Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 6
62 SKINFAXI æðra hugsjónalíf og siðgæði. Pví þetta tvent álíta þeir með réttu hina bestu og öflugustu undirstöðusteina æskufélaganna. ug í seinasta blaði Skinfaxa höfum við sett tvö af hinum mörgu vottum þessa þakklætis. En satt er ætíð best að segja. Og skal því þegar getið þess, að allir lesendur Skinfaxa eru okkur ekki þakklátir. Því ný- lega heyrði eg mikilsvirðan æskufélaga segja það, að mörgum æskufélagsmönnum þætti nóg um kristindóms- og siðgæðismál Skin- faxa. Þykir þeim það strembið og strangt, enda barnalegt. Sé nú svona Iagaður andi að læðast inn í æskufélögin, þá líst mér illa á framtíð þeirra. Hvorki Iandrækt né íþróttir lifa lengi, ef trúaráhuginn deyr og siðgæðinu hrakar. Kenningar Skinfaxa um trúar- og siðamál vóru svo vægar og frjálslegar, að þeir sem á þeim hneyxlast, eru varla vetrarferðafærir í siðferðislegu tilliti. Vera má nú, að sögu- maður minn hafi »krítað heldur Iiðugt«. Hann um það. En, veldur ekki sá ervarir. Og það segi eg lesendunum í eitt skifti fyrir öll, að komist vantrú og léttúð inn í œsku- félagslífið og verði þar drotnandi, þá er félagslíf það verra en ekki neitt! Og þeir sem ekki vilja fylgja ráðum reyndra oggóðra æskuleiðtoga, eru ekki heldur líklegir til að fylgja öðrum framfaraforkólfum að gagni. Ótrúir í smáu verða ótrúir í stóru. Islensk- ur ungmennafélagsskapur hefir byrjað Ijóm- andi vel. Hann er eins og fagur nýgræð- ingareitur á hrjósturmel. Fulter þar af fögr- um og yndislegum blómum, og von um góða ávexti. En illgresið sé eg nú gægjast upp á stöku stað. Illgresið er áður nefnt kaldsinni gegn æðstu hugsjónum Iífsins. »En það eru bara missýningar*. Jæja, hamingj- an gefi nú, að það sé ekki annað! G. Hjaltason. i—*— BLAÐOJÖLD OG HANDRIT í Skinfaxa sendist mér eigi lengur en fram að 1. október. H. V. J Islendingasögurnar Og málið. Það hefur margsinnis verið tekið frain í ræðu og riti, hversu vér íslendingar vær- um fátækir; vera má að svo sé f raun og veru, þegar talað er um efnahag, en í bók- mentalegu tilliti erum vér flestum þjóðum auðugri. Ekki eru það þó hinar auðugu nútíma- bókmentir vorar, er varpa mestu ljósi yfir bókmentir vorar, heldur eru það hinar fornu og ágætu hetju - og höfðingja sögur vorar, það eru þær, sem útlendar þjóðir öfunda oss af og kvarta yfir því að eiga ekkert í sínum bókmentum, er jafnist á við fornritin okkar; það eru þær, sem öld eftir öld hafa varðveitt hið aflmikla og hljómríka, yndis- lega, mjúka og þíða fornmál vort, það eru þær, sem öld eftir öld hafa glætt fagrar og háleitar hugsjónir og vakið frelsis- og fram- sóknai þrá í hjörtum íslendinga og verið leið- arstjörnur mikilmenna vorra; það eru þær, sem öld eftir öld iiafa verið lesnar af þjóð- inni með áliuga og aðdáun, sem öld eftir öld hafa skemt börnun. þessa fornfræga hetju- lands. Og það eru þær, sem nú er búið að ryðja úr öndvegi bókmenta vorra að nokkru leyti, en í þeirra stað teknar útlendar einskis- nýtar manndrápa og þjófasögur, á hálfíslensku og hálfdönsku niáli. Það eru sorgleg, næstum grátleg skifti. Sumir hafa haldið því fram, að lestur forn- ritanna hefði ekki holl áhrif, síst á æskulýð- inn, en ckkert er meiri fjarstæða; þvert á móti fá U' glingarnir þarfagrar og fullkomn- ar fyrirmyndir til eftirbreytni, og sögurnar liljóta að glæða hjá þeim fagrar og háleitar hugmyndir, ættjarðarást og frelsisþrá, göfug- mensku og drenglyndi, því ísögunum fáum vér ágætar fyririnyndir í öllu þessu. Margir kaflar í sögunum kenna oss jafnvel ýms at- riði í búnaði og glæða hjá oss framalöng- un og metnað, íþróttir og hörku. En það sem þó er mest í varið er það, hversu vér

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.