Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1911, Page 1

Skinfaxi - 01.08.1911, Page 1
S&\xv$ax\. 8. TBL. HAFNARFIRÐI, ÁQÚST 1911 II. ÁRG. Kristófer Brún. 13. Kr Brún og Björnstjerne. Báðir virtu hvor annan mjög mikils, og vóru lengi góðkunningjar, enda vinir. Vóru hrifnir hvor af annars ræðum, ritum ogper- sónu. En lífsstefnur þeirra urðu ólíkar með tímanum. Báðir vóru miklirtalsmenn mann- úðar, frelsis og menningar. Og lengi vóru þeir að mestu leyti samhuga í trúarmálum. Báðir vildu samþýða menning og trú. En Björnstjerne hafnaði smátt og smátt allflest- um trúaratriðum kristindómsins, uns ekkert varð eftir nema einhver heimspekileg guðs- trú, og ef til vill einhver neisti af eilífðar- trú. Stóð þó altaf að því leyti á kristileg- um grundvelli, að hann liélt fastri trygð við kristilegan siðalœrdóm. En Brún hélt, að kristindómurinn stæði og félli með trúnni á Krist sem Guðsson og frelsara heimsins. Og er það alveg rétt. Og ótal margir vís- indamenn, bæði trúaðir og vantrúaðir, eru sannfærðir um, að svo er þessu varið. Deildu þeir, Björnsonog Brún, lengi um þetta. Ekki urðu þeir heldur sammála í stjórnmálum, og eins var með fleira. En samt matti Brún Björnson, bæði sem mann og skáld, mikiu betur en margir fínir, fluggáfaðir og sprenglærðir Norðmenn gerðu. Björnson var vissulega ekki allra Norð- manna óskabarn. Fjölmargir höfðu hann að háði, eins og áður er sagt. la. Niðurlag. Kr. Brún var lýðháskólastjóri í 27 ár. Varð síðan prestur í Kristíaniu. Og er nú búinn að vera það í 18 ár. Er auðvitað ágætur prestur. En of sjálfstæður til þess að vera við alþýðuhæfi. Auk áðurnefnds aðalrits útgaf hann fleiri rit til að verjaskoðanirsínar. Eru þau öflug. Hann er altaf hugrakkur, orðglíminn og drenglyndur í deilum. Bók samdi hann um »Syndir kirkjunnar«. Er hún dugleg og skorinorð, eins og alt sem hann ritar. Svo gaf hann út tvö tímarit í mörg ár: »For frisindet JKristendom«, og »For Kjrke og Kidtur« í 15 ár. Eru það ágæt tímarit. Tala máli kristilegr- ar menningar betur en öll tímarit, sem eg þekki. í þeim, eins og í öllum sínum ræðum og ritum, birtist Brún eins og hetja, trúvaki, spekingur, lærdómsmaður, mælskumaður, Iýðfræðari og göfugmenni. Er sá eini sjálf- stæði spekingur Norðmanna. Renna saman i sjálfstæðan og fagran straum 4 höfuð- straumar í anda hans: Grundtvigs, S. Kir- kegaards, Martensens biskups og norskutrú- vakanua. Og svo hinn fagri frumhugsjóna- straumur frá hjarta Kr. Brúns sjálfs. Aðalhugsjónir hans vóru þessar: að full- komna sjálfan sig; að efla kristilega ogþjóð- lega menning. Þær gat hann framkvæmt meistaralega. Þriðja aðalhugsjónin var að sameina Norðurlönd í sjálfstœð, samvinn- andi bræðraríki. Það gat hann ekki, þótt hann legði lífið í sölurnar. En hann var trúr í öllu og vann því sómakrans í öllu. G. H.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.