Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1912, Page 8

Skinfaxi - 01.07.1912, Page 8
56 SKINFAXI 12 konur úr Ungmennafél. Iðunn sýndu nýlega leikfimi undir stjórn Björns Jakobssonar. Sýningin var veglegri en undangengnar leikfimissýningar í Reykjavík, svo vanda- samar en fagrar og vel af hendi leystar voru æfingar þeirra. Skinfaxi veit að eins um einn kvenleikfimisflokk annan hér á landi, sá mynd af honum, það voru 10 konur norður a Sauðárkrók, undir stjórn Jóns Björnssonar. Afreksverk á sundi. í vor vildi það til, að maður féll úr uppskipunarbát hér á höfninni og varð ekki bjargað frá b'átnum. Snarráðir drengir á landi brugðu þegar við er þeir vissu hvað um var að vera, skutu fram báti og náðu þangað sem maðurinn barðist við dauðann á ótrúlega skömmum tíma. Þórhallur Árna- son (bróðir Astu málara) sem fyrir þeim var, stökk fyrir borð, náði í manninn og fengu þeir félagar komið honum upp í bát- inn. Má óhætt þakka þetta mannslífið Þórhalli og þeirn félögum, og Geir kaup- manni Zoega, sem hafði séð svo um, að læknir yrði við hendina þegar að landi var komið, — því að maðurinn var aðfram kominn. Annað þrekvirkið vann Benedikt G. Waage verzlunarmaður hér í bænum, er hann synti milli Engeyjar og lands, en sú vegalengd er míluþriðjungur (4000 álnir). Er það lengsta seinni tiðar sund hér við land, svo menn viti, og mun ganga næst Grettis sundinu fræga, er hann synti milli Drangeyjar og lands, þó mikið sé á mun- um. Vill ekki margur reyna að verða á milli þeirra? Benedikt fór þetta á59mín. Hitt og þetta. Samanburður. „Það bezta er ekki ofgott handa börn- unum“ segja Ameríkumenn. Þeir leggja í afarmikinn kostnað til að byggja leikvelli og íþróttasvæði banda æskunni. Einn slík- ur garður í stórborg þar, hefir kostað 38 miljónir seinustu 10 árin. Leikvellir þess- ir reyna að sameina alt það, sem dregið getur að sér ungt fólk, þvi til heitla og ánægju. Þar skiftast á skógarteigar og grasvellir, fimleikasalir og sundhallir. Sum- staðar eru grunnar tjarnir handa ungum börnum að baða sig í. Þar á milli standa lestrarstofur og bókasöfn opin hverjum, sem kemur. I Chicago einni notuðu árið sem leið: Leikfimissalina............... 275,000 Böðin......................... 230,000 Sundlaugarnar................. 106,000 Lestrarsalinn................. 107,000 Til samanburðar má geta þess, að höfuð- staður íslands hefir ekki ráð á að hafa fyrir 1000 börn sín nema eina leikfimishúsnefnu, baðlausa (sem mun vera einsdæmi í heim- inum), engan leikvöll — nema götuna. Ef til vill er heimska og kæruleysi orsök þess, að þessi sami bær þarf þrjú „Bíó“ til að skemta íbúum sínum. „Leikvallar- lausi drengurinn er faðir vinnulausa manns- ins“, er orðtæki í Ameríku. Skógræktarrítið kenslubók. Góðs viti er það og ekki ómerkur at- burður, að ákveðið er að gera Skógrækt- arrit Guðm. Davíðssonar að kenslubók við bændaskólann á Hvanneyri þegar á næsta vetri. Þetta virðist þeim hafa verið gert hæst undir höfði, skógræktarvonum. Vænt væri ef bændaskólinn á Hólum og búnað- arskólinn á Eiðum færu eins að. Ritstjóri og' afg-reiðslumaður Skinfaxa eru báðir fjarverandi. Guð- brandur Magnússon gegnir störtum þeirra uns þeir koma heim aftur. 17. júní var lagður sveigur lifandi blóma á leg- stað Jóns Sigurðssonar, í nafni Ungmenna- félaga íslands. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.