Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 4
SKINFAXI o .......................---■== o S K I N F A X I —mánaðarblað U. M. F. f.—kemur út í Hafnarfirði og kostar 1 kr. árgangurinn. Útgefandi: Sambandsstjórn U. M. F. I. Ritst j órn: Helgi Valtýsson. Guðm. Hjaltason. Pantanir og blaðgjöld sendist AFGREIÐSLU „SKINFAXA“, HAFNARFIRÐI o — ' .....O sterk, djúp og innileg, yrði þjóðarhamingja og þjóðarblessun um langan aldur! Það er hlutverk ungmennafélaganna að skapa vakning þessa hér í landi! H. V. Hugleiðing um hlutverk æskufélaganna. Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, á helgast afl um heim, eins hátt og lágt má falla fyrir kraftinum þeim«. Með þessum orðum endar Jón sagnfræð- ingur ið ágæta alþýðu rit »íslenskt þjóðerni«, og þörf væri fyrir oss æskufélagana að hug- leiða þessi orð. Fallegar eru skuldbinding- ar vorar æskufél., og falleg er stefnuskrá vor í heild sinni, víst væri verk fyrir oss að reyna aö skilja stefnu vora og skuldbind- ingar. Vér skuldbindum oss til að vera bindindismenn í anda og sannleika og til þess að vinna þjóð vorri gagn eftir mætti; og ennfremur, ef >trúlaus ungmennafélög eru verri en engin félög« þá er skylda vor gagnvart trúnni ekki sú Iægsta; því vil eg segja, að enginn ætti að gerast æskufélagi, sem ekki skilur tilgang æskufél. samkvæmt stefnu þeirra og skuldbindingarskrá eða hef- ir ekki fullan áhuga til að leysa af hendi skylduverk sín gagnvart félögunuin. Ef vér skiljum ekki til fulls skuldbind- ingar vorar og höfum ekki fullan vilja á að vinna samkvæmt þeim —- með öðrum orðum skuldbindum oss til þess, er vér ekki vitum hvað er — hvað erum vér þá? Hræsn- arar, eg vænti ekki svikarar? Er þó ekki svo? Allir sem velja sér eitthvert hlutverk hverju nafni sem nefnist, hvort heldur er að iðka og efla trúrækni, æfa íþróttir yrkja landið eða stunda vísindi, þá verða þeir að gera sér grein fyrir gildi þess hlutverks, annars vita þeir ekki, fyrir hvað þeir lifa, því ómögu- legt er, að vér getum haft áhuga á því hlut- verki, er vér skiljum ekki, hvað þýðir fyrir sjálfa oss og heiminn, slíkt hlutverk viljum vér oss aðeins til að sýnast fyrir mönnum og erum því hálfvolgir hræsnarar,sem vinnum einungis fyrir almenningsálitið, en ekki af eldmóði góðra hvata, til að uppfylla skyldu vora og lögmál trúar og kærleika. Sá sem hálfvolgur vinnur sitt verk, efast um gildi þess, efast um skyldu sína gagnvart því, hon- um mtm hætta til að draga sig í hlé, eða jafnvel sinna öðru í sama mund, er honum samkvæmt skuldbindingum sínum og ytri e3a innri nauðsynjum ber öllu minni eða eng- in skylda til að sinna, livað er hann þá orð- inn? Svikari fyrir Ouði og mönnum. Æsku- félagar! reynum að vera einlægir og skilja köllun vora. Vörumst hálfvelgjuna, því hún elur hræsnina, báðar hjálpast þær aftur að því að framleiða svikin. Ljótt er að hanga aftan í þeirri lest. Ef vér erum einlægir, getur hugurinn öruggur fylgt starfinu, og »eins hátt og lágt má falla fyrir kraftinum þeim«. Skyldur vorar gagnvart trúnni cig- um vér að líkindum örðugast með að fylla, oss sem ungir erum, hættir til efasemda. Þó hygg eg, að vér getum flestir verið á það eitt sáttir, að vér ekki fáum hugsað oss fegurri eða göfugri trúarlærdóm heldur en kenningar Krists, því þá ekki að reyna að fylgja þeim? Ekki er eg nú fær til að rita um trúmál og læt því hér staðar numið, hvað það snert- ir, en fullviss er eg þess, að hefði alment meira verið gert hingað til, til þess að afla sér þekkingar á kristindóminum og breyta eftir honum, þá mundi þurfa færri lagaboð og lagabönn til þess að geta Iifað án skamm- ar heldur en nú tíðkast.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.