Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 2
58 SKINFAXI TJngmeiinaináL Skinfaxi: Starf hans og stefna. Ungmennafélagshreyfingln fslenska. Auk þessa tölublaðs »Skinfaxa« er aðeins eitt tbl. eftir, er út kemur að tilhlutan nú- verandi ritstjórnar blaðsins. Þann 1. október tekur hinn nýi sambandsstjóri við »Skinfaxa« og ritnefnd með honum. Liggur því nær að líta yfir liðinn tíma, þetta tveggja ára skeið, er Skinfaxi hefir lifað og farið milli íslenskra ungmennafélaga. Viðtökurnar út um land hafa verið mjög góðar. Ungm. félagar hafa sent blaðinu þakk- ir sínar og hlýjar kveðjur, talið það »besta blaðið* o. s. frv. Gamlir bændur skrifa og segjast hafa lesið blaðið hátt fyrir öllu lieim ■ ilisfólki sínu og þakka fyrir göfgandi og glæðandi starf þess og áhrif. Margt fleira mætti telja, en þetta nægir til að sýna hlýj- an hug yngri manna og eldri til blaðsins. Heyrt hefi eg þó aðrar raddir, örfáar. Hafa það verið ungm. félagar, er eigi hafa talið »Skinfaxa« vera þannig, er þeir æsktu, án þess þó að láta í Ijósi, hvað þeim þætti að blaðinu, og ekki hafa þeir hinir sömu ritað einn staf í blaðið til þess að bæta það og fullkomna. Hefi eg því tekið lítið mark á þeim rödduni. Sjálfur veit eg vel og finn sárt til þess, í hve mörgu og miklu blaði voru hefir verið ábótavant. Það hefir náð alt of skammt, eigi komist yfir að flytja nema lítið brot af því, er eg hafði ætlað í upphafi. Tíma mín- um og kringumstæðum hefir verið þann veg farið, að eg hefi eigi fengið tækifæri til að skrifa nema lítið eitt af því, sem mér býr í brjósti, o eg hafði ætlað að bera fram fyrir ísl. ungm.félaga. Oft hefir orðið að taka við greinum í blaðið, þótt ýmislegt kynni athugavert að vera við þær, gildi þeirra o. íl. Eg hefi þó talið skylt og rétt að flytja þær. Þær eru kveðja og boð milli félag- anna og örv og glæða félagslífið. Tengja saman. Og er það eigi minst í varið, enda eitt af aðalhlutverkum blaðsins. En það gleður mig mjög, að Skinfaxi hefir stefnt rétt frá upphafi og til þessa dags. Vil eg því til sönnunar benda á ávarp- ið til ungmennafélaganna í 1. tbl. I. árs. Er þar f fáum orðum lýst stefnu blaðsins (d: ungm. félagsskaparins hér á landi): að vekja og göfga ísl. æskulýð, styrkja hann og stœla. Að því takmarki hefir verið slefnt frá upphafi. — En leiðin er löng og torsótt mjög. — Skinfaxi hefir drepið á allflest það, er ungmennafélögin snertir, en þó alt of lítið á andlegu hliðina, vakning þá, sem er upphaf og undirrót félagsskapar vors. Þykir mér það sárast af öllu, því það er einmitt sú htiðin, sem margir góðir ungmennafé- lagar misskilja algerlega. Virðast eigi þekkja hana né kunna að meta. (sbr. 1. tbl. I. árg.) Heyrt hefi eg nýlega, að sumir forgöngu- menn vorir telji núverandi ritstjórn »Skinf.« eigi þekkja ísl. æskulýð nógu vel og eigi skilja takmark og tilgang félagsskapar vors, og mun það eiga að vera sönnun fyrir því, að »Skinf.« hafi eigi stefnt rétt í okkar hönd- um.—Eigi var mér hlátur í hug í það skifti, en þó varð eg að hlægja að þessum áburði. Eigi er eg kvellisjúkur um mannorð mitt, og eg hef—því miður verð egaðsegja— of Iítið traust og álitásjálfum mér til þessaðfylgja fram mörgu því, serr mér eflaust væri fært, — en það veit eg vel og þori að segja, að af núlifandi yngri íslendingum tel eg mig þekkja ungm.félagshreyfinguna á Norður- löndum, upptök hennar og stefnu einna best — og ísl. æskulýð víðsvegar um land á við flesta, enda er eigi fyrir þakkindi. — — — Sumir telja Skinfaxa hafa verið of kristilegan og fjalla of mikið um siðfrœðisleg málefni. Eru það furðulegar ásakanir úr þeim garði, þar sem áður hefir þrásinnis ver- ið skorað á sambandsþing að halda fast við grundvallaratriði vor d: Kristilegan grund- völl og bindindisheitið. — Eru þá þessi atriði eigi skyld trúbrögðum og siðfræði!— Og hvílík vanþekking og skilningsleysi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.