Fréttablaðið - 12.05.2009, Side 24
20 12. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Fyrir tólf árum var um fátt
annað talað en skipamynd
James Cameron, Titanic.
Nú hafa stjörnur myndar-
innar sameinast um góða
gjöf.
Leanoardo DiCaprio og Kate Wins-
let ásamt leikstjóranum Cameron
hafa gefið eina farþeganum sem
komst lífs af úr slysinu, og enn er
á lífi, peningagjöf svo að viðkom-
andi geti átt áhyggjulaust ævi-
kvöld á elliheimilinu. Hin 98 ára
Millvina Dean var níu mánaða
þegar hún var um borð í Titan-
ic og það sigldi á ísjaka hinn 12.
apríl 1912. Hún man, eðli málsins
samkvæmt, lítið eftir dvöl sinni á
skipinu.
Það er ljósmyndari að nafni
Don Mullan sem á heiðurinn að
þessari fjársöfnun. Í írsku útgáf-
unni af Independent biðlaði
hann til stjarna
myndarinnar
um að leggja
sitt af mörk-
um til þess að
Dean gæti
dvalið
áfram á elliheimilinu. Hann setti
sjálfur upp sýningu með mynd-
um sínum og allur ágóðinn af sölu
verka hans rann óskertur til Mill-
vinu. Mullan skoraði í kjölfarið
á þau Winslet, DiCaprio, Camer-
on og söngkonuna Celine Dion að
leggja til sömu upphæð og hann
næði að safna til styrktar mál-
efninu. Leikararnir og leikstjór-
inn brugðust skjótt við og gáfu 30
þúsund dollara eða ríflega fjórar
milljónir íslenskra króna. Ekkert
hefur hins vegar heyrst frá Celine
Dion en hún fékk einmitt Óskarinn
fyrir lag sitt, My Heart Will Go
On, sem var flutt í myndinni með
eftirminnilegum hætti. Myndin
rakaði til sín Óskarsverðlaunum
og sló öll met í miðasölu.
Gjafmildar Titanic-stjörnur
GJAFMILD Leonardo DiCaprio og Kate Winslet hafa gefið síðasta
eftirlifanda Titanic-slyssins veglega peningagjöf. NORDICPHOTOS/GETTY
Tom Cruise hefur lýst því yfir að
hann vilji ekki feta í fótspor leikara
á borð við Arnold Schwarzenegger
og verða stjórnmálamaður. Þetta
sagði hann meðal annars í samtali
við New York Daily News. Leikar-
ar hafa margir hverjir verið ansi
pólitískir og má þar nefna Sean
Penn sem var ansi duglegur við að
senda George W. Bush tóninn. Clint
Eastwood hefur einnig beitt sér þó
nokkuð í stjórnmálum en enginn
þeirra hefur náð jafnlangt og Arn-
old. Og auðvitað Ronald Reagan.
Tom Cruise hyggst hins vegar
ekki fara inn á þessa braut. „Ég
er leikari, ekki stjórnmálamaður,
að leika er eitt af því sem ég geri
vel,“ sagði Cruise við blaðið. „Ég
hef æfingu í að leika og ég myndi
aldrei vilja fara út í stjórnmál,
mér finnst ég vera í miklu betra
starfi.“
Cruise veðjar ekki á stjórnmálin
EKKI STJÓRNMÁLAMAÐUR Smávaxni leikarinn Tom Cruise myndi aldrei fórna ferli
sínum sem leikari fyrir stjórnmálabaráttu.
KÓNGUR James Cameron
sagðist vera konungur
heimsins þegar hann
hreppti hver Óskarsverð-
launin á fætur öðrum en
hann hefur ekki gleymt
fórnarlömbum Titanic-
slyssins.
Raunveruleikasjónvarps-parið Peter Andre og Katie
Price, betur þekkt sem Jordan, eru að skilja. Þetta
kemur fram í yfirlýsingu sem umboðsfyrirtæki
þeirra sendi frá sér í gær. „Peter Andre og Katie
Price ætla að skilja eftir fjögur og hálft ár, þau hafa
bæði óskað eftir því að fjölmiðlar virði óskir þeirra
um að fá að gera upp málin í kyrrþey á þessum erf-
iðu tímum í lífi þeirra.“
Ekki er víst að breskir fjölmiðlar eigi eftir að
verða við þessum óskum því bæði Peter og Katie
hafa kosið að halda sig ekki frá kastljósi fjölmiðl-
anna. Fjölskyldulíf þeirra var meðal annars mynd-
að í raunveruleikaseríunni Katie & Peter: Stateside
en þau kynntust einmitt í öðrum raunveruleika-
þætti, I‘m a Celebrity ...Get me out of Here! Þau
fóru heldur ekki í felur með brúðkaup sitt sem þótti
með eindæmum glæsilegt og var haldið í Highclare-
kastalanum í Hampskíri. Og hafa auk þess verið
fastagestir á síðum OK og Hello.
Peter og Katie eiga tvö börn, Junior og Princess
Tiaamii. Price átti fyrir soninn Harvey með knatt-
spyrnukappanum Dwight Yorke sem síðar hefur
átt vingott við íslensku fyrirsætuna Kristrúnu Ösp
Barkardóttur.
Ekki er enn vitað hvers vegna Peter og Katie
tóku þessa ákvörðun sem kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti en breskir fjölmiðlar hafa reyndar
að undanförnu velt vöngum yfir því hvort hjóna-
band þeirra væri valt. Ástandið skánaði lítið þegar
breska blaðið The Sun birti myndir af Katie í frem-
ur annarlegu ástandi ásamt óþekktum karlmanni og
lét, að sögn sjónarvotta, vel að honum.
Jordan og Andre skilja
SKILIN Peter Andre og Katie Price, betur þekkt sem Jordan,
hafa ákveðið að skilja eftir tæplega fimm ára hjónaband. Þau
eiga tvö börn saman.
- bara lúxus
Sími: 553 2075
STAR TREK-POWER kl. 5.30, 8 og 10.40 10
X-MEN ORIGINS:WOLVERINE kl. 8 og 10.30 14
MÚMÍNÁLFARNIR(650kr.) kl. 6 - Íslenskt tal L
STATE OF PLAY kl. 10.10 12
VILLTU VINNA MILLJARÐ kl. 5.50 (500 kr.) 12
ATH! 500 kr.
POWERSÝNING
KL. 10.40
ÁLFABAKKA
KEFLAVÍK
AKUREYRI
SELFOSS
KRINGLUNNI
STAR TREK kl. 6 - 8D - 9 - 10:40D 10
STAR TREK XI kl. 5:30 - 8 - 10:40 VIP
X MEN kl. 5:40 - 8 - 10:20 14
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 6D L
OBSERVE AND REPORT kl. 8 - 10:40 16
17 AGAIN kl. 6 L
I LOVE YOU MAN kl. 8 12
THE UNBORN kl. 10:40 16
MONSTERS VS ALIENS m/ísl.tali kl. 6 L
STAR TREK XI kl. 8D - 10:30D 10
Alfreð Elíasson & Loftleiðir kl. 5:30D - 8D - 10:30D L
NEW IN TOWN kl. 6 - 8 L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 6D L
LET THE RIGHT ONE IN kl. 10:10 16
17 AGAIN kl. 8 L
Alfreð Elíasson & Loftleiðir kl. 8 L
OBSERVE AND REPORT kl. 10:20 16
STATE OF PLAY kl. 10:20 12
STAR TREK XI kl. 8 - 10:30 7
Alfreð Elíasson & Loftleiðir kl. 10 L
NEW IN TOWN kl. 8 L
Empire
“Gleymdu nafninu. Ef þú fílar
hraðskreiðan og dúndurspennandi
sumarhasar með frábærum
tæknibrellum og flottum leikurum
þá er Star Trek mynd fyrir þig!”
Tommi - kvikmyndir.is
Frá Höfundi Lost og Fringe, J.J.Abrams, kemur
STÓRMYND sem gagnrýnendur halda vart vatni yfir!
100/100
The Hollywood Reporter
100/100
Variety
100/100
“In the pop high it delivers, this is the greatest
prequel ever made.” Boston Globe
kvikmyndir.com
Morgunblaðið
STAR TREK XI kl. 8 - 10:20 7
Alfreð Elíasson & Loftleiðir kl. 8 L
CRANK 2 : HIGH VOLTAGE kl. 10:20 16
ÞRIÐJUDAGSBÍÓ
- Í DAG -
KR. 500
GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500
SÍMI 564 0000
12
14
14
16
L
L
L
L
BOAT THAT ROCKED kl. 8 - 10.10
X-MEN WOLVERINE kl. 8 - 10
DRAUMALANDIÐ kl. 6
MÚMÍNÁLFARNIR kl. 6
12
14
L
L
BOAT THAT ROCKED kl. 5.20 - 8 - 10.40
X-MEN WOLVERINE D kl. 5.40 - 8 - 10.20
X-MEN WOLVERINE LÚXUS D kl. 5.40 - 8 - 10.20
CRANK 2: HIGH VOLTAGE kl. 8 - 10.10
17 AGAIN kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10
DRAUMALANDIÐ kl. 4 - 6
MÚMÍNÁLFARNIR kl. 3.50
5%
FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR
BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI
5%
12
14
12
L
BOAT THAT ROCKED kl. 6 - 9
X-MEN WOLVERINE kl. 6.30 - 9
I LOVE YOU MAN kl. 5.40 - 8 - 10.15
DRAUMALANDIÐ kl. 6 - 8 - 10
SÍMI 530 1919
12
12
12
16
STATE OF PLAY kl.5.30 - 8 - 10.30
I LOVE YOU MAN kl. 5.40 - 8 - 10.15
FAST AND FURIOUS kl. 5.40 - 8 - 10.15
CRANK 2: HIGH VOLTAGE kl. 5.50 - 8 - 10.10
SÍMI 551 9000
VINSÆLASTA MYNDIN Í
HEIMINUM Í DAG!
ATH: Á EKKI VIÐ
UM LÚXUSSAL
ATH: Á EKKI VIÐ UM LÚXUSSAL