Rauði fáninn - 01.02.1932, Side 3

Rauði fáninn - 01.02.1932, Side 3
i RAUÐI FÁNINN 3 Svo sem flestum er kunnugt, starf- aði fyrir skömmu í Ráðstjórnarríkj- unum skemmda- og svikoflokkur, sem keppti að því að koma óreiðu á iðnað- ar- og landbímaðarframleiðsluna og undirbúa þannig árásarstyrjöld á Ráð- stjórnarríkin.....Ungkommúnistarnir rússnesku svara þessum skenvmdar- verkum eklci aðeins með orðum, held- ur líka í verkum. — />eir sJcipuleggja ' liðsöfnuð til að auka hveitiframleiðsl- una og vinna þannig móti skemmdar- verkunum. — Á myndinni sjást ung- kommúnistarnir að ftytja hveitifram- leiðsluna. — AUir ungkommúnistar eiga að taka sér þetta: að fyrirmynd og svara árás- um andstæðinganna með starfi. Lærdómnr 4. þings S. U. K. 4. þing S. U. K. var háð á einhverj- um mestu krepputímum, sem komið hafa yfir íslands, enda voru aðal- verkefni þingsins einmitt baráttumál verkalýðsins til sjávar og sveita fyrir bættum kjörum sínum. Árið 1931 hef- ir að vísu verið mikið baráttuár fyr- ir verkalýðinn, en þó er sýnilegt, að árið 1932 verður miklu meira bar- áttuár. Hagsmunabarátta verkalýðsæsk- unnar hefir á undanförnum árum ver- ið mjög slitrótt, sem orsakast aðallega, ýmist af samtakaleysi eða of veikum samtökum. Þrátt fyrir það, að S. U. J. hafi verið farið að telja marga með- limi, þá var það ekki vaxið því að geta leitt baráttu, enda gerðu for- vígismenn þess, ungkratarnir í Reykja vík, allt sem í þeirra valdi stóð til þess að S. U. J. kæmist ekki inn á þær brautir að verða baráttusamtök verkalýðsæskunnar. Og einmitt í þeim tilgangi að varna því, klufu þeir sambandið á 3. þingi þess á Siglufirði. En 4. þingið er háð þegar sambandið, sem nú heitir Samband ungra komm- únista, hefir starfað í eitt ár. Árang- urinn af þessu starfi er mjög greini- legur, alls staðar þar sem verkalýð- urinn íslenzki hefir háð baráttu fyr- ir bættum kjörum sínum, hafa ungir síðar, og þó frekar fyr en síðar, muni heimurinn fá að sjá talfslokin, og mát það, er Iljitsch setur alheims kapi- talisma og kúgun á jörðunni í. Og mátið það mun lengi lifa“. Siggi þýddi lauslega. kommúnistar staðið fremstir og fylgt bezt eftir kröfum verkalýðsins. Enn- fremur hafa ungir kommúnistar stillt upp hagsmunakröfum verkalýðsæsk- unnar, þeir hafa barizt fyrir ungl- ingatöxtum, skipulagt ýmsa hluta verkalýðsæskunnar í fagleg samtök, svo sem sendisveina o. fl. En þeir gallar, sem einkum hafa verið á þess- ari baráttu, er að ekki hefir tekizt að fylkja nógu miklum fjölda um hana, með öðrum orðum, S. U. K. hefir ekki náð nógu mikið út til múgs- ins. Að öðru leyti hefir aðal-barátta S. U. K. ekki verið fyrir sérkröfum verkalýðsæskunnar, heldur fyrir al- mennum kröfum hins fullorðna verka- lýðs. — 4. þing markaði einmitt þá stefnubreytingu, að framvegis skuli sambandið snúa sér cskiftar að hinum sérstöku baráttumálum verkalýðsæsk- unnar. Komst þingið að þeirri niður- stöðu, að með því einu móti gæti S. U. K. orðið fært um að skipa verkalýðs- æskunni undir merld sitt til baráttu fyrir dægurkröfum sínum. Skólareglnr og nppeldissiðgæði borgaranna. Mönnum er ennþá í ferslui minni árás sú, er hafin var á skoðanafrelsi nemenda í Mentaskólanum á Akui-- eyri, þegar nemendur voru reknir hver á fætur öðrum úr skóla af þeirri einu ástæðu, að þeir voru trúir sinni eigin stétt, eftir að þeir voru komnir inn á hina borgaralegu menntabraut. Nú víkur sögunni hingað suður. Lög- reglustjórinn hérna kvað hafa haft um sig í vetur allmikinn her hvítliða, til að sitja á bæjarstjórnarfundunum, ef eitthvað óvænt bæri til tíðinda o. s. frv. og borgað þeim ríflega fyrir. Nýlega hefir það fréttst, að meðal þeirra, sem eru í þessu liði, eru skóla- piltar úr skóla, sem er undir hand- leiðslu kennslumálaráðherrans. Þetta sýnir ágæta hugmynd af uppeldissiðgæði auðborgaranna, þar sem skýrist greinilega, hvað núver- andi skólayfirvöld og leppar þess eiga við, þegar þau prédika að skólanem- endur eigi ekki að taka neinn þátt í hinni pólitísku stéttabaráttu, eða eins og kennslumálaráðherrann orðaði það nýlega í kennslustund," að nem- endur ættu ekki að taka þátt í lífs- baráttunni meðan þeir væru í skóla (sbr. skólauppsagnarræður, þar sem skólastj. lýsir yfir að nú sé nem., að fara út í lífið). Þessi atburðir sýna okkur að aðal- inntakið í skólareglum borgaranna er þetta: Ef nem. tileinka sér frelsis- hugsjónir undirstéttarinnar og tekur einhvern minnsta þátt í baráttunni fyrir veruleika þeirra, þá skal hann rekinn tafarlaust. Ef yfirstéttin, aft- ur á móti, þarf eitthvað á liðsafla að halda, jafnvel þó ekki sé önnur hætta en að verkamenn safnist saman og ryngi nokkra söngva, þá skulu nem- endur vera reiðubúnir að hjálpa lögreglunni að berja á verkamönn- um, til að þjóðfélagið hrynji ekki í rústir (!) — s. — Kyndill. Blað ung-krataklíkunnar í Reykjavík og Hafnarfirði, er nú dauð- ur saddur lífdaga. Nú hafa ung- kratarnir í hyggju að gefa tímarit í hans stað, sem að sjálfsögðu ekki getur orðið neitt æskulýðsmálgagn, og láta það heita eftir Kyndli sáluga.

x

Rauði fáninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.