Skinfaxi - 01.03.1912, Síða 3
SKINFAXI
19
■og blöðum af dugnaði ykkar og viljaverk-
•nm, frá |>ví ég fór að heiman. Áfram
svo. Áfram yfir örðugleika og torfærur,
•þá mun sigri náð.
Það er ekki ætlan mín að skrifa ykkur
neitt fréttabréf héðan. Fréttir héðan eng-
®r, sem þið mynduð hafa gaman af. Nei,
hugsanabrot á bréfið að verða, iiugsana-
Sbrot um starf okkar og stefnu, og svo um
-sitthvað, sem því er tengt og skylt. Þó
vil ég geta þess, sem okkur öllum ætti að
vera fremur gleðiefni, að íslendingar eru
víðar en á Islandi. Hér lifir brot úr ís-
ílenskri þjóð, íslensk gestrisni, islenskur
•dugnaður, ef til vill íslenskari en heima,
íslensk tunga, þótt blandin sé, og islensk
•œttjarðarást, Ijós og óljós þrá eftir íslensk-
•um heimahögum, svo að manni skilst, ef
til vill, betur hér en annarstaðar, bið forn-
/kveðna, að „röm er sú taug, er rekka dreg-
>ur föðurtúna til“. Víst gæti margt hér
<meðal landa okkar verið íslenskara en er,
jþví er ei að neita. En hins ber okkur þó
heldur ekki að dyljast, að hér er verið að
-skapa „canadiska11 en eigi íslenska þjóð.
Sú sköpun er einn liður i framfarakerfi
heimsins, og hleypidómalaust ættum við
• að geta litið á þá nýju sköpun eins og
hverjar aðrar framfarir, sem gerast á jörð-
inni. Hver veit líka, nema héðan eigi eft-
ir að berast frækorn yfir hafið heim úr
gróðrinum mikla, sem hér er ó ýmsum
rsvæðum, frækorn, er vaxið gætu vel og
■dafnað í íslenskum jarðvegi.
Margt hefir mér borið fyrir augu, síðan
•ég fór að heiman. Eg hefi séð stór og
fögur söfn segja dýrðlegar sögur, séð eim-
'lestir bruna um löndin og farið með þeim
óravegu á örskömmum tíma. Eg hefi séð
foifreiðir og margskonar vélar vinna þau
-verk, sem engin mannshönd eða dýrskraft-
‘Ur myndi geta unnið, ég hefi séð iðgræna
■ræktaða og óræktaða skóga og þroskaða
hornakra. 1 stuttu móli, ég hefi séð feg-
urstu tilfinningar og göfgustu hugsanir
ruannanna, vitsmunaafl þeirra, hinn sterk-
•asta vilja þeirra og hið mesta þrek þeirra
í sýnilegri og áþreifanlegri myndum en ég
hefi áður átt kost á að sjá. — En ég hefi
eigi fyrir þessu gleymt heimahögunum.
Góðvættur íslensk hefir jafnan hvíslað
þessu í eyra mér: „Fjarst i eilífðar út-
sæ vakir eylendan þín, og alt þetta mikla,
sem þú nú sér, það á aö verða í framtíð
hennar eign“. Og ég kannast við þessa
góðu vættur, ég veit hver hún er, það er
heilladísin mín, það er ungmennafélags-
andinn, sem’fylgir mér landi úr landi, hvert
sem ég fer. Og kallið þið það, hvað sem
þið viljið, félagar góðir, þetta, að mér hef-
ir stundum heyrst hún bæta þessu við:
„Og það er skylda þín að stuðla eftir
megni að þvi, að þetta geti orðið sem fyrst“.
Nei ég hefi ekki gleymt heimahögunum.
Upp úr hugardjúpinu rísa þeir, eins og
þeir voru, þegar ég skildi við þá, og eins
og þeir líklega verða, þegar ég kem aftur:
mýrarnar blautar og fúnar, móarnir órækt-
arlegir, melarnir og holtin ber, túnin græn
og nýgræðingurinn leitandi ljóssins á stöku
stað. Upp úr hugardjúpinu rísa þeir
einnig í framtíðarskrúða í hugsjónadýrð
þeirra, sem ókomni tíminn, er svo misk-
unnsamur að bregða yfir það, sem vér
elskum og þráum, en eigum eftir að öðl-
ast. Stóru trén hér kasta engum rýrðar-
skugga á smáfururnar, reyninn og birk-
ið heima. Þau sýna mér miklu fremur
háar islenskar framtíðarfurur, ljóssæknari
reynivið, fagurlaufgaðra birki. Akrarnir
hér sýna mér framtíðarakrana heima. Slétt-
urnar hér, sem veita auganu enga hvíld, og
eiga enga örðu hærri en nokkur fet;
þær sýna mér hvað undurfalleg fjöllin
heima eru og hvað þau eiga að verða enn
fegurri, þegar lokið er við bið stóra og
örðuga framtíðarverk, að klæða þau. Ég
befi aldrei skilið það betur en hér, hvaða
erindi eimlestirnar eiga upp um hlíðarnar
okkar og sveitirnar, hvað vélarnar eiga
eftir að umskapa margt heima, steypa því
gamla og úrelta úr hásætinu, en reisa aft-
ur liærra sæti, þvi nýrra, sem bendir fram.
Eg finn það aldrei betur en hér, hve mik-