Skinfaxi - 01.01.1913, Page 1
S&\wJ
&x\
1. BLAÐ
REYKJAVÍK, JANUAR. 1913.
IV. ÁR
Dagarnir líða.
Óbeit íslcnd uni morg ar ]iefn- varla
íng-a á danska ± „ .
valdinu. verið litandi a Islandi ryrir
griminum flokkadeilum. Hver einasti flokk-
ur virðist hafa verið innilega sannfærður
um, að hann einn hefði á réttu að standa,
en allir aðrir hefðu rangt fyrir sér. Samt
stefndu atlir þessir háværu flokkar í sömu
átt. Þeir vildu og þykjast enn vilja minka
sem mest völd og áhrif Dana á Islandi.
En þá skildi á um leiðirnar, og það, hve
mikið við ættum frá Dönum að taka.
Sáralítill árangur hefir enn orðið af
þessari iðju þjóðskörunganna íslensku.
Við höfum eytt miklu í þessa styrjöld, en
ekki þokast eitt hænufet frá Dönum. Eini
árangurinn er sá, að við höfum sýnt, að
okkur líkar miður vel að hafa Dani fyrir
húsbændur.
Lagabönd og En setjum svo, að flokk-
menningarbönd. arnir hittu á óskastund, og
við fengjum sjálfstæði okkar viðurkent á
pappírnum. Mundum við þá vera lausir
við yfirráð Dana? Nei, því miður ekki.
Þó leyst væru lagatengslin á milli land-
anna, væru samt eftir viðskifta- og nienn-
ingarbondin. Og þau eru langt um til-
finnanlegri fjötur, þó menn hér virðist alveg
hafa gleynit honum.
En úr því að Islendingar hamast á móti
stjórnarfarslegri yfirdrotnun Dana, en verð-
ur þar ekkert ágengt, af því að þar þarf
meira til en vilja okkar, þá sýnist liggja
hendi næst að við athugum, hvort við-
skifta- og menningarforusta þeirra sé svo
holl okkur, að engin þörf sé að rísa þar
öndverður. Og þar er sá kostur við, að
við getum leyst af okkur þá fjötra, án
þess að spyrja aðrar þjóðir leyfis.
„ . , En sömu mennirnir, sem
Danaféndur 1 ,
orði, Dana- hamast móti Dönum 1
Yinir á borði. stjórnmálum, tilbiðja auð-
mjúkir danska menning og mentastofnan-
ir. Einn slíkan mann, ungan lögfræðing,
hefi eg heyrt segja. að danski háskólinn
væri erfiðastur allra háskóla, nema peirra
kínversku! Hann bar nefnileg mikla virð-
ingu fyrir prófum Kínverjanna. „Það exi-
sterar ekki í hile verden fínna vídenska-
beligt institút en danska úniversitetið“,
sagði annar íslenskur fræðimaður nýlega.
Hann sagðist „blása“ öllurn háskólum stór-
þjóðanna, því i samanburði við „danska
universitetið-', væru þeir það hreina og
skæra „humbúg““. Eftir þessari kenningu
ættu Danir að hafa lagt ríflegri skerf til
heimsmenningarinnar heldur en t. d Eng-
lendingar, Frakkar og Þjóðverjar. En fá-
ir munu halda því fram, nema fáein íslensk
börn, sem þekkja fátt annað en danska
pelann.
Yið fáum alt En i raun og veru lifum
frá Dönum. við eins og þessir dana-
dýrkendur segða satt Frá Danmörku fá-
um við allar nauðsynjar okkar, líkamleg-
ar og andlegar. Og ef svo er haldið fram
stefnunni, verðum við í menningu og hugs-
unarhætti dönsk hjálenda, jafnvel þótt við
yrðum þeim óháðir stjórnarfarslega.
Döusku nienu- ES vil benda á nokkur af
ing-arböudin. þessum tengslum. Verslun-
arviðskifti okkar eru að mjög miklu leyti