Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1911, Blaðsíða 7
SKINFAXI 79 VestfirðingasambandiS er enn ])á eftir að stofna. Þó eru nú þegar komin mörg- ungmennafélög á Vestfjörðum, og gæti því orðið allödugt fjórðungssamband, ef öll félögin milli Gilsfjarðar og Bitru gengju i það. Það er leitt að við Vestfirðingar skulum vera á eftir öðrun) samlöndum okkar, bæði i þessu og fleiru, sem snertir framtakssemi og samvinnu. Og það ætti að vekja löng- un hjá ^vestfirskum ungmennafélögum til þess að gera nú skyldu sina og keppa að því, Vestfirðir komi til að standa í ílestu fyllilega jalnfætis öðrum sveitum þessa lands. Þá er best að byrja á þvi að stofna fjórðungssamband fyrir Vestfirði í því trausti að það Ieiði fleiri framfarir á eftir sér. Mér vilanlega er að eins eitt U. M. F. á Vestfjörðum komið í samband U. M. F. I. það er U. M. F. Mýrahrepps í Dýrafirði. En það félag ætti einmitt að kosta kapps um, að fá nágrannafólögin til að ganga í sambandið líka. Þvi auðséð er, að eitt félag svo langt frá öðrum sambandslélög- um. hefir svo miklu minni not af samband- inu, en ef þau væru fleiri saman. Það er því einmitt þetta félag, sem eins og stend- ur ætti að hafa mestan hag af því, að fá fleiri félög á Vestfjörðum með sér í sam- bandið. En aftur á móti mun það standa í veg- inum fyrir sumum félögunum, að þau sjá sér svo lítinn hag í að ganga í samband- ið, meðan ekkert fjórðungssamband er mynd- að, og aðeins eittt af Vestfjarðafélögunum i sambandinu. Heppilegasta ráðið fyrir félögin mun því vera, að reyna að kynnast sem best með brétaskriftum og koma sér nokkur saman um að mynda íjórðungssamband. Þegar svo fjói'ðungssambandið er myndað, hygg eg engau efa á, að fljótt mundi fjölga fé- lögunum í því. Eg veit um nokkur félög, sem eru að hugsa sig um aðgangaísam- bandið, því þau búast ekki við svo mikl- um hagnaði, meðan ekki eru fleiri komin. En þau félög myndu alls ekki hika við að ganga í íjórðungssamband á Vestfjörð- um, ef það væri stofnað, jafnvel þó fáment væri. Til þess að hægt yrði að stofna fjórð- ungssamband, þyrfti ekki nema svo sem þrjú félög með 120—150 meðlimum til samans. Ef U. M. F. Mýrahrepps vill gangast fyrir stofnun þessa fyrirhugaða sambands, sem mér sýnist það sjálfkjörið til, og vildi mælast til að það gerði, þá hygg eg að verði einna hentast fyrir það, að snúa sér til U. M. F. Önfirðinga og U. M. F. Vor- blóm. Þau félög hafa bæði góðan hug á þessu máli, og hafa einnig hugsað sér, að ganga bráðlega í samband U. M. F. í. Þessi þrjú félög til samans hafa að minsta kosti 130 meðlimi. Einnig eru þau svo nærri hvert öðru, að fjarlægin þyrfti ekki á neinn hátt að standa samvinnunni fyrir þrifum. Eg hefi hér aðeins talað um Vestfirði viðvíkjandi þessu sambandi, því það er skoðun mín að heppilegast verði, að Vest- firðingafjórgungur nái að eins yfir sjálfa Vestíirði — milli Gilsfjarðar og Bitru- fjarðar. Vestfirðir eru frá náttúrunnar hendi greindir frá, og landsbæltir þar nokkuð öðruvísi en annarsstaðar. Atvinna og fleira gera það að verkum að bentast mun vera, að Vestfirðingar séu ekki algerlega undir sömu lögum og þau félög sein eru annar- staðar á Vesturlandi. Fjórðungsþing Vest- fjarða yrði t. d. að vera í febrúar eða marsmánuði, en það virðist ekki eins hent- ugt fyrir aðra þá, sem eftir sambandslög- unum eiga að teljst til Vestfirðingafjórðungs. Eg hygg líka, að samvinna verði betri með því, að Vestfirðingar verði út af fyrir sig, heldur en að fjórðungurinn nái að Hvitá i Borgarfirði. Einnig yrði mjög erfitt fyrir félaga úr Snæfellsnes- og Mýrasýslu að sækja fjórð- ungs])ing til Vestfjarða seinni part vetrar. Vafalaust langt um erfiðara heldur en að sækja fjórðungsþing i Arnessýslu eða til Reykjavíkur í júnímánuði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.