Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1912, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.10.1912, Blaðsíða 4
76 SKINFAXI SKINFAXI — mánaðarrit U. M P. í. — kemur út í Reylijavik og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. RITSTJÓRI: Jónas Jónsson frá Hriflu, Skólavörðustig 35. Afgreiðslumaður: Bjarni Þ. Magnússon Skðlavörðustlg 4 B. R i t n e t n d: Agúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon, Tr. Þórhallsson. Iegrar orku, gallinn að eins sá, að hjá- trú og bábiljur hafa talið mönnum trú um þau altof nærri. Þá er Skinfaxi of lítið keyptur, en fé- lögin eiga þó best aðstöðu um að útbreiða hann, og þeim er það skyldast. Auðsjáanlega eru íþróttirnar ofarlega á baugi hjá mörgum félögum, og er þar vænst að sjá það, sem gert er fyrir sundið. Eþki verður annað séð, en að góð skil séu á félagsgjöldum, og er það góðs viti. Að endingu: Látum það, sem þegar er gert, aðeins vera byrjun, höldum áfram með vaxandi þreki og vaxandi trú á sigur hins góða, landinu okkar og okkur sjálfum til handa. Látum unnin störf færa okkur heim sanninn um mátt okkar og megin og mátt samvinnunnar. Okkur langar öll til þess að verða að nýtum mönnum og við verðum það, ef við byrjum þegar á þess- um árum að gera það sem við getum. G. M. Nýju skólarnir ensku. iii. Þannig er það nú viðurkent af öllum þeim, sem færir eru um að dæma, og óhlutdrægir eru, að enski kynþátturinn sé nú sá voldugasti f heiminum vegna margs- konar yfirburða, líkamlegra, andlegra og þó einkum siðferðislegra. Auðvitað er Englendingum ekki ókunn- ugt um, hvers þeir eru megnugir. En þó mikið sé fengið, vilja þeir nieira. Þó að þjóðlíf þeirra og skólar hafi alið upp dug- andi kynslóð, vita þó bestu menn þeirra að miklu mætti enn við bæta, fella úr gam- alt og úrelt, en auka við hagkvæmum ný- ungum, sem leiddu til enn meiri fullkomn- unar. Hreifing sú, sem stofnað hefir til nýjir skólanna ensku, er sprottin af þessum skoð- unarhætti. Leiðtogarnir sameina í stofn- unum þessum annarsvegar bestu kosti hins venjulega uppeldis á Englandi: íþróttirnarr heimilisáhrifin, drengskapinn og sjálfstjórn- ina, og hinsvegar bendingar uppeldisvís- indanna, sem eru að skapast nú á dögum. Ur þessum tveimur áttum rná telja að runnar séu rætur nýju skólanna. Fyrsta boðorð Ieiðtoganna erþetta: Við reisum shólann á fallegum stað í sveit, all-langt frá bœ eða borg. Hversvegna það ? Til þess liggja marg- ar orsakir, og flestar auðskildar. Góður skóli þarf að hafa rúmt um sig, þarf að hafa rúmgóða leikvelli, þarf vatn, þarf Ijós- og loft. I bæunum er þröngt, hver blett- ur er rándýr; mönnum er þar þjappað saman eins og síld i tunnu; loftið er þungt og óholt; ryk og asfalt þrungið reykjarský liggur yfir bæunum og strýkur af vöngum æskumannanna heilsu-hreystiroðann, sem sjá má á flestum þeim, sem aiast upp við góð kjör í frelsinu, sólskininu og hreina loftinu í sveitinni. En hversvegna einangra fólkið í sveitun- um, og firra það þannig mentandi áhrifum bæanna ? Uppeldisvísindin svara þá: Vegna eftir- líkingarinnar. Sjálfsagt hafa menn í óralangan tíma veitt eftirtekt áhrifum fordæmis góðs og ills; margir málshættir benda á það, ein& og t. d. „Ulfur er sá er með úlfum venst“, „hver dregur dám af sínum sessunaut“, „segðu mér hverja þú umgengst, og eg skal segja þér, hver þú ert, o. s. frv.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.