Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1911, Blaðsíða 8
SKINFAXI __64 Tungan er aðalmáttarstólpi þjóðernis vors, en vér verðum vel að gæta þess, að »auð- lærð .11 danska® svelgi ekki þetta unaðsfagra, kraftmikla og hljómríka mál, sem sögurnar okkar eru ritaðar á, málið sem ætti að vera oss svo innilega ástfólgið og hjartakært. Á margan hátt er málið okkarorðið spilt og saurgað af erlenduin öðrum og mállýsk- um, einkum er það þó fótumtroðið víða í kaupstöðunum. Það er innileg ósk mín, að allir íslending- ar geri sér far um að fegra og hreinsa móð- urmálið. Öllum ætti að vera það ljúft og ánægju- legt, að málið okkar nái aftur fornri fegurð, því það er að mörgu leyti fegursta tungan á jarðríki, að því er málfræðingar hafa sagt. Valdimar Benidiktsson. b". gað lig*gur í götunni steinn. Pú framundan horfir með harmþrungna brá, Hvað er það, vínur, sem starir þú á? Hvers konar tálmanir hindra þig hér að halda þá Ieið, sem þú ætlaðir þér? í veginum þarna er stóreflis steinn, úr stað honum bifað fær máttur ei neinn. Lengra að komast því auðið ei er, örlögin takmark hér sett lrafa mér. Trúðu ei slíku, því efalaust er afl til, sem hrindir úr vegi frá þér, ef viljinn er einheittur, eldheit þín þrá áfram að komast og markinu’ að ná. Einhver þó mæti’ okkur alvarleg þraut, æðrast ei skulum, en vísa’ henni á braut, berjast með hugrekki’ hólmirium á með hreysti að falla’ eða sigri’ að ná. Trausti. Til kaupendanna. Dráttur hefur orðið á útkomu þessa tbl., og stafar hann af þvf, að eg var um 3gja vikna tíma austur í Árnessýslu að setja »straumferju« mína á Brúará. Var líf og fjör með ungmennafélögum þar eystra. Einn sunnudaginn hafði U. M. F. Biskupstungna skemtisamkomu við Oeysi, og sama dag ætlaði U. M. F. Skeiðahrepps skemtiför upp á Vörðufjall. Sunnudaginn þar á eftir höfðu U. M. F. »Hvöt« í Grímsnesi og U. M. F.Laugdæl- dælinga stofnað til skemtisamkoma í sam- einingu að Litluborg i Orímsnesi. H. V. Unga Island (barnablað með niyndum). Ómissandi blað á hverju barnaheimilí. Flytur ágœtar sögur og fjölda mynda, kvæði o. fl. I y>Orðabelgnwn« eru jafnan sögur og smápistlar eftir börn og unglinga, sem kaupa blaðið. Kaupbætir blaðsins í ár er norsk sveita- lífssaga, Sella Síðstakkur, sem nú er ný- byrjuð, og verður send öllum sk ivísum kaupendum ókeypis. Bókhlöðuverð að minsta kosti Kr. 1,25. Inndœll barna ■ og unglinga- sögu er varla hœgt að hugsa sér! Unga ísland kemur út einu sinni d mán- uði átta blaðsíður og kostar kr. 1,25 árg. Unga Islaud ætlar sér að komast inn á hvert heimili í landinu! Ungmennafélagar! Styðjið að útbreiðslu Unga íslands eftir megni! Hafnarfirði júlí 1911 Helgi Valtýsson — ritstj. & útg. Ú. í. Prentsm. Östlunds.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.