Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1912, Page 5

Skinfaxi - 01.07.1912, Page 5
SKINFAXI 53 sunnan iveruhúsin. Og unihugsun um þá og snyrtimenska í allri umgengni er frá- bær. Vœri fallegt að líta heim á sveita- heimilin ef víða væri eins. Ungmennafé- lag í innanverðri Fljótshlíð hefir nýlega plantað skógi i gamlan kirkjugarð að Ey- vindarmúla. Er það vel til fundinn stað- ur, og heppnist skógræktin þar vel, getur það orðið félaginu minnilegur bautasteinn. A. J. J. Félagsmál. U. M. F. Mjóafjarðar. var stofnað 8. apríl 1909 og voru stofn- endur þess 13. Á árinu skrifuðu 29 undir skuldbindingarskrá þess, og alls hélt þaö 25 fnndi. — Formaður þess var Guðm. Halldórsson á Hesteyri, ritari Páll Vilhjálms- son á Brekku og gjaldkeri Sveinn Bene- diktsson á Borgareyri. Sama ár gekk það i Samband U. M. F. í. Um vorið ákvað félagið, að gjiira sund- poll, sem hæfur yrði til notkunar þeim fé- lagsm., er vildu nema sund; en sökum þess, að gaddur fór seint úr jörðu, komst það ekki í framkvæmd fyr en vorið eftir. Um sumarið hélt það ekki fundi. Seint i nóv. sama ár tók það aftur til starfa, og um veturinn hélt það 1 fund í viku. Á hálfsmánaðar fresti var Iesið upp hand- ritað blað, að nafni „Dagsbrún“. Söngur var kendur 3 i viku af Sigdóri Vil- hjálmssyni og voru þátttakendur 20. Glím- ur 2 í vilcu af Hallgrími Jónssyni.* Sigdór Vilhjálmsson kendi endurgjalds- laust. Eitt af því sem vakti mikið umtal í fé- laginu var skóggræðslan, því félagsmenn urðu brátt ósammála um það, á hvern hátt hún gæti orðið að bestum og hagfeldust- um notum; urðu þá margir því fylgjandi, að félagið beitti sér einkum fyrir heima- * í ár ekki kendur söngur né glímur. skógrækt, því að þar með væri hverjum ein- stakling gefinn kostur á, að njóta fegurð- ar og ilms skógarins, heima við bæinn sinn, — ekki einu sinni í viku, heldur á hverjum degi, og um leið og hann þannig væri búinn að ná vinfengi heimilanna, mundu eigendur hinna litlu kjarrskóga, hlynna belur að nýgræðingnum og minnast þess, að hann á ekki að verða einungis kviðfyllir kinda og nauta heldur að klæða landið. Heimaskógræktarhugmyndin varð í minni hluta, og var þá ákveðið að afgirða — 1 dagsláttu — af landi til skóggræðslu og komst það í framkvæmd síðaslliðið sumar. Það er hængur á, að félagið á ekki blettinn. Einn af þeim, sem léð hefir heimaskóg- ræktinni óskift fylgi sitt, er Jón Gunnars- son frá Holti, sem sjá má af því, að sið- astliðið sumar gaf hann 300 plöntur til heimaskógræktar, og var þeim úthlutað til þeirra heimila í hreppnum, sem vildu. Þetta voru trjáplöntur: birki, reynir, fura, lævirkjatré. Með þessu hefir Jón Gunnarsson lagt fyrstur manna hyrningarsteininn að þvi, að heimaskógræktin hér í sveit geti orðið almenn, og er þetla öðrum til fyrirmyndar. Áður en þessar trjáplöntur komu hingað, var hér á þrem stöðum trjárækt, hjá þeim kaupm. Eiriki G. Isfeld á Hesteyri, Sveini Ólafssyni i Firði og Konráði Hjálmarssyni. Sama ár sem félagið var stofnað, gekst það fyrir að komið yrði á fót lestrarfélagi til notkunar hreppsbúum, og byrjaði það á bóka-útlánum hauslið 1910. Það telur nú 40—50 meðlimi. Því hafa verið gefnar bækur af Jóni Gunnarssyni 12 — 16 bindi og eru það íslendingasögur og önnur á- gætisrit. Hreppurinn veitir lestrarfélaginu alt að 100 kr. árlegan styrk til 3 ára eða því er nú samsvarar tillagi félagsmanna. G. H. Frá U. M. F. „Afturelding11. Þann 30. júní þ. á. hélt U. M. F. Aft- urelding í Lágafellssókn íþróttasýningu á

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.