Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1909, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.12.1909, Blaðsíða 2
18 SKINFAXI landbúnaðarinskomin. Ættu bvíungm.félögin að byrja á að rækta eitthvað. En varast ættu þau að taka oístórt svæði fyrir í einu. Það kostar of mikið. Nóg mun oítast að byrja með fáeina ferfaðma. Bæta svo við sig, þegar hagurinn batnar. II. En hvar á þá að byrja að rækta? Séu það matjurtir eða skrúðjurtir, þá er best að byrja í ræktaðri jörð. Ættu bændur að ljá dálitinn blett 1 túni eða kálgarðs- horni til þessa. Og yrðu þessir litlu gróð- urreitir æskunnar bæjarpitýði, já bæjargagn. En annars er víða hægt að fá hentuga hvamma og kima utantúns til að rækta í. Og 3umir þeirra eru að miklu leyti sjálfgirtir. Æskumenn! Byrjið þá meira eða minna að rækta smáreiti, já stórreiti helst, ef þið getið. Girðið hraungjótur og dældir, eða þá hvammaog holtabrekkur. Plantið svo alt með trjám, matjurtum eða skrúðplöntum. Verða svo reitir þessir með tímanum eins og smá, en mörg og falleg Edenslönd á hrjóstr- um landsins. Vera má, að gróður ykkar dreifi svo smátt og smátt fræjum sínum yfir hrjóstrin, svo alt grói saman í einn víð- lendan jeit,. Best ei’ að byrja með inn- lendum plöntum, t. d. birki og reyni o. fl. Nóg eru braunin víða um land. Nógar eru gjótur og hvammar, sprungur og kimar i þeim. Sumar af lautum þessum eru all- frjóar. Þær eru fullar af mittisháu blóm- gresi og burknum, og ennþá hærri björkum. Og það er eins og þessar lautir segi oss, hvernig flestar hinar lautirnar gæti orðið, ef rækt væri lögð við þær. Oft kostar lítið að girða lautir þessar. Eins er með marga aðra hvamma og dældir. Eins er með mörg nes, hvað þá eyjar og hólma. Sé þetta alt girt og ræktað, þá verður ennþá meiri gagn og fegurð í því. Eyðilegt er oft að sjá yfir gráu, skóg- lausu hraunin. Til dæmis: sum Reykja- neshraunin. Kapelluhraunið þar til dæm- is. En gái maður vel að lautunum, þá íríkkar fyrir auganu: Ótal siná skrúðgarðar eru þar mitt i eyðimörkinni. Far eru burknar og blágresi og stundum hvönn og reynir. Þar eru margar aðrar fagrar jurtir. Hugsum oss nú hveija hraungjá og lant fulia af plóntuðum trjám, ilmandi björkum og blómfögrum reyni 5—10 faðma hám. f’essir smárunnar gnæfðu svo hátt upp yfir hraunborgir og dranga, dreyfðu svo sinum dauðu laufum út yfir mosann og steinana kringum sig; jarðvegurinn yxi þáogfrjóvg- aðist, og jurtum fjölgaði þar. En svo ætti að sá þar lýtuberjum eða „rauðberjum" (vaccinium vitis idæa). Fau færu svo að klæða hraunið heldur fagur- lega. Og lyng þeirra gæfi hrauninu fall- egt vetrarklæði. Fvi lyng þetta. er grænt allan veturinn. Ber þessi vaxa í Núpasveit i N. Þingeyjarsýslu. Par fann eg þau full- þroskuð, en þó fremur smá. Fau vaxa lík- lega víðar hér á landi. Fau eru mjög al- geng í Norvegi og Svíþjóð og þykja þar allra bestu ber. Fau eru tínd og seld og eru orðin regluleg verslunarvara, einkum. í Svíþjóð. Svíar selja árlega ber út úr.landinu fyrir 2 miljónir króna, og eru það mest týtuber. Nákvæmari lýsing á berjum þess- um finst í „Flóru íslands." Ræktunarfræðingar landsins, þeir sem landssjóðsstyrk fá, og enda fleiri ættu að útvega sér ber þessi, eða fræ þeirra, frá Noregi, reyna svo að sá þeim i hraundáeldir til dæmis. Best væri að girða í kring, þótt lyngið sé ekki lostætt fónaði. Já klæð- um hraunin með týtuberjum. III. Aldrei er of oft ámálgað um skógrœkt. Allir ættu að vita það, að skógurinn vernd- ar grasgróðann, varnar ofþurki, bætir loftið og heilsuna, eflir fegurðaranda, og bytgir löndin með efnivið og eldivið. Og þótt skógar hér á landi verði seint að húsatrjám, þá ættu þeir að geta veitt mikinn eldivið síðar meir. Eða liverju eiga eftirkomendur vorir að Irenna, þegar mómýrarnar eru tæmdar, tað alt haft til áburðar — sem ekki mun

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.