Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 5
SKINFAXI 61 Gott væri að geta eflt æskufél. Þess er þörf. Hlutverk þeirra er að bæta landið og efla og manna þjóðina frá inum lægsta til ins hæsta. »Það sem þú gerir einuni af mínum minstu bræðrum, það gerir þú mér« segir meistarinn góði. Landið þarf að bæta til þess, að þjóðin geti eflst, það verður lítill vísir, er vér sáum, sem nú lifum, en inn minsti vísir getur orðið ið hæsfa tré. Vér gefum þá ef tirkomendum vorum for- dæmið. »Sá sem sáir, hann mun líka upp- skera* v.j. „Rökkurhugsanir.“ ii. Hve lítið vér íslendingar gerum að því að fást við hin alvarlegri málefni iífsins! Lífsgáturnar. Leyndardómana. Nema þá á yfirborðinu að eins. Fáir munu þeir vera, er ráðast í að rannsaka huliðsheima mannsandans eða sókna í hyldýpi sálar- lífsins. Ættum vér þó að hafa mörg skilyrði til þessa umfram aðrar þjóðir, ef vér legðum meiri rækt við gáfur vorar ög hæfileika, er standa á gömlum merg fornrar menningar, er aldrei hefir dáið út með þjóðinni. En hæfileikar sljófgast skjótt, ef eigi eru þeir notaðir, og hverfa loks með öllu. — — Mér hefir oft orðið hugsað um hæfi- leika vora, íslendinga, hvern veg þeini sé farið,áhverjum beri mest. Og niðurstaðan hefir orðið á þessa leið (undantekningar auðvitað nokkrar): Öndvegi skipar skynsemn. »Góðar gáf- ur«, og námshæfileikar eru altíðir með oss. En tilfinningalífið situr utar — í krókbekk. Þó er oft sagt, að vér ísl. sé- um tilfinningamenn miklir, fljótir til hrifni. En þar er oft enginn greinarmunur ger á »æsing« og »hrifni« i(— œsing getur verið bæði »vond og góð«, — oft sprettur hún af æsku og lífsfjöri, en oftar af hugsun- arleysi og stjórnleysi einstaklingsins —). Æsingin er eins og brotsjávarlöður, er hreykist hátt og hrífur í augnabliks ai- gleymingi, en hrifnin er þungur og iygn undirstraumur, er varir lengi, þótt oft beri lítið á, fylgir mörgum manni alla æfi og er þá dulið hreyfiafl í sálarlífi hans. Vér ísl. erum fljótir til æsinga, og því verður eigi neitað, að oft og tíðum hreyfa þær og vekja ýmsa góða hæfileika hjá oss. En sú vakning er aðeins yfirborðs- hreyfing, gengur alls eigi í djúpið og hverfur því innan skamms. — Þar er að að leita orsakarinnar til þess festaleysis og þrðttleysis, er svo mjög einkennir framkomu vora, bæði í stjórnmálum og öðrum mik- ilvægum máium. Vé.r verðuin ekki hrifnir af málefninu eða hugsjóninni, trúiun ekki á það, og svo dofnar áhuginn og deyr, þótt hann hafi blossað upp í augnabliks æsing. Oft hef eg saknað þess í ungmenna- félagsstarfinu, hve lítið »hrifnin« hefir snert hjartalífið hjá mörgum góðum og efnilegum æskunianni. Félagslífið hefir vantað þann innileika og samúð, erfylgir allri djúpri og varanlegri hrifni. Ahuginn hefir að vísu virtst allmikill, en kaldlynd skynsemi hefir stjórnað hverri hreyfingu, hverju verki. Anda ungmennafélagsskap- arins hefir gæ4t svo lítið. f>að hefir vant- að sólskinið bjarta og sumarhlýja blæinn, sem einkennir lýðháskólavakninguna. Ungmennafélagsstarfið er ekki í fyrstu röð »skynsemisstarf«. Það er hjartans og æskunnar eldnióðshrifni framkvæmd með áhuga og æskufjöri af fórnfúsuin vilja undir handleiðslu viðkvæmrar skyn- semi, er stjórnar í fullu samræmi við dýpstu og helgustu tilfinningar vorar. Til lesenda Skinfaxa. Margir eru mjög þakklátir Skinfaxa fyrir ritgerðir hans bæði stærri og smærri um ætlunarverk ungmennafélaganna og aðrar ritgerðir í þá átt, því þeim þykja þær efla

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.