru undir stýri með leifar af kannabisefnum í þvagi eiga ekki
lengur von á því að vera sviptir ökurétti. Þeir eru samt sektaðir um tugi þús-
unda. Breyta þarf gallaðri og of strangri löggjöfinni að mati ríkissaksóknara.
VALTÝR
SIGURÐSSON
ERTU LÖGLEGUR? Fjöldi manna hefur verið sviptur ökuleyfi fyrir það eitt að vera
með niðurbrotsefni kannabiss í þvagi sínu, en ekki undir áhrifum þess.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Í vikunni mun Hæstiréttur kveða upp dóm
í máli manns sem í héraði var sýknaður að
fullu af ákæru um akstur með kannabisleifar
í þvagi. Hann sagði niðurbrotsefnið í þvagi
sínu vera vegna óbeinna reykinga af því
að menn honum ókunnugir hefðu reykt
mikið kannabis í bílnum hans. Dómn-
um þótti ekkert fram komið í málinu sem
hrakti þessa staðhæfingu ákærða.
„Það er viðbúið að slíkum mótbárum fjölgi
mjög mikið,“ segir Valtýr, fari svo að Hæsti-
réttur fallist á þessi rök.
ÓBEINAR REYKINGAR NÆSTA ÁLITAMÁL
„Það er bara að mæta á staðinn þegar lögreglan hringir
og taka blóðsýni,“ segir Guðrún Gunnarsdóttir, verkefna-
stjóri hjá Ríkiskaupum, um nýtt útboð fyrir dómsmála-
ráðuneytið.
Auglýst er eftir meinatæknum, læknum eða öðrum
með slíka menntun til að annast sýnatökur úr öku-
mönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum
áfengis, lyfja eða fíkniefna. Læknavaktin hefur séð um
sýnatökurnar að undanförnu. Guðrún segir um að ræða
tugmilljóna króna útgjaldalið hjá lögreglunni.
„Þetta getur verið upplagt viðskiptatækifæri fyrir
hjúkrunarfræðinga, meinatækna og lækna nú þegar er
verið að segja upp víða í heilbrigðisgeiranum og minnka
yfirvinnu. Þarna gæti skapast atvinnutækifæri fyrir nokkra
sem taka saman og nýtt sprotafyrirtæki með engri yfir-
byggingu,“ bendir Guðrún á.
Í gögnum útboðsins kemur fram að þvagsýna- og
blóðsýnatökur á árinu 2009 eru heldur færri en á sama
tímabili á næstliðnum árum og að flestar sýnatökur séu
gerðar um klukkan eitt að nóttu. Langflest sýnin eru
tekin um helgar. - gar
Verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum segir gott viðskiptatækifæri í boði:
Bjóða út sýnatökur úr ökumönnum
UMERÐAREFTIRLIT Lögreglan fylgist reglulega með ástandi
ökumanna og lætur taka úr þeim sýni ef grunur er um að
þeir séu undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
SJÁVARÚTVEGUR „Margir hafa það á tilfinningunni að
nú þegar Reykjavík hefur tæmt skuldabréfabikar-
inn þá eigi að seilast í verðmæti landsbyggðarinn-
ar,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmanna-
eyja, eftir opinn fund bæjarstjórnar í gær til að ræða
áform stjórnvalda í sjávarútvegsmálum.
Þangað komu fulltrúar hagsmunaaðila í sjávarút-
vegi í Vestmannaeyjum. Meðal annars mættu full-
trúar fiskverkafólks, sjómanna, skipstjórnenda, vél-
stjóra, útgerðarmanna og fiskverkenda.
„Allir töluðu einum rómi um að fyrningarleiðin
væri feigðarflan fyrir sjávarútveginn sem einkennd-
ist af vankunnáttu þeirra sem að henni standa.“
Harðorð ályktun gegn fyrningarleiðinni var sett
saman og send Jóni Bjarnasyni, nýskipuðum sjávar-
útvegsráðherra, en Elliði segist vongóður um að hann
sjái að sér.
„Formaður verkalýðsfélags hér í bænum orðaði
þetta svona „ég hef trú á manninum þannig að ég trúi
því ekki að álíka heimska nái fram að ganga“. - jse
Opinn bæjarstjórnarfundur í Vestmannaeyjum um fyrningarleiðina:
Segja borgina vilja Eyjagóssið
ELLIÐI Á OPNUM BÆJARSTJÓRNARFUNDI Fjölmennt var á
fundi en ályktað einum rómi, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri.
MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON
Líst þér vel á nýja ríkisstjórn?
Já 46%
Nei 54%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Fylgdist þú með fyrstu um-
ferðinni í Pepsi-deildinni í
fótbolta?
Segðu skoðun þína á visir.is.
HEILBRIGÐISMÁL Staðfest tilfelli
svínaflensu (H1N1), voru alls
5.132 í 30 ríkjum í heiminum í
gær, samkvæmt upplýsingum frá
Sóttvarnastofnun ESB.
Þar á meðal eru tvö staðfest til-
felli í Noregi, tvö í Svíþjóð og eitt
í Danmörku. Staðfest dauðsföll
vegna flensunnar eru 53 talsins,
flest í Mexíkó eða 48, þrjú dauðs-
föll eru staðfest í Bandaríkjun-
um, eitt í Kanada og eitt í Kosta
Ríka. Enginn tilfelli hafa verið
greind hér á landi. Alþjóðaheil-
brigðisvöld halda óbreyttu við-
búnaðarstigi sínu enn um sinn.
Viðbúnaði hérlendis er haldið
áfram á hættustigi. - kg
Sóttvarnarstofnun ESB:
Alls 5.132 með
svínaflensu
KJÖRKASSINN