Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1909, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1909, Blaðsíða 6
22 SKINFAXI Þá er og hugsað um að koma á fót sundkenslu í félaginu, ef auðið er.---“ Þetta eru góðar fréttir og gleðilegar af ungu félagi. Er hér óefað rétt af stað farið í skógræktarmálinu: að vernda og bœia það, sem til er af íslenskum trjátegunduni, og gera jafnframt tilraunir með þær útlendu teg- undir, sem líklegastar eru. Á þenna hátt hafa félögin þegar á fyrsta ári gleði og á- nægju af starfl sínu, því það er meira en lítið sein kjarr og víðir vex á sumii hverju, ef friðað er. íslenskur reynir óx t. d. hjá mér í sumar liðuga 16 þml. á 21/* mánuði, og var þó gróðursettur seint í vor. Birki getur og vaxið annað eins á góðum sumr- um, og gerist, þá fljótt „fögur hlíðin.“ U. M. F. Eeykdœla í Borgarfirði er ungt fóiag og efnilegt mjög, þótt eigi telji jiað nema 40 fólaga, og skýrir „Fjórðungsblað bunnlendingafjórðungs“ frá starfi þess á þessa leið: — — — — — — Þeir hafa ráðist í 71 stórt og mikið fyrirtæki, þar sem þeir hafa reist sér ailvandað fundarhús á síðastliðnu sumri. Stendur það því sem næst á miðju svæði því, er félagið nær yfir og mun með- fram hafa verið reist þar i því skyni að gera mönnum hægari fundarsóknirnar. Húsið er 12 áln. að lengd, 8 áln. á breidd og 4 álna vegghæð. Það er úr steinsteypu, og kostaði uppkomið 1100 kr. Félagsmenn sjálfir, bæði konur og karlar, hafa unnið að húsagerðinni með kappi og áhuga t. d. öll einn dag saman í einu. Hlutaveltu hefir féiagið haldið til ágóða þessu fyrirtæki, og gaf hún af sér í hrein- ar tekjur um 300 kr. Fá hafa þeir einnig fengið land mikið hjá húsi sínu, og ætla að rækta það á ýmsa lund. Dag þann er þeir höfðu hlutaveituna, fengu þeir og um 50 kr. íyrir hestaveymslu í girðingu á landi sínu. Af öðrum framkvæmdum fél. þessa má nefna þær, að það hafði í sumar sundnám á tveímur stöðum í sveitinni, á Sturlureykj- um fyrir karlmenn, en á Kleppjárnsreykjunr fyrir kvenmenn. U. M. F. Afturelding í Mosfellssveit. Félag þetta gekk í Sambandið í sumar.- Pað var stofnað 11. apr. siðastl. með 49 meðlimum, og virðist ætla að verða gott fólag. í félagi þessu starfa tveir flokkar, glimuflokkur og sundflokkur, og hafa fé- lagsmenn (karlmennirnir) gert sundlaug v Yarmá. (Eftir skýrslu til fjórðungsstjórnar).. Félagsmenn voru í ágúst alt að því 50. („Fjórðungsbl. Sannl.fj.u) U. M. F. Máni í Hoinafirði hefir gert leikvöll allmikinn,. sléttað hann og gert að túni. H&fa þeir i hyggju að gróðursetja tré fram með hon- um á alla vegu. — Hafa félagsmenn þar sýnt mikinn dugnað og áhuga, enda þótt langur væri vegurinn fyrir suma þeirra til vinnunnar, 3gja tíma reið. („ Fjörðungsbl. Sunnl.fj. “) U. M. F. Kennaraskólans í Reykjavík er eitt þeirra þriggja félaga (U. M. F. Flensborgarskóla i Hafnar- firði og U. M. F. Gagnfræðaskólans á Akur- eyri), sem víðtækust áhrif hefir út um sveitir landsins, þar sem nemendur dreifast síðar út um land alt og starfa að hugsjón- um þeim og áhugamálum, er þá hafa hrifið mest og sterkast á námsárum þeirra, er þeir voru að búa sig undir lífið. Má þaðan mikils góðs vænta, er mentun og álvugi fara saman. U. M. F. Kennaraskólans var stofnað L fyrra haust, og vóru stofnendur 30, en við skólauppsögn 44. — Fór þar eins og á öðrum skólum þeim. er ungm.félög starfa við, að sumir nemendur vóru utanféiags og_ snerust jafnvel á móti því, og er það ilt að vita, þar eð nepiendur þess skóla eiga síð- armeir að verða alþýðufræðendur og leið-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.