Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.1912, Blaðsíða 4
20 SKINFAXI il þörf er á vakningu heima á fjölmörg- um svæðum menningarlífsins, hve mikil þörf er ekki að eins á meiri framsóknar- þrá, heldur fyrst og fremst á meiri fram- sóknar-vilja. En mér getur Iíka stundum ennþá bjartari sýnir en laufgaða framtíðarskóga, Ijósfagra kornakra, brunandi eimlestir og vinnandi vélar. Eg sélikaframtiðarmenn. Eg sé þá, vaknaða til ljósrar meðvitundar um landsins og lífsins duldu gæði, og mannanna margbundnu krafta. Eg sé þá með viljaafli vinna að áframhald- andi viðreisn og vakningu þjóðarinnar und- ir íslenskum fána. Eg sé þá rýma hverju meininu af öðru út úr þjóðarsálinni, eig- ingirninni, valdagirninni, drottnunargirn- inni, lítilmenskunni, sinnuleysinu og sundr- unginni. Eg sé þá setja í staðinn sam- heldni, framsókn, kærleika, og trú. Ég sé þá öðlast skilning á því, að sá sem er þjónn, hann er mestur. Eg sé þá öðlast hreysti og frægð feðranna, gera vöku- drauma að veruleik, sannfærast um skyldu hvers einstaklings að leggja hönd á þjóðar- plóginn. — Eg sé þetta alt og það veldur mér hugarrósemi og gleði að geta þannig í ljósi trúarinnar á guð trúað á framtíð lands okkar og þjóðar. Ljósustu merki þess, að þjóðin sé á framtíðarvegi, virðist mér vera þau, „að æskan vill rétta henni örvandi hönd.“ Að eins að viljinn, sem höndinni stýrir sé sannur. Um fram alla muni ber okkur Ungmennafélögum, sem höfum þegar rétt hendina fram að stuðla að því eftir megni, að meðvitund einstaklingsins um skyldu hans, verði sem skýrust. Um fram alla muni, að sá og sú, sem ætlar sér að bera grjót úr götu, verði ekki til meiri far- artálma en grjótið, með því að vera of daufgerður, vinna með hangandi hendi og þvælast fyrir. Umfram alla muni að gugna ekki þótt hæðst sé að hugsjónatali og til- finningamálum. Um fram alla muni, að orðin okkar stóru: „Islandi alt“ og önnur þvílík, verði ekki eins og gylling á skemd- um málmsora, heldur hróp þeirra hjartnar er undir slá. Um fram alla muni: „Allir eilt.“ Eg minnist í þessu sambandi vísubrots eftir einn skólabróðir minn, sem festist i minni rnínu fyrir mörgum árum og hefir verið þar síðan. Hann var að lýsa fegurð' foss og fjalls í afdal einum heima og sagðl meðal annars: „Ég vildi að ég yrði þar svolítið blað á hríslu, sem kepti mót Ijósinu að Ieita“. Oftar en einusinni höfum við líkt fé- lagsskap okkar við ljóssækna hrislu. Sam- bandið er hinn „stóri sterki stofn“. Félög- in eru greinarnar. Meðlimir félaganna erm blöðin. Gerum nú þetta vísubrot að hjart- ans ósk okkar allra. Reynum að verða óskemd blöð, hvert á sinni grein. Reyn- um að liggja ekki á liði okkar, hvorki í' skíðabrautarmálum, skógræktarmálum, hús- gerðarmálum, iþróttamálum, né bindindis- málum. Höldum loforðin eftir megni, og gætum þoss að hleypa engum ofmetnaði inn í félagsskapinn, því að slíkt er eitur.. Munum að það er sannleikur, sem Björn- stjerne Björnsson lætur Árna kveða er hann hafði gert sér ljósa grein fyrir þrá sinni, að — það dýrasta’ af drottni léð og dyggasta með sér að bera, er ekki að teljast þeim mestu með, en maður i reynd að vera. Ef hver af okkur reynir eftir megni að gera þetla og reynist hugsjónum okkar trúr, þá eignast þjóðin okkar smámsaman það, sem hún hefir nú svo sára þörf fyrir, hún eign- ast hreinni menn, framtiðarmenn, og þar- afleiðandi öðlast hún sjálf hærra samvisku- lögmál, og þá er vel. En hér hefi ég gleymt einu, sem síst skyldi gleymast. Lyftiafli þjóða og einstk- linga er gleymt. Guði er gleymt. Mun- um að hans er gjöfin stærsta, ljósið sem hann hefir gefið hverjum manni í lífi og starfi og fórn Jesú Krists. Hann gerir hinn daufgerðasta harðgerðan, hinn veika sterkan, hinn huglitla hugdjarfan og hinn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.