Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1912, Síða 5

Skinfaxi - 01.08.1912, Síða 5
SKINFAXI 61 til þeirrar deildar (stúku) sem eg tilheyri. Öll hafa félögin fjölda umboðsmanna — auk blaða sem að eins rœða þetta málefni — sem ekkert gera annað en ferðast um, og líftryggja fólk, og brýna fyrir því nauðsynina á því. Og þeir eru og þurfa að vera duglegir menn. Það þarf næstum sérstaka hæíi- leika til að vera góður lífsábyrgðarumboðs- maður. Og þegar þeir eru orðnir þektir við það starf og hafa getið sér orðstýr fyrir vask- lega framkomu, er um þá sólt eins og bestu lögmenn, hvað hátt kaup sem þeir heimta. Eg hefi lýst þessu hér að framan, svo lesendur minir sjái og kynnist, hvernig ástatt er um þetta mikla velferðarmál í einu mesta menningarlandi heimsins. Og nú skulum við íhuga ástandið hjá okkur í þessum efnum. Hér á landi starfa nokkur lífsábyrgðar- félög, öll útlend. Þau virðast ílest hálfsofandi, eða meira en það. Þau hafa enga umboðsmenn í lík- ingu við Ameríkufélögin. Að eins umboðs- menn sem lítið eða ekkert gera til að fáfólk til að kaupa lífsábyrgðir; taka að eins á móti því er sjálfkrafa kemur. Þetta er að minni hyggju aðalorsökin til þess hve lífs- ábyrgðir eru hér á Iandi óalmennar. Fólk- ið veit varla hvað lífsábyrgð er, og skilur ekki gagn þeirra og nytsemi, sem ekki er von, þegar það er ekki frætt um það. Og þó fólk t. d. upp til sveita og enda víðar, vildi kaupa lífsábyrgð, þá veit það varla hvert það á að snúa sér, þessir um- boðsmenn félaganna eru fáir og naumast að auglýsing sjáist frá þeim hvað þá heid- ur meira. Það væri einhver munur ef menn ferð- uðust um í þessum erindum, og kæmu heim á flest heimili á Iandinu. Þá væri hægra urn vik, og þá mundi meira ávinnast. Hér á landi er nál. 37,500 manns á aldrinum frá 20—60 ára, eða verkfært fólk sem kallað er. Af þessu fólki deyr árlega að meðal- tali 331 manneskja. Þetta sýna síðustu landhagsskýrslur prentaðar (1909). Þessi fólksfjöldi ætti að vera líftrygður hér á landi. Eða að minsta kosti, œttu landsmenn að eiga 37,500 þúsund króna lifsábyrgðir. Sú upphæð mundi þá nema 37*/2 mil- jón króna, eða meira en hálf þjóðeignin eins og áætlað er að hún sé nú. Sé nú gert ráð fyrir að iðgjald afhverri lífsábyrgð sé 28 krónur, niiðað við meðal- tal áranna (40 ár), og^pálægt þvi taka lifs- ábyrgðarfélögin nú, þá yrðu árstekjur, eða árleg iðgjöld 1 miljón og 50 þús. kr., en dánarkröfur 331 þús. krónur. Það mundi óhætt að hafa iðgjöldin talsvert lægri, enda er enginn efi að öll félögin græða stórfé á okkur árlega. Ef fólkið væri yngra t. d. frá 15—55 ára yrðu iðgjöldin að meðaltali lægri, og dáaarkröfur færri. Því þegar við erum Iaus við manndrápsbollana okkar (fiski- skipin túnu og ónýtu) og búnir að lækka rostann í „hvíta dauða“ sem vonandi tekst með Heilsuhælinu, þá þurfum við ekki svo mjög að óttast stórfelt mannhrun á þessu aldursskeiði. Sannleikurinn í þessu máli er sá, a5 landsstjórnin og löggjöfin eiga hér að taka höndum saman, og stofna innlent lífs- ábyrgarfélag starfrœkt að öllu leyti á ábyrgð og undir umsjón þess opinbera, og leitast við á allan hátt að fá fólk til að tryggja líf sitt, með lagaboði ef annað dygði ekki. Það væri t. d. ekk- ; ert óeðlilegra að fólk á vissum aldri væri skyldað með lögum til að kaupa sér lífs- ábyrgð, en að tryggja eigur sínar fyrir | eldsvoða. Alt sem miðar að velmegun : þjóðarinnar í Jieild á löggjöf og stjórn að ; láta til sín taka, og gefa lagaboð um. Heillavænlegasta lagaboðið sem við eig- ! um nú eru bannlögin, og stofnun innlends lífsábyrgðarfélags yrði það næsta.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.