Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1912, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.06.1912, Qupperneq 6
46 SKINFAXI fá þau unnin fyrir sanngjarnt kaup á ábyrgð og undir eftirliti framleiðandanna sjálfra. Samvinnan er þannig uppreist framleið- anda gegn milliliðum, fátæklinga gegn auð- mönnum, steðjans á móti hamrinum. En hún er ekki vilt upphlaup hamslausra rnanna. Hún er þvert á móti heimsvíð- tæk barátta, háð með stillingu, festu og gætni, háð til að bjarga ávöxtum vinnunn- ar, svo að þeir megi að notum koma þeim, sem til hafa unnið. Hún er til þess stofn- uð að í fyrsta sinn á æíi mannkynsins megi þeir, sem skapa daglega brauðið neyta þess, að þeir sem húsin byggja megi búa i heilnæmum húsum, að þeir sem ldæöin gera megi hafa klæði, að þeir sem fæða þá er skapa listir og vísindi, megi bera skyn á og njóta þessara gæða menningar- innar. Samvinnan er dýrðleg hugsjón, ein hin göfugasta, sem Islendingur getur unnið fyr- ir, því að þar erum við að bjarga þjóðinni og eftirkomendum okkar. Við ættum að skilja aðstöðuna, nógu lengi höfum við fundið þung og ómannleg högg millilið- anna, dönsku einokunar- og selstöðukaup- mannanna, og eftirmanna þeirra sumra, útlendra og innlendra, sem haldið hafa okkur í fátækt, kunnáttuleysi og almennri niðurlæging. Eri eilt má ekki gleymast. Samvinnan getur ekki orðið happasæl nema hún sé milli þroskaðra, vel uppaldra manna. Þessvegna verður hver sú þjóð, sem sér vill bjarga með samvinnu, að gera upp- éldið að aðalvopni sínu. An þess er sam- vinnan andvanafædd, líkari til að verða til ills en góðs. Ungmennafélagar standa eins og Her- kúles á vegamótum. Þeir vilja fara þá leið, sem þeim og ættjörðinni er til mestr- ar gæfu og sæmdar. Þeir sjá þrjár leiðir, þrjár tegundir mála, sem talið er að þá og þjóðina varði mestu. Sumir benda þeim á stjórnmálin, að flétta frelsis-sandreipi, fylgja flokksforingjunum í Keykjavík, berjast annan daginn eins og reiðir hanar, fallast binn daginn i faðma og lýsa allar sínar fyrri gerðir ógildar. Slíkt athæfi sýnist illa fallið þeim, sem sjá vilja þjóðvænleg úrslit athafna sinna. — Aðrir Ieitast við að beina huga æskumann- anna að uppeldinu, hvernig heilli þjóð, Japönum tókst nieð feikna-samdreginni orku að gerast voldug þjóð úr vesalli þjóð með hreinu og skæru uppeldi, lánuðu frá bestu fyrirmyndum. Og í þriðja lagi toga samvinnu-vinirnir i æskuna. Og málstað- ur þeirra hefir verið rakinn hér eins og rúmið leyfði. En þeir sem leggja vilja hönd á plóginn, verða að lesa Tímarit Kaupfélaganna. Það skýrir frá tilverubar- áttu samvinnuhugmyndarinnar hér á landi og erlendis, frá framförunum í samtök- um bændanna til að bjarga sér úr klóm milliliðanna. I rit þetta leggja saman flest- ir þeir, sem starfandi eru að samvinnu- framförum hér á landi. Og ritstjórinn, Sigurður í Ystafelli er einn af viðsýnustu og orkumestu Islendingum, sem valið hafa sér hið góða hlutskiftið, að berjast af al- huga fyrir þeira tveim sannarlega lífvæn- legu áhugamálum, sem vert er að fást við hér á landi, uppeldis- og samvinnu-hug- sjónunum. J. J. Félagsmál. Frá U. M. F. Akraness. -----Félagslíf okkar er langmestá vet- urnar; þá eru flestir bæjarbúar heima, en bæði á vertíðinni og á sumrin leitar margt mannaburt héðan í önnur héruð. Hefir þetta þau áhrif, að félag okkar lifir ekki eigin- lega starfandi lífi, nema part úr árinu. Viðhöfum stofnað til unglingaskóla, kvöld- skóla innan vébanda félagsins — tvo síð- astliðna vetur; eru þar kendar allar al- mennar námsgreinar, enda nýtur skólinn styrks úr landssjóði. Landspildu til ræktunar hefir félágið

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.