Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1912, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1912, Blaðsíða 6
78 SKINFAXI inn er vel held, svo að óvinurinn getur ekki náð pangað og sáð illgresi á náttar- Jjeli. A síðustu árunum hafa Islendingar bygt og endurbygt marga skóla, og nær alla í bæum, nema búnaðarskólana, og var þó •eitt sinn í ráði að láta þá fylgja hinum. Menn hafa haldið, að lífið á Blönduósi, í Hafnarfirði, á Akureyri og í Reykjavík væri svo framúrskarandi mentandi. En á sama tírna hafa fremstu uppeldisfræðingar best mentu þjóðarinnar látið sér nægja með sveitina handa fyrirmyndarskólunum sín- um, reist þá á fögrum stöðum, í kyrlátum sveitum, á víðum völlum, við græna lundi, og lygnar ár. Bókafregn. T. B. Macaulay : Warren Hastings. Einar Hjörleifsson }>ýddi. Þjóð- vinafé). gefur út. Þetta er heimsfræg bók eftir heimsfræg- an mann, þýdd af okkar helsta rithöfundi, gefin út af vinsælu félagi á hinn sómasam- legasta hátt. Þelta eru mikil meðmæli og góð, og mun lítils meira með þurfa svo að bók þessari verði tekið að maklegleikum. Macaulay (frb. makolei) er einn hinn glæsi- legasti rithöfundur, sem Englendingar hafa átt. Faðir hans var þingmaður, efnalítill en mikils virtur fyrir frelsisást og göfug- mensku. Drengurinn, litli Macaulay, þótti efnilegur með afbrigðum. Hann drakk í sig hverskonár fróðleik, var sílesandi og las jafnvel á gangi um götur Lundúnaborg- ar. Og alt sem hann las, sá og heyrði, mótaðist í sál hans og týndist aldrei, því bann gat engu gleymt. Kvæði nokkurt, sem hann sá í dagblaði, í veitingahúsi einu og leit yfir, mundi hann orðrétt 30 árum seinna, án þess að hafa minnst þess nokk- urntíma öll þessi ár. Hann fékk hina bestu mentun, sem kostur er á í Englandi, og ritaði þá er hann hafði lokið námi, 25 ára gamall, greinjum skáldið Milton. Mátti þá segja um Macaulay „að hann vaknaði einn morgun og fann að hann var orðinn frægur maður“. Grein þessi var, eins og alt sem M. skrifaði, hrífandi skemtileg, þrungin mælsku og fjöri, full af skarpvitr- um hugmyndum og nýstárlegum kenning- um. Og æfin varð öll eins og byrjunin: sig- ur á sigur ofan. Fyrir rit sín hlaut Macau- lay frægð og auð; hann varð stjórnmála- maður, þingmaður, dáður fyrir afburða málsnild, ráðherra, stjórnarherra á Indlandi, var gerður lávarður fyrir bókmenta afrek, fyrstur sinna samlanda, og grafinn í West- minster Abbay, „þeim eina legstað sern samboðinn var leifurn hans“. I málverkasafninu i Lundúnum er ein deild, þar sem geymdar eru myndir flestra enskra þjóðskörunga síðan um siðabót. Þar eru tvær myndir af sama manni. Önnur sýnir ungan mann, skarpleitan, föl- leitan með hátt enni, rétt nef, ljóst hár, lið- að, augun blá, föst og köld. Það er fá- tækur búðarpiltur, sem með gáfum sínum og viljastyrk hefir unnið heilt stórveldi og stýrir því, það er æfintýramaðurinn sem mikið hefir aðhafst, mikið fengið en þráir þó meira. Hin myndin mætti heita Skulda- dagarnir. Það er sami maður, þreyltur og sár úr orustu lifsins, kominn á grafar- bakkann. Fegurð æskunnar er horfin, ljósu liðuðu lokkarnir eru nú ekki nema fáein, grá hár. Fylling fullorðinsáranna er num- in burt, augun þreytt og döpur, hörundið rist á enni og vöngum djúpum rúnum þungrar reynslu og mikilla sorga. Þess- um manni hefir refsinornin fylgt upp í há- stól veldis og virðinga, metiðhann og gerðir hans allar, fundið hann léttvægan og látið hann finna á elliárunum, að hvert misstig- ið spor hefnir sín um síðir, þó að hefndin bíði um stund. Þessi maður er Warren Hastings, sá sem mest vann að því að skapa heimsveldi Englendinga á Indlandi. Hann var fyrst verslunarþjónn í indverska verslunarfélaginu, en með afburðadugnaði

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.