Fréttablaðið - 12.05.2009, Page 12
12 12. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Arnheiður Elísa Ingjaldsdóttir skrifar
um nýsköpun
Nú, meira en nokkurn tímann, þarf að styðja við fyrirtæki og frumkvöðla til
að standa vörð um atvinnusköpun. Fyrsta
evrópska fyrirtækjavikan, European SME
Week, verður haldin um alla Evrópu dag-
ana 6.-14. maí, en skipulagðir hafa verið
yfir þúsund viðburðir víðs vegar um álf-
una til að aðstoða og hvetja fyrirtæki og
frumkvöðla. Hápunktur vikunnar á Íslandi verð-
ur sameiginleg kynning á þjónustu stuðningsum-
hverfis nýsköpunar á Grand hóteli hinn 12. maí.
Markmið viðburðanna er að stuðla að frum-
kvöðlastarfsemi í Evrópu með því að upplýsa fyr-
irtæki og frumkvöðla um þann stuðning sem í boði
er. SME Week er skipulögð af Evrópusambandinu
en sjálfir viðburðirnir eru skipulagðir af innlend-
um fyrirtækjum, stofnunum, yfirvöldum og öðrum
úr stuðningsumhverfi fyrirtækja til að gera þá
þjónustu sem í boði er enn sýnilegri.
Helstu áherslur vikunnar eru:
Upplýsingar: Að veita upplýsingar um hvaða
þjónustu stuðningsumhverfið á Íslandi og innan
ESB býður fyrirtækjum.
Hvatning: Að hvetja fyrirtæki til að víkka sjón-
deildarhringinn og þróa og rækta viðskipti sín sem
og hvetja unga frumkvöðla til að þróa hug-
myndir sínar.
Miðlun: Að stuðla að umhverfi þar sem
fyrirtæki og frumkvöðlar geta skipst á
hugmyndum og reynslusögum.
Á Íslandi eru skipulagðir margvíslegir
viðburðir í vikunni. Í Nýsköpunarmiðstöð
Íslands fer t.d. fram útskrift og verðlauna-
afhending á frumkvöðlanámskeiði fyrir
konur er nefnist Brautargengi og opnað
verður nýtt frumkvöðlasetur í Hafnarfirði.
Útflutningsráð Íslands heldur námskeið
um hvernig beri að haga útboðsgerð í opin-
berum útboðum í Evrópu. Rannís heldur kynningu
á styrkjum til rannsóknarsamstarfs fyrirtækja
og rannsóknarstofnana sem og öðrum rannsókn-
arstyrkjum. Hápunkturinn verður svo sameigin-
leg kynning, á Grand Hóteli þann 12. maí, á þeirri
þjónustu sem frumkvöðlar og sprotafyrirtæki á
Íslandi geta nýtt sér. Þar munu Nýsköpunarmið-
stöð, Rannís, Samtök iðnaðarins og Útflutningsráð
kynna sína þjónustu ásamt Byggðastofnun, Ferða-
málastofu, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Kaup-
höllinni og fleirum. Þetta er í fyrsta skipti sem
haldin verður svo heildstæð kynning á stuðnings-
umhverfi nýsköpunar á Íslandi og standa vonir til
að þetta geti orðið árlegur viðburður.
Höfundur er verkefnastjóri
Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Stuðningsumhverfi nýsköpunar
ARNHEIÐUR ELÍSA
INGJALDSDÓTTIR
Í yfirstandandi hremmingum og úrræðaleysi hefur verið
sí streymi í fjölmiðlum af sérfræð-
ingum, innlendum og erlendum,
sem hafa skilgreint ástandið á
Íslandi og bent á lausnir. Menntun,
reynsla og orðspor þessara manna
vekur virðingu og vonir um að þeir
færi okkur skýrar línur og viðráð-
anlegan vegvísi á leiðinni fram
undan. Sumir eru svo traustvekj-
andi og vel máli farnir að óvenju-
legt hlýtur að teljast. Að minnsta
kosti hér á landi. Vandinn er sá
að þeim ber ekki saman. Við það
verða hlutirnir enn flóknari.
Í byrjun maí kom hingað til
lands heimsfrægur listamaður
með góð ráð í farteskinu. Þau lúta
ekki að efnahagskreppunni eða
Evrópusambandinu, heldur mann-
eskjunni. Okkur sjálfum. Kvik-
myndaleikstjórinn David Lynch
kom sem sagt til að kynna okkur
mátt innhverfrar íhugunar. Með
henni myndi íslenska þjóðin geta
öðlast heilbrigði, sköpunarmátt,
velmegun og frið, og upplifa fram-
farir sem erfitt væri fyrir hana
að ímynda sér í dag. Í tilkynn-
ingu kom fram að innhverf íhugun
væri einföld og auðlærð tækni sem
miðaði að því að þroska andlegt
og líkamlegt atgervi til fullnustu.
Tæknina iðkuðu menn í 20 mínút-
ur tvisvar á dag, sitjandi á stól, og
með lokuð augun.
Þjóðin tók þessu tilboði fagn-
andi, troðfyllti sal og ganga
Háskólabíós, og David Lynch kom,
sá og sigraði í sjónvarpi og öðrum
fjölmiðlum. Frægð hans hafði auð-
vitað aðdráttarafl, en maðurinn
sjálfur virtist einkar viðfelldinn,
sannfærandi og blátt áfram. Þetta
var góð heimsókn og tilboð Dav-
ids Lynch getur breytt líðan og lífi
þeirra sem taka því. Það vita þeir
sem hafa náð tökum á kyrrð í anda
og efni.
Hugræn tækni er að því leyti
eins og trúarbrögð og stjórnmála-
flokkar, að einstaklingar og þjóðir
nálgast sama fjall frá mismunandi
hliðum, en eru allir með augun á
sama tindinum. Þegar ég kynnt-
ist Sigvalda Hjálmarssyni varð
ég margs vísari. Sigvaldi var afar
merkur maður. Við sátum hvort
á móti öðru í Blaðaprenti á sínum
tíma við prófarkalestur á Vísi og
urðum ævivinir. Hann átti langan
og farsælan blaðamennsku- og rit-
stjórnarferil, var forseti Íslands-
deildar Guðspekifélagsins og í
stjórn Evrópusambands þess. Eftir
hann liggja níu bækur. Titill einn-
ar þeirra, Haf í dropa, segir meira
en mörg orð.
Sigvaldi rak hugleiðsluskóla á
heimili sínu, þar sem hann kenndi
hvernig ætti að kyrra líkamann
og síðan hugann. Markmiðið var
hljóður hugur. Skömmu áður en
hann féll frá hlustaði ég á hann
flytja fyrirlestur í húsi Guðspeki-
félagsins, og uppgötvaði allt í einu
að ég hafði af einhverjum ástæð-
um aldrei séð hann sjálfan í ræðu-
stól. Það var ógleymanlegt. Hann
talaði blaðalaust og varð allt í einu
magnað en kyrrlátt máttarvald.
Ræðan beinskeytt og innihaldsrík.
Þegar ég hitti hann á eftir, sagðist
ég alls ekki hafa gert mér grein
fyrir hver hann væri fyrr en hann
stóð þarna í ræðustólnum. Ef hann
byggi í Bandaríkjunum, væri hann
með hundruð þúsunda fylgismanna
í kringum sig.
„Þá byggi ég ekki í Bandaríkjun-
um,“ sagði Sigvaldi brosandi.
Ég man ekki hvaða ár það var
sem ég las opnuviðtal við Véstein
Lúðvíksson rithöfund í Þjóðvilj-
anum. Fyrirsögnin var „Frá sós-
íalisma til zen“ og blaðamaður-
inn hét Össur Skarphéðinsson,
ef mig misminnir ekki. Þetta
var flott viðtal og skömmu síðan
var Vésteinn beðinn um að flytja
erindi hjá Guðspekifélaginu. Hann
stóð ekki í ræðustólnum, heldur
sat á stól fyrir framan hann, talaði
blaðalaust og skipulega og hreyfði
hvorki legg né lið. Aðeins orðin
höfðu líf. Hann var beðinn um að
halda námskeið um zen-iðkun og
gerði það. Upp úr þessu varð smám
saman til hópur zen-iðkenda, sem
síðar stofnuðu eigið félag, sem nú
er orðið talsvert öflugt. Leiðbein-
andi þeirra, Jakuho Kwong-roshi,
kemur á hverju ári til Íslands til að
leiðbeina zen-félögum; roshi, merk-
ir viðurkenndur zen-meistari.
Í Lótushúsinu í Kópavogi er
kennd Raja Yoga-hugleiðsla. Þetta
er íslensk miðstöð Brama Kumaris
World Spiritual University. Henni
er stýrt af tveimur listamönnum,
Sigrúnu Olsen og Þórði Barðdal.
Brama Kumaris-miðstöðvar eru
víða um heim og njóta virðingar.
Stjórnendur eru alls staðar konur.
Margir fleiri kenna það sem
kölluð er innhverf íhugun hér á
Íslandi. Heimsókn David Lynch
hlýtur að vekja athygli á þeim
möguleikum sem Íslendingum um
allt land stendur til boða, sækist
þeir eftir hljóðum huga.
Hljóður hugur
JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR
Í DAG | Máttur andans
Ekki núna, nei
Nú hefur komið í ljós að Björgvin
G. Sigurðsson skrifaði Jóhönnu bréf
þegar hún var að velta vöngum yfir
ráðherraefnum sínum. Óskaði hann
þess að vera ekki valinn í ráðherra-
liðið, að minnsta kosti ekki strax. „Ég
sækist ekki eftir ráðherraembætti
fyrr en síðar eða þegar kominn er
botn í umræðu og uppgjör um
fjármálakreppuna“ á hann að
hafa ritað. Þetta er vel skiljan-
legt, sá sem hefur prófað að
vera viðskiptaráðherra í þessu
hruni þyrfti örugglega að vera
létt geggjaður til að setjast
aftur í ráðherrastól á
meðan fjármálafár-
viðrið er að ganga
yfir.
Eldfimt ástand í Árborg
En aðrar stjórnir eiga einnig við
óreiðu að etja. Stjórn Brunavarna
Árborgar og slökkviliðsstjóri þar eiga
í útistöðum við slökkviliðsmenn sem
einnig segja að sveitarstjórnarmenn
reyni að verja „sinn mann“ í starfi
sem í raun sé óhæfur til starfans.
Spaugsamir menn á Selfossi
eru örugglega farnir
að gantast með
að þetta hljóti
að vera eldfimt
ástand.
Ísland-Palestína
Tilkynnt var um nýju ríkisstjórnina í
Norræna húsinu sem mörgum þykir
eflaust vel við hæfi enda á þetta að
vera stjórn í anda norrænnar velferð-
ar. En það er ekki aðeins verið að
huga að nágrönnum vorum í þessum
stjórnarsáttmála. Þar segir einnig:
„Áhersla verði lögð á að byggja
upp pólitísk tengsl við heimastjórn
Palestínu og að Íslendingar styðji
sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstætt
ríki þeirra og styðji áfram Friðarráð
palestínskra og ísraelskra kvenna.“
Margir hljóta að fagna því að hin
sósíalíska taug nái lengra en til
frænda okkar sem lifa í vell-
ystingum á Norðurlöndunum.
jse@frettabladid.isS
ú leið ríkisstjórnarflokkanna að leggja aðildarumsókn
að Evrópusambandinu í dóm Alþingis er eindregið fagn-
aðarefni. Að minnsta kosti þrjá góðar ástæður eru að
baki því mati.
Í fyrsta lagi er aðildarumsókn að Evrópusambandinu
miklu stærra og merkilegra mál en að það verði gert að hefð-
bundnu reipitogi milli meirihluta og minnihluta.
Umsóknin á að vera viðfangsefni allra stjórnmálaflokka. Það
liggur klárt fyrir að afstaðan til aðildarviðræðna fer ekki nema
að hluta til eftir flokkslitum. Hún er þverpólitísk. Það er því brýn
ástæða til að knýja fram álit gjörvalls þingheims.
Í öðru lagi eiga stuðningsmenn aðildarumsóknar að gleðjast
sérstaklega yfir þessari útfærslu. Það er málstaðnum í hag að
umsóknin verði ekki eitt af verkefnum ríkisstjórnarinnar heldur
allra stuðningsmanna á Alþingi.
Ríkisstjórnin mun á næstu misserum þurfa að takast á við erf-
iðar aðgerðir, sem eru ekki líklegar til vinsælda. Það er alþekkt
að óvinsældir stjórnvalda geta smitast yfir á bestu mál. Með því
að skapa fjarlægð á milli ríkisstjórnarinnar og aðildarviðræðn-
anna er búið að minnka líkurnar á að Evrópumálin lendi í þeirri
sótthættu.
Í þriðja lagi, og kannski því mikilvægasta ef maður leyfir sér
bláeyga bjartsýni, getur afgreiðsla málsins verið fyrsta skrefið í
átt til nýrra vinnubragða á okkar ágæta Alþingi. Það er að segja
ef vel tekst til.
Þessi leið, að leggja málið í fang þingsins, er sem sagt athygl-
isverð vegna þess að í henni felst tækifæri fyrir flokkana til að
hugsa út fyrir hefðbundinn ramma átakastjórnmálanna. Þetta
er mál sem annar ríkisstjórnarflokkanna þarf að semja um við
stjórnarandstöðuna. Og það þýðir að stjórnarandstaðan þarf að
fá eitthvað fyrir sinn snúð. Það er gott.
Pólitíkin á líka að vera list málamiðlana og samstöðu. Ekki
aðeins stöðug átök og yfirgangur meirihlutavaldsins. Við sjáum
hvert sá stjórnunarstíll hefur skilað okkur.
Fyrstu viðbrögð formanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks í síðustu viku við þeim tíðindum að leitað yrði til stjórn-
arandstöðuflokkanna með aðildarumsóknina vöktu nokkra sorg í
huga. Í stað þess að fagna fréttunum og segja: gott og vel, ef það
á að leita til okkar með þetta mál hlýtur að felast í því vísbending
um aukið samráð almennt. Það er ekki aðeins hægt að láta okkur
taka þátt í að leysa erfiðu málin í samstarfi ríkisstjórnarflokk-
anna, við hljótum að fá að koma að öðrum líka.
Að sjálfsögðu stendur það fyrst og síðast upp á nýja ríkisstjórn
að innleiða slíkt bætt vinnulag. Meirihlutinn hefur valdið og
ræður hversu miklu af því hann deilir með minnihlutanum.
Ef meirihlutanum lukkast það vel, geta verið breyttir og betri
tímar fram undan í íslensku stjórnmálalífi og þar með á landinu
öllu. Við þurfum á því að halda.
Von um ný vinnubrögð:
Út fyrir
átakarammann
JÓN KALDAL SKRIFAR