Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1909, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1909, Blaðsíða 3
SKINFAXI 19 af veita, eigi jarðræktinni að fara vel fram ? Hverju eiga þeir að brenna, þegar steinkol og olía stíga hátt í verði? Óvíst er, að rafmagnið verði svo í höndum manna, að það eitt nægi til ljóss og iiita. Mun oss víst ganga seint að ná því svo og beita, að ekki þurfi mikið meira með til ijóss og hita. „Og þeir finna spáný öfl, sem gera -olíu og kol óþörf." Gott að taka því. En einn fugl í hendi er betri en tíu á tindi. Og skógræktina ættum vór að geta haft svo að segja í hendinni. Það »tti nú ekki lengur að þurfa að minna fólk á garðræktina. Mörg eru garð stæðin í hraunum, hvömmum og öðrum stöðum, sem lítt eru notaðir. far ætti að girða ótal friðarreiti handa þeim arðmestu og þolbestu matjurtum. Er það ætlunar- verk garðyrkjufræðinganna að þekkja þær, landvenja þær og útbreiða. SkrúðblómarœJct er mesta bæjarprýði. En hvað hún er orðin algeng á Norðurlöndum ! Kerlingar í sveit, sem þiggja af hrepp, prýða hús sín með blómum bæði úti og inni. Og engum þykir þetta tiltökumál. En hvað ætli yrði sagt við hreppslimina á Fróni, ef þeir íæru að prýða kofa sína með skrúð- blómum ? Ekki kostar það þó mikið, sé byrjað með lítið. Einn ferfaðmur íslenskra skrautblóma væri nóg byrjun. Helstu íslensk stór skraut- blóm tel eg: eyrarós, blágresi, gai ðabrúðu, hvönn, reynir, mjaðarjurt og burnirót. Ribsber ættu allir að rækta. íað er prýði, og það er líka gagn. í Hvammi í Land- sveit' spruttu þau ágætlega í sumar. Og eins mun víðar vera. Gleðilegt er að mörg ungmennafólög hafa þegar faliega byrjað á plönturækt. Til dæmis: Hafnarfjarðar og Reykjavíkur U. M. F. Hafnarfjarðarfélagið hefir girt stóran hraunreit eitthvað um U/2—2 dagsláttur sýnist mér. Á. tvo vegu er gripheldur og þykkur grjótgnrður, og á einn veg gaddavír. Plantað þar furu, lævirkjatré, reyni, axel- reyni, kartöflur og fleira. Virðast viðar- plönturnar efnilegar. Reykjavíkurgarðurinn erlíka hinn myndar- legasti. Munu fólagsmenn sjálfir best geta lýst þessum þrekvirkjum sínum — því þrekvirki eru það af fámennum og fátcek- um æskulýð. Er vel á vað riðið. Geri nú öll ungmennafélög eitthvað líkt. G. H. ; Ávarp frá Stórstúku íslands. Ura leið og Stórstúkuþingið árnar Ung- mennafélögum íslands allra heilla og bless- unar í störfum þeirra, vottar það þeirn al- úðlegan samhug og þakkir fyrir mikilsverð- an stuðning í bindindisbarátfunni og lýsir ánægju sinni yfir því að mega vænta ör- uggs fylgis þeirra við bindindismálið í franrtíð. Þetta kveðju ávarp vort óskum vér flutt hinum sérstöku deildum Sambandins. frettánda þing Stórstúku íslands. Reykjavík 9. júní 1909. Virðingarfylst. Jón Pálsson. Til Sambandsstjórnar Ungmennafélaga íslands. Ávarp þetta barst ritstj. „Skinfaxa" 27. f. m., og gat það því ekki komið í síðasta tbl. — Það mun óefað gleðja alla góða ungm,- félaga að sjá, að jafngamalt og gott félag og goodtemlarareglan er hér á Iandi, skuli fylgja „bernskustörfum “ vorum með at- hygli og samhug, og megum vér miklast af því, að hún skuli vænta stuðnings frá félögum vorum, ungum og lítt reyndum. Nú um þessar mundir munu goodtempl- arar sérstaklega þykjast þurfa stuðnings og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.