Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 7
SKINFAXI 6 3 getum fegrað málið við lestur sagnanna, ef vér gerum oss far um það. Alt fram yfir miðja síðastliðna öld vóru engar bækur lesnar eins oft og jafn alment hér á Iandi sem íslendingasögurnar og rím- ur út af fornum sögum. Allar liinar löngu skammdegiskvöldvökur sat einhver við lestur eða rimnakveðskap, en hitt heimilisfólkið sat og hlustaði á með at- hygli, jafnframt sem það hamaðist við tó- vinnuna; Nú eyðir þjóðin árlega mikilli fjárupphæð til að kaupa afarlélegar og fánýtar útlendar skáldsögur, sem óhætt er að fullyrða að hafi mjög lítið eða ekkert fræðandi, eða skáldlegt gildi, nema fáar einar, en aftur á móti hafi skaðleg og spillandi áhrif á lesendurna, sið- ferði þeirra og hugsanahátt. Allir eru nú liættir að snerta rímnabækur. Fáir gera sér rétta hugmynd um, hversu inndælt er að hlýða á, þegar vel orktar rím- ur eru kveðnar með þeirri snild, sem sum- um gömlum mönnum er lagin. Sumar rímur liafa og meistaralegt skáldskapargildi svo sem rímur eftir Sigurð Breiðfjörð, Hjáhn- ar Jónsson, Magnús Magnússon o. fl.; man- söngvarnir eru jafnvel stundum með því feg- ursta í íslenskum kveðskap. Sögurnar eru færðar í inndælan leikandi lipran ljóðabúning, frásögn sögunnar er nákvæmlega þrædd, svo nákvæmlega, að lítið er vikið frá orðfæri sögunnar, einkum á Bólu-Hjálmar gamli lieið- ur og þökk fyrir þá meistaralegu snild. Rímnaskáldin sum vóru skilyrðislaust miklu — skemtilegri, frumlegri og befri skáld en þau, sem núlifandi eru. Eins og áður er sagt, er það nú orðið mjög fátítt, að íslendingasögurnar séu lesn- ar, og virðist það mjög undarlegt, þar sem nýbúið er að gefa þær allar út í afar ódýrri alþýðlegri, snildar smekklegri, gullfallegri og vandaðri útgáfu, og ætti því liver þjóðræk- inn íslendingur að eignast þetta dýrmæta safn, þessar inndælu skemtisögur ogágætan fræði- bækur. Hver einasti bókamaður ætti smám saman að eignast allar íslendingasögurnar, eddurnar Sturlungasögu og Noregskonunga- sögu, láta binda þær í sterkt og smekklegt band og Iesa þær í frítímum sínum; það mundi skemta þeim, fræða þá, livetja þá andlega og líkamlega og gjöra þá að meiri og jafnvel betri mönnum. Sá sem hefur vilja á að eignast þetta gullfagra og eigu- lega bókasafn, getur nuð liægu inóti aflað sér þeirra, þó ekki sé ríkur, því engar bæk- ur eru jafn ódýrar, sem þessar nýju vönduðu fornritaútgáfur. Eg skal t, d. nefna sögu Ólafs Haralds- sonar, þetta fagra sögurit snillingsins Snorra Sturlusonar,' hún er í sama formi og íslend- ingasögurnar hún er á 6. hundr. bls., pappír og prentun og allur frágangur fyrirtaks vel vandaður; hún kostar aðeins kr. 1.50, jafn- stór skáldsaga mundi kosta minst 4—5 kr. Engar bækur jafnast á við þetta fallega, »klassiska« safn að efnisríku, fræðandi og skemtandi innihaldi. Þarna eru æfisögur gullaldar - mikilmennanna, héraðshöfðingja, lagamanna og stórbænda; hvervetnaeru inn- dælar sögur um íþröttir og afreksverk, um hrausta göfuglynda, hugrakka og frjálsa kappa, þar eru sögur af forspáum spekimönnuni, skáldum og ráðsnillingum, þar er trúfræði fornaldarinuar og skýr lýsing á lífinu í forn- öld, þar eru snjallar ræður mælskumanna, og þar kemur fram þroskuð sálarfræði; samhengi sagnanna er skipulegt, saniræður persónanna glöggar, ást og heift er lýst með alteins mikluni skarpleika sem hjá nútíðarhöfundum, viðburðunum er skipulega raðað, ogöll með- ferð á efninusýnirframúrskarandi vandvirkni höfundanna og fróðleik, einkum í ættfræði, landaskipun og trúfræði. Fornsögurnar og fornritin okkar eru dýr- mætasti og auðgasti fjársjóðurinn, sem við eigum, og oss ætti að vera það Ijúft áhuga- mál, að færa oss í nyt auðæfi þessa óþrjót- andi sjóðs; vér ættum að elska sögurnar, vera hreyknir af þeim, eiga þær allar og lesa þær allar, að minsta kosti einu sinni á hverjum vetri. Á þann hátt myndum vér glæða ættjarð- arást vora og göfga hugsunarhátt vorn, og þá myndum vér tala og rita fegurra mál.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.