Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1909, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1909, Blaðsíða 5
SKNFAXI 21 að sneiða hjá og forðast hverja þá hættu og farartálmun, er fyrir kann að verða -á hverju augnabliki? Er þá ekki eins og •öll „siðmenningin" skolist alt í einu af manna og verði eftir í bæjarmollunni langt -að baki manns — maður verður samvax- inn skíðum sínum og náttúrunni. Petta þroskar eigi að eins líkamann heldur einnig -sálina og er þjóðinni mikilsverðara, en nokkur rennir grun í. Varla mun nokkuð annað land betur lagað til skíðafars en Noregur. Eru þar bæði brekkur nögar og snjór. Frá bornsku venjumst vér skíðunum — snemma brygist krókurinn, sem verða vill, og víða í Noregi í íjallasveitunum heimtar náttúran það =sjá]f af bæði sveinum og jafnvel meyjum, að þau kunni að nota skíðin því nær jafn- snemma og fæturna. Djúpur og dúnmiúkur liggur snjórinn fyrir dyrum úti allan vetur- inn. Kemur snemma á haustin og hverfur seint á vorin. Veglaust er viða í sveitum, og verða því allir, er þurfa að fara bæjar- leið hvort heldur er karl eða kona — að fara á skíðum, því utan skíða er snjórinn í mitti. Þar alast menn svo að segja upp -á skiðum, og er það altitt að sjá 3—4 ára pilta og stúlkur leika á skíðum. Frá þeim aldri — eða þar um bil — eru sveitapiljar víða í stöðugri æfingu. Brekkurnar eru venjulega rétt undir bæjarveggnum, og alstaðar báðumegin í þröngu dölunum verða þeir að fara i skóla og úr honum á skíðum; og þeir eru á skíðum á milli kenslustund- anna, og oft er kennarinn sjálfur í farar- broddi. Og þá á sunnudagskvöldunum! Hvílík hátíð allan liðlangan veturinn, þá er æskulýður sveitarinnar mælir sér mót til að þreyta göfugan kappleik sín á milli og skemta sér, meðan dagur varir. Og stúlkurnar ei'u einnig með, en þó helst, sem áhorfendui', þótt þær kunni einnig vel að beita skíðunum, og marga góða íþrótt hafa norskar stú]kur þreytt á skíðum, þótt eigi hafi veriö í frásögur íært. Já, þannig er þá vetrarlíf æskulýðsins í mörgum norskum sveitum. Drengirnir eru eigi gamlir, er þeii vita vel, hvaða lag á að vera á góðum skíðum, hvaða skíðaefni sé best, og hvernig þeir geti snúið sér skíðabönd úr tágurn og viðjum; maður lærir að verða sjálfbjarga, verða maður eftir sínu eigin höfði eins og faðir og afi hans. Betur að þetta héldist við, og ham- ingjan geíi, að skíðafar þroskist og þrífist, á meðan menn og konur byggja Noregs dali!-------------“ Fréttir af félagsstarfi voru. -0-- U. M. F. Hrunamannahrepps i Árnessýslu kom á sundkenslu hjá sér síð- astliðið vor, og tóku allmai'gir þátt í henni. Hefir nú heyrst, að félagið ætli einnig að ]áta kenna konum sund á sumri komandi. Er þar vel á stað farið af sveitafélagi — langt frá sjó. U. M. F. Biskupstungna er nú að koma sér upp „gróðrarstöð," og ritar formaður féJagsins mér, (2. nóv.) á þessa leið: —--------------„Félagið hefir val- ið sér blett til ræktunar og aðhlynningar. Hann er rétt hjá Vatnsleysu — samkomu- stað félagsins — austan í skógarhlíð. Vaxinn er hann birki og víði og liggur vel við sól og sumri, smálækur er rétt hjá, og má veita lionum, hvert og hvar sem vill um blettinn. Félagið hefir hugsað sér að girða blett- inn, sem er rúm vallardagslátta að stærð, nú í haust. Hafa félagar þegar unnið tvær dagstundir að því, sett niður girðingastólpa o. fl. Gaddavír hefir það fengið, og verður að sjálfsögðu unnið að því að setja girð- inguna upp, svo hún verði fjárheld í vetur. Næsta vor þyrfti svo að gróðursetja i blett- inn, grisja skóginn og laga hann til. —

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.