Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1909, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.12.1909, Blaðsíða 1
SKINFAXI. 3. TBL. HAFNARFIEÐI, DESEMBBR 1909. I. ÁRG. Ætlunarverk ungmennafélaganna. — :o: — Ef/ii: 1. Inngangur. 2. Þjóðrækni. 3. Plöntu- rækt. 4. íþróttir og listir. 5. Bindindi. 6. Trú- rækni. 7. Frelsi. 8. Skemtanir. B. Plönturækt. I. Plöntuiæktin er, eins og svo margt ann- að, sem eg nefni í ritgerðum þessum, ekki að eins ungmennafélaga-málefni. Hún er eitt af málefnum þeim, sem alla varðar. En æskan er oft best til að byrja á því, sem nýtt er. Og skógrækt og mörg önnur jurtarækt, má heita ný hér á landi. Ungmennafélögin ættu að kenna sér og öðrum að sjá og nota fegurð og gagn ís- lensks jurtaríkis betur, en gert hefir verið. Þau ættu að læra að þekkja vel jurtagróðá landsins og láta sér þykja vænt um hann, hafa gaman af grasafræðinni, og meta þann fróðieik mikils, já meta hann meir en flestar fræðigreinir sem iærðar eru í skólum vorum. fað er bæði gagn og gaman að þekkja grösin vel. Pekking sú vekur hreinar og fagrar tilfinningar í hverju óspiltu hjarta. Hún kennir oss að una við einveruvinnu, sem svo oft er óumflýjanleg. Hún eykur þekking á heygæðum og góðri beit. Hún kennir mönnum að nota gróður landsins bæði til manneldis og heilsubóta. Hún er mjög skipuleg fræði, og venur menn á að hugsa og rita skipulega. En öllum þorra manna þykir ekkert í grasafræði varið. Peim leiðist hún meira en flestallar fræðigreinir. Já þykir hún litlu skemtilegri en „kverið" sjálft. Ekkert púður í henni, nema svo sé, að hún hjálpi til að ná góðu embættisprófi. Þá er danskan eitthvað skemtilegri! Það er þó meira að hafa grautað eitthvað í henni, en að þekkja. þessi grös! Fólk hlær, ef þekking sú er mentun kölluð. Þeir Stefán og Helgi keppa hver við annan í að rita grasafræði. Allir lirósa bókum þeirra, en leiðist að líta í þær að mun. Eru þær þó vel samdar. En í þeim er ekkert eldhúsrómana létt- meti. Heldur þykir mér nú þetta öfugur hugs- unarháttur. En hann er skelfing algengur. Og samt þykjast margir halda svo mik- ið uppá náttúrufræði, og segja sem svo: „Það er þó meiri menning í henni en i þessum guðsorðabókum og þessu sífelda- kvæðarusli. “ En grösin kæra þeir sig samt ekki um að þekkja. Er þó grasafræðin einhver sú auðlærðasta náttúrufræði; grösin altaf vifr hendina. En hluturinn er sár Þeir evu ýmist hálfvolgir, eða þá helkaldir bæði við grösin og guðræknina, Það er nú líklegt, að fólki þætti iítið tip þess koma, ef æskulýðurinn færi að eyða tómstundum sínum til að ráfa út um öll holt og móa og hanga yfir blómum. Og samt mundi það manndygðinni hollast, að taka tómstundirnar frá öllu slúðri og slóri og óþarfa ílakki og verja þeim til að skoða „liljugrös akursins," og rækta landið. Og byrji æskulýðurinn á að rækta nytsemdar- plöntur, þá er þó fremur von, að fólki þyki eitthvað í það varið. Því verður meira að segja að þykja mikið í það varið. Því undir allri góðri jurtarækt er verkleg framför

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.