Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1912, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1912, Blaðsíða 7
SKINFAXI 79 og vitsmunum komst hann þar til æstu valda og mikillar auðlegðar. En upp á hefðar- tindi valdanna er freistingahætt og Hastings var maður með holdi og blóði. Á elliárum sökuðu óvinir hans hann um embættismis- fellur og margskonar yfirsjónir og spunn- ust af því margra ára stórkostleg mála- ferli. Var Hastings sýknaður að Iokum og andaðist í hárri elli, saddur þeirra gæða, sem ílestir þrá, en fáir fá. En þeir sem vilja sjá inn í sál þvílíks manns, sjá hvern- ig öll þau hjól hreifast, sem valda athöfn- um hans, ættu að lesa þessa bók. __________ J. J. Morten Hansen: Landakorta- bók Kr. 1,25. Morten skólastjóri hefir unnið mikið þarfaverk með útgáfu þessari. Hingað til hafa menn orðið að notast við útlend landa- bréf í öllum skólum, hafa útlendu nöfnin valdið mikilli töf og oft ruglingi. En í þessu landabréfi eru nöfnin íslensk, og upp- drættirnir svo glöggir og útlitsgóðir, að furðu gegnir, þegar þess er gætt, hve bók- in er ódýr. J. J. Dagarnir líða. „ Um miðja öldina sem leið Alit utlend- , , • , *• in?u á ís- var enskur þingskörungur að landi. ]ýsa ástæðum Skota einni öld áður. „Þeir voru þá“ sagði hann „hér- umbil einsmiklir dauðans aumingjar, eins og Islendingar eru nú.“ Þannig var nú mannorð okkar þá, og síðan hefir það ekki ýkjamikið breyst. Út- lenda valdið var búið að níðast á okkur miskunnarlaust í mörg hundruð ár. Við vorum útilokaðir frá öllum lífvænlegum samböndum við umheiminn. Við lifðum sultarlífi á menningararfinum frá fornöld- inni, á meðan löndunum i kring miðaði áfram öld eftir öld. Og svo kom þar loks- ins, að við vorum orðnir að orðtæki allrar veraldarinnar, og hamingjan má vita hve- nær það hættir til fulls. , Gamall maður austanfjalls samg-öugu- lystl þanmg orðugleikunum 1 málum. samgöngunum fyrrum. „Öll mín búskaparár var hér enginn vegur og engin brú á öllu undirlendinu. Eg verslaði í Reykjavík, fór þangað tvisvar á ári, vor og haust. Á leiðinni voru tvö stór vötn, sem eg varð að sundleggja í, hvernig sem veður var. Það var mikil töf og mikil raun fyrir hestana. Yfir Hellisheiði var færðin oft hin versta, einkum með trjávið. Ferð- irnar voru dýrar og erfiðar fyrir menn og hesta, og þó litið sem ílutt var í hvert sinn.“ ÁUrif á dag- Þann'8 varð vegleysið kný- legt líf andi ástæða til að hafa sem rnanna. minst mök við umheiminn, til að einangra sig heima. Alt varð að spara, fyrst vegna fátæktar og þar næst af því að svo erfitt var að flytja til. Bæirnir urðu smáir og lágir, gluggarnir litlir, moklarvegg- irnir óþiljaðir, þar sem mögulegt var; sífeld óþægindi og stöðug sýkishætta stafaði af þessum hýbýlum. Og það voru þau frem- ur en nokkuð annað, sem útlendir ferða- menn dæmdu eftir, er þeir kölluðu okkur skrælingja. Teglmir En svo fekk landið fjárráð, koma. og innan um mörg misstigin spor, sem reynslulausir löggjafar stigu, voru nokkur, sem báru lífvænlegan árang- ur, en ekkert fremur en vegálögin. Byrj- að var að tengja saman með akvegi stærsta kauplún landsins, Rvík, og stærstu og frjó- sömustu sléttuna, Árnes- og Rangárvalla- sýslu. Seinna kom Fagradalsbrautin, og þá akvegir, sem enn eru i smíðum: um Borgarfjörð, Húnavatnssýslu, Skagaíjörð og Suðurþingeyjarsýslu. — Ahrifin ],æg Afleiðingarnar eru glegstar í fyrstu, á Suðurlandi, því að þar er fara vaxaudi. megj. reyIls]a fengin. Fyrst kunnu menn ekki að nota akveg, og fluttu á hestbaki eins og var. En brátt varð ölluui ljóst að spara mátti mikla vinnu manna og hesta, ef vagnar eða kerrur voru notaðar. Og nú vildu atlir fá akbraut

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.