Skinfaxi - 01.10.1912, Blaðsíða 5
SKINFAXI
77
Menn vissu þetta eins og menn vita svo
margt, til hálfs en ekki nógu vel til að þaS
hefði nein áhrif á aðgerðir þeirra í
lífmu. Fyrst nú á allra seinustu áratug-
unum hafa sálar- og félags-fræðingar rann-
sakað þetta efni rækilega og komist að
þeirri niðurstöðu, að af öllum þeim lögum,
sem skapaðar skepnur beygja, sig fyrir séu
lög eftirlíkingarinnar allra voldugust.
Því er svo varið, að maðurinn kemur í
þennan heim gæddur ótal mögulegleikum,
leyndum, geymdum, en er algerlega ósjálf-
bjarga á allan Iiátt fyr en mörg ár eru
liðin frá því hann fæddist. Öll æsku- og
unglingsárin, meðan maðurinn þroskast lík-
amlega, vakna geymdu eðlishvatirnar hver
af annari og krefjast svars og fullnæging-
ar. Þannig er viss tími af æsku- og ung-
lingsárunum, sem rnenn verða að byrja
að læra það, sem læra ber: tungumál, vinnu-
brögð alskonar, íþróttir, o. s frv., ef þeir
eiga annars að læra þessar greinar til hlít-
ar. „Fram undir þrítugt erum við mjúkur
og mótanlegur leir“ sagði James, einn hinna
ágætustu sálarfræðinga 19 aldarinnar. „Á
þeim tíma erum við fallnir í þær fell-
ingar, sem við verðum að hlíta, það sem
eftir er æfmnar“. Mikið liggur því við,
að vel séu notuð æskuárin, og að vera þá
brotinn þeim brotum einum, sem gott og
gagnlegt [er að bera frara á hinstu stund.
En hver brýtur brotin ? Hverjum eig-
urn við að þakka eða kenna um, þá mynd
og lögun, sem við fáum þannig? Utn-
hverfinu öllu, dauðu og lifandi, staðnum
eða stöðunum, sem við höfum lifað á, lofts-
laginu, hitamagninu o. s. frv. En þó miklu
fremur þeim mönnum, sem við höfum lifað
saman við eða lesið eftir. Mállausir höf-
um við lært mól þeirra, fengið þeirra orð
og orðaforða, þeirra hljóðblæ, orðið eins
og þeir. Á sama hátt lærum við alt ann-
að: gang og göngulag, vinnuaðferðir, sið-
venjur og háltsemi alla, skoðanir, helgar
og vanhelgar, alt frá dýpstu trúarkenning-
um, til þess, hvert snið og stærð og efni
eigi við á fötum manns. Þannig (lyst, alt
það, sem nefnist mannlegt og þjóðlegt
mann frá manni og kynslóð frá kynslóð
og verður nokkurskonar eilif eign borin
fram með lifandi fordæmi og lært af ein-
staklingum á mótunaraldrinum. Þannig
geta allir menn skapað fordæmi, því eng-
inn er svo aumur, né svo illur að ekki
finnist einhver nógu óþroskaður til að taka
hann til fyrirmyndar.
Allir geta orðið fyrirmyndir, en er það
heppilegt? Vissulega ekki. Hvar sem lit-
ið er i mannhópinn, á Islandi eða í öðr-
um löndum er hjörðin blönduð, sumt gott
og göfugt, sumt hálfspilt, en margt ger-
eyðilagt, ilt og andstyggilegt. En allur er
hópurinn beygður undir sama okið: lög
eftirlíkingarinnar. Þessar lifandi og starf-
andi miljónir mynda óteljandi sambönd,
óteljandi umhverfi, sem brjóta í fellingar
aragrúa unglinga og æskumanna. Ogþað
umskapar þá i sinni mynd, gerir suma göf-
uga, suma hálfrotna og suma viðbjóð og
andstygð allra, sem geta metið þí réttilega.
Nú má öllum vera ljóst, hvers vegna
uppeldisvísindin andmæla jafn kriiftuglega
bæa-uppeldi eins og heilsufróðir menn þvi
að lifa í borgum. Hvorttveggja er óholt
Annarsvegar veiklast líkaminn af litlu og
illu lofti, þrengslum og sólarleysi. Hins-
vegar er hið andlega og siðferðislega um-
hverfi í bæunum samsett af ólíkustu frum-
efnum. Þar má finna mestan þroska, og
mesta niðurlæging, mesta göfgi og mesta
spilling.
Andlega og siðferðislega lífið þar niinnir á
gróðurinn í sumum hitabeltislöndum, þar
sem risavaxnar, sígrænar eikurgnæfa hátt
i lofti og um stofna þeirra vefjast grann-
vaxnar bergíléttur og litfegurstu blóm. En
niður við jörðina er dimt og fúlt, þar sér
aldrei sól, og ekkert þrífst þar nema sótt-
kveikjur og eiturnöðrur.
Af þessum ástæðum eru nýju skólarnir
aldrei reistir í bæum, heldur í sveit: þar
má útiloka skaðlegu fyrirmyndirnar, og því
hetur geta kennararnir haft varanleg og
góð áhrif, þegar girðingin kring um akur-