Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 12.05.2009, Qupperneq 30
26 12. maí 2009 ÞRIÐJUDAGUR „Við ákváðum að draga okkur út úr þessu áður en þetta myndi ganga eitthvað lengra. Þetta er ekki það sem okkur langar að gera,“ segir Rakel Magnúsdóttir söngkona sem hefur ákveðið að segja skilið við hljóm- sveitina Elektru. Hið sama á við um systur hennar, Hildi. Stúlknasveitin Elektra er ekki nema nokkurra mánaða gömul. Hún var stofnuð fyrir forkeppni Eurovision og spáðu marg- ir henni sigri þar. Það gekk ekki eftir og síðan hefur farið frekar lítið fyrir Elektru. Nýverið var þó byrjað að spila nýtt lag með sveitinni á íslenskum útvarpsstöðvum. Rakel og Hildur komu fyrst fram á sjón- arsviðið í X-Factor fyrir tveimur árum undir nafninu Hara. Þær segjast hafa notið þess að starfa með Elektru og engin leið- indi séu við skilnaðinn. „Þetta var besta niðurstaðan. Akkúrat núna ætla ég bara að fara í sumarfrí. Svo er ég með mörg plön sem er erfitt að tala um akkúrat núna,“ segir Rakel. Hún segist þó ekki vera hætt að syngja. „Ekki ef einhver vill hlusta á mig. Við erum alla vega ekki að leggja ein- hvern hljóðnema á hilluna, enda eigum við engan hljóðnema.“ Hildur segir að mikil vinna hafi fylgt því að vera í Elektru. Hún sé með fjölskyldu og í skóla og allt í kringum hljómsveitina hafi verið aukavinna. Nú breytist það. „Ég ætla bara að fara að gera eitthvað allt annað. Maður er svona að skoða heiminn núna.“ Valgeir Magnússon, umboðsmað- ur Elektru, segir að nýir meðlimir verði kynntir þegar hljómsveitin kemur fram á lokakvöldi Ungfrú Ísland hinn 22. maí næstkomandi. - hdm Hörðustu aðdáendur Eurovision- keppninnar þykja jafnan litríkir persónuleikar sem njóta þess í botn að auglýsa sig og áhugann á keppninni. En á hverri reglu eru undantekningar og Stefán Eiríks- son, lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, er ein af þeim. Hann er nefnilega forfallinn aðdáandi þessarar vinsælu söng- lagakeppni. „Jú, þetta er alveg rétt, ég held reyndar að ég sé bara eins og hver annar Íslend- ingur, hef haft áhuga á þessu frá blautu barnsbeini,“ segir Stef- án og reynist tregur í taumi, er ekki alveg viss hvort hann eigi að gangast við þessum áhuga. En fellst síðan á að ræða stuttlega um þetta áhugamál. „Það hefur reyndar aðeins dregið úr þessu á síðustu árum,“ skýtur hann inn í. En Eurovison-veislur Stefáns voru víst æði veglegar og þar var boðið upp á Eurovision-leiki og þar fram eftir götunum. Stefán segir að eitthvað minna fari fyrir slíkum samkvæmis- leikjum eftir því sem árin fær- ast yfir. „Jú, hvað eigum við að segja, núverandi staða gerir það að verkum að maður getur ekki verið með samkvæmi af þeirri stærðargráðu sem áður var.“ Hann er, venju samkvæmt, bjartsýnn á gott gengi íslenska lagsins. „Ég hef alltaf haft trölla- trú á íslensku flytjendunum og hef það líka núna, ég er fæddur bjartsýnismaður,“ segir Stefán en bætir því við að hans spár hafi aldrei gengið eftir. - fgg 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. margskonar, 6. í röð, 8. blóðhlaup, 9. tækifæri, 11. númer, 12. bragsmið- ur, 14. þótti, 16. í röð, 17. eyða, 18. sóða, 20. tvíhljóði, 21. nudda. LÓÐRÉTT 1. elds, 3. tveir eins, 4. fugl, 5. dýra- hljóð, 7. aftursæti, 10. athygli, 13. umrót, 15. þráður, 16. fjaðurmagn, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. ýmsu, 6. áb, 8. mar, 9. lag, 11. nr, 12. skáld, 14. stolt, 16. þæ, 17. sóa, 18. ata, 20. au, 21. niða. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. mm, 4. sandlóa, 5. urr, 7. baksæti, 10. gát, 13. los, 15. taug, 16. þan, 19. að. HÆTTAR Í ELEKTRA Hara-systurnar Hildur og Rakel, fremst á myndinni, eru hættar í stúlknasveitinni Elektru. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N BESTI BITINN Í BÆNUM „Ítalía er alltaf klassískur staður en sá allra besti er Hereford. Ég er mikill steikarmaður. Maður er ekki mjög duglegur að fara út að borða en þessi er svona spari.“ Böðvar Þór Eggertsson, Böddi, hárgreiðslumaður. „Við tökum þessu með stóískri ró en þetta er auðvitað ágætis vís- bending um að við höfum verið að gera góða hluti,“ segir Jónat- an Garðarsson, liðsstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Moskvu. Samtök sem kalla sig OGAE spá Íslandi öðru sætinu í sínum und- anriðli í kvöld. Í samtökunum eru allir Eurovision-klúbbarnir og þeir blaðamenn sem eru samankomnir í Moskvu til að fylgjast með Eurov- ision-keppninni. Þeir gefa atkvæði eftir hverja og eina æfingu og lag Íslands, Is it True?, hefur verið að fikra sig upp töfluna, jafnt og þétt. „En við erum búin að vera í öðru sætinu í nokkra daga,“ segir Jón- atan. Til gamans má geta þess að sömu aðilar spáðu Eurobandinu og íslenska laginu í fyrra fjórða sæti eftir síðustu æfinguna. Jónat- an upplýsir að Selmu Björnsdóttur hafi verið spáð sigri af sama fólki þegar hún söng If I had your Love en hún komst ekki áfram. Söngkonan Jóhanna Guðrún var sjálf alveg pollróleg þegar blaða- maður náði tali af henni í gær. Hún sagðist ekki hafa neina töfralausn á því að vera svona yfirveguð þrátt fyrir að bera væntingar íslensku þjóðarinnar á herðum sér. „Þetta er bara spurning um hvernig per- sónuleiki maður er; maður verð- ur bara að vera fókuseraður, ég fer snemma að sofa, drekk ekki og er bara með hugann við efnið,“ útskýrir Jóhanna Guðrún. „Og svo er ég ekki þessi stressaða týpa,“ bætir hún við. Unnusti Jóhönnu, Ólafur Ólafs- son, var í þann veginn að lenda í Moskvu þegar samtalið fór fram og söngkonan var að sjálfsögðu himinlifandi yfir því að vita af honum í salnum í kvöld. Ekki er víst að skötuhjúin fái mikinn tíma saman því í nógu er að snúast hjá Jóhönnu. Í gærkvöldi kom hún fram í sænska Eurovision-partíinu sem er tileinkað fjórmenningun- um í Abba en 35 ár eru liðin síðan söngflokkurinn sigraði í þess- ari keppni með laginu Waterloo. Jóhanna var augljósleg full sjálfs- trausts því hún hugðist syngja The Winner Takes it All. „Ég var reyndar ekkert búin að spá í titil- inn, valdi bara lagið sem ég kunni best.“ Þar að auki ætlaði Jóhanna að mæta í veislu hjá Ísraelsmönn- um þar sem hún ætlaði að syngja lag Íslendinga ásamt bakröddun- um Friðriki Ómari, Heru Björk og Ernu Hrönn. Þess má geta að Jóhanna verður tólfta í röðinni í kvöld. freyrgigja@frettabladid.is JÓHANNA GUÐRÚN: POLLRÓLEG ÞRÁTT FYRIR SPÁ UM GOTT GENGI Íslandi spáð öðru sæti í kvöld ALLT SAMKVÆMT ÁÆTLUN Allar æfingar hafa gengið vel og nú er bara að leggjast á bæn og vonast til þess að Jóhanna Guðrún verði meðal þeirra bestu á laugardagskvöldið. Hér er söngdrottningin á opnunarhátíð Eurovision-keppninnar þar sem hún klædd- ist svörtum síðkjól og vakti mikla athygli hjá fjölmiðlafólki. FRÉTTABLAÐIÐ/ALMA ÓLÍKLEGUR AÐDÁANDI Stefán Eiríksson er mikill Eurovision-aðdáandi og hafði það fyrir hefð að bjóða upp á Eurovision-leiki í Eurovision-samkvæm- um sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eurovision-óður lögreglustjóri Hara-systur hættar í Elektra VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Katrín Júlíusdóttir. 2 Ellefu. 3 Gauragangs. Leikkonan Edda Björgvinsdóttir hefur sent bréf til félags- manna í Félagi íslenskra leikara þar sem hún kvartar yfir viðtali sem birtist við hana í helgarblaði DV. Bréfið hefst á þessum orðum: „Kæru kollegar. Ég veit að þið þekkið ákaflega mörg tilfinninguna þegar þið neyðist til að fara í viðtöl við hina ýmsu prentmiðla og það er komið algjörlega aftan að ykkur, þið gerð að fíflum og niðurlægð með samhengislausum, heimsku- legum og villandi forsíðutexta og ömurlegum fyrirsögnum.“ Fyrir- sögnin á forsíðu blaðsins var „Ég varð nýlega skotin“ sem mun vera bein tilvitnun í Eddu úr viðtalinu. Það er vonandi að Edda „neyðist“ ekki til að fara í fleiri viðtöl ef hún sættir sig ekki við að eigin ummæli séu notuð í fyrirsögn. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu er Stefán Karl Stefánsson nú í hljóðveri ásamt Veigari Margeirssyni og Gísla Rún- ari Jónssyni að taka upp nýja plötu. Stefán lýsti því yfir að hann væri hættur í Latabæ en hann hyggst þó klæðast búningi Glanna glæps í Pennsylvaníu í lok júní. Þetta verð- ur þá í fyrsta skipti í meira en heilt ár síðan að hökustóri þrjóturinn og Stefán rugla saman reytum. Aðdáendur Bubba Morthens eru ekki á eitt sáttir við Eirík Hauks- son. Eiríkur var sérstakur gestur í Eurovision-þætti Idolsins og tók lagið fyrir gesti Smáralindarinnar. Ekki var um að ræða Eurovision- slagara heldur GCD-lagið Sum- arið er tíminn sem Eiríkur söng á minningartónleikum um Rúnar Júl nýverið. Bubbamenn segja augljóst að frammistaða Eiríks sýni það og sanni að það sé erfitt að feta í fótspor kóngsins, slíkir séu hæfileikar hans. - hdm, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.