Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 3
SKINFAXI 59 á tilgangi og ætlunarverki ungmennafélaganna, ef þau eiga engin afskifti að hafa af þessu tvennu — og það í landi, sem er nauðu- lega statt í báðum þessum atriðum. Þessir félagsbræður vorir telja, að Skinfaxi hafi aðallega átt að ræða um skógrœkt og íþrótdr. Það sé ætlunarverk ungm.félag- anna. Hér rugla þeir algerlega saman or- sök og afleiðing. Starf ungm.fél., sem hér hjá oss hefir, enn sem komið er, aðalega orð- ið þetta tvent, íþróttir og skógrækt, -— er aðeins eðlileg afleiðing af áhuga þeim og andlegri vakning, sem er upphaf og undirrót ungm.félagsskaparins um öll Norðurlönd. — Vakning þessi er orsökin. Það er hún, sem er aðal-atriði ungm.félagsskaparins. Án hennar eru félögin alls eigi ungmennafé- lög, þótt þau stundi skógrækt og íþróttir af kappi og dugnaði. Þau eru þá aðeins íþrótta- ogskógrœktarfclög,g\iWvægog\>)óQ\iöú í sinni röð, en ekki ung/nennafélög fyrir það citt! í þessu er misskilningurinn fólginn. Og hann virðist algengastur í kaupstöðunum. Út um sveitir lands virðast félög vor hafa miklu gleggra auga fyrir því, hvílíkt ómet- anlegt gagn » vakandi og lifandi« ungmennafé- lagsskapur er fyrir sveitina, þótt þau standi langt um ver að vígi með iðkun íþrótta og skógræktar en kaupstaðarfélögin og geti því eigi afkastað eins miklu verklega. Misskilningur þessi er mjög hættulegur, og hefir fyrverandi sambandsstjórn haft opið auga fyrir því og vonar að núverandi sam- bandsstjóri og fjórðungsstjórnirnar gæti al- varlega að; því það er sj Ifsögð staðhæfing, en enginn spádómur, að víki félög vor af þeirri braut, sem þau liófu göngu sína á, og þeim hefir verið haldið á, þá eru þau dauðadæmd sem »ungmennafélög*, og fram- tíðarhorfur þjóðlífs vors stórspiltar um lang- an aldur. — Þá brestur hljómfegursti streng- urinn, bliknar bjartasta vonin! Það er annars alls eigi rétt, að Skinf. hafi vanrækt að hvetja til skógræktar og íþrótta og leiðbeina í þeim efnutn. Þarf eigi lengi að leita að því efni í blaðinu. Þar eru til dæmis all ítarlegar leiðbeiningar um ræktun allra þeirra berjategunda, sem hugsanlegt er að þrifist geti hér á landi, — um skíðafar, skíðasmíði o. m. fl. Skógræktarpési minn hefir verið sendur öllum sambandsfélögum og fjölda mörgum einstaklingum víðsvegar um land o. s. frv. * * * Hætta þessi keinur annars alls eigi óvænt (sjá 1. tbl. Skf. I. árg,). Hér hjá oss kom s/úv/s-hreyfingin á undan vakningunni. Oss vantaði hinn vel ræktaða jarðveg Iýðháskól- anna, sem félagshreyfing vor er sprottin úr. Hættan því afarmikil á því, að áhuginn reyndist eígi næglega sterkur til þess að skapa smámsaman þá vakning, er nauðsynleg var til þess að halda við hreyfingunni á heil- brigðuin grundvelli. Hjá graimþjóðum vor- um kom þjóðarvakning þessi eins og sterk- ur straumur frá lýðháskólunum, og síðan ungmennafélögin og starf þeirra sem eðlileg afleiðing þeirrar vakningar: Maður, sem er andlega vaknaður til meðvitundar um sjálfan sig og lífið og þekkir hið sanna gildi sitt sem maður og einstaklingur í jjjóðheildinni, hann telur skyldu sína að kosta kapps um að fegra og bæta líkama sinn til þess að geta unnið landi sínu meira gagn (íþróttir) — og fegra og bæta landið, sem Guð gaf honum, og hann ann af alhug (skógrækt). — Býst eg nú við, að mál þetta taki að ský- ast fyrir þeim, er skilja vilja, Enda er þetta þegar full ljóst fjölda ungmennafélaga, og hefir frá upphafi vakað fyrir forkólfum þess- arar hreyfingar hér á landi, — Ungmennafélögin vóru og eru lijart- fólgnasta hugsun mín. Þau eiga allan hita hugar míns og ítök alls þess besta, sem í mér býr. Áhuga minn og þekkingu í þeim efnum hefi eg fengið úr þeim jarðvegi, þar sem þau eru rótum runnin, en eigi hér heima. Því þykist eg þekkja þau á við flesta hér heima. Eg hefi sjálfur orðið fyrir vakning þeirri, er eg hér hefi nefnt, og veit því vel, hvað um er að ræða. Þyílík andlega þjóðarvakning, auðug og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.