Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1913, Side 7

Skinfaxi - 01.02.1913, Side 7
SKINFAXI 15 Það geta flestir hlaupið, til þess þarf eng- in sérstök áhöld. Ekkert sérstakt hús. Engan sérstakan mannfjölda. En það þarf annað, og það sem margan vantar svo tilfinnanlega, það þarf vilja. Yanti vilj- ann, þá vantar alt, en vanti hann ekki, er eg handviss um það, að Islendingar geta orðið góðir íþróttamenn með tíman- um, þeir hafa ekki verra upplag en marg- ar aðrar þjóðir, nema síður sé. Ættu þeir þá helst að leggja stund á sund, leikfimi, glímur, hlaup og knattleik. En því meg- um við ekki gleyma, að við verðum aldrei iþróttamenn með því einu, að tala og skrifa. Magnús lómasson. Nýu skólarnir ensku. VI. Náttúrufrœðin dauð og lifandi er ein að- algrein nýu skólanna, og það að vonum. Náttúran mætir manni, hvar sem farið er, og mennirnir lifa af því að berjast við hana og sigra hana. I raun og veru er nær því allur fróðleikur um einhverja grein náttúrufræðinnar; nú eru nýu skól- arnir settir í sveit; margbreytt landrými fylgir hverjum þeirra. Um það fer kenn- arinn fyrst, og við hvert fótspor er ráð- gáta. Þar er grúi jurta og skordýra, fjöldi fugla í trjánum, og fiska í ám og vötnum. Öllu er safnað, það flutt heim, rannsakað, borið saman og lýst. Fræðibækur eru við hendina til hjálpar við að átta sig á hverj- um hlut. Skólarnir vinna mestan hluta ársins og starfa því langan tíma úr árinu, meðan öll náttúran er í blóma. Því er hægt um þessar rannsóknir. Þannig sjá lærisvein- arnir jarðlögin eins og þau nú líta út, og náttúruöflin sístarfandi að því að ummynda þau, skapa nokkuð nýtt, eða eyða einhverju sem fyr var til. Þeir sjá dýrin eins og þau líta út í raun og veru, vaxtarbreyting- ar, lífsstörf og dauða, þeir sjá jurlirnar, þekkja tegundirnar af eigin sjón, rekja frændsemi og ætterni milli þeirra á jörð- unni, þar sem þær vaxa í nágrenni. En það er ekki nóg. Jurtin er bygð úr ör- fínum vefuni, sem bert augað má ekki greina sundur; hver vefur hefir sitt hlut- verk og er bygður til að inna það af hendú Þessvegna er jurtinni sundrað og hún bor- undir þúsundfalt auga smásjáarinnar. Þá sér lærisveinninn innviði jurtarinnar, nið- urröðun líffæranna, hvernig jurtin hefir lagað sig eftir umhverfinu, jarðveginum, hitanum, rakanum, sólinni, árstíðunum og öllum þeim mörgu þáttum, sem vinna sam- an og hafa áhrif á gróðurinn. Og þó er þelta ekki nóg; enn er eftir að sjá efna- samsetning jurtarinnar; til þess verður að Ieysa hana upp í efnarannsóknarstofunni, og finna hvernig hún er bygð. hver efni eru í henni og í hvaða samböndum. Hing- að og ekki lengra. Fyrst er jurtin athug- uð í heild sinni, greind frá öllum öðrum, ákveðin og vísað til sætis eftir uppruna og ætterni, athuguð á mismunandi stigum aldurs og þroska, alt rannsakað, sem aug- að má greina hjálparlaust, Og svo bætt við hinu, þvi ósýnilega sem smásjáin og efnafræðin geta veitt vitneskju um. • Mun nú nokkrum blandast hugur um, að þekking þann veg fengin er haldbetri, en sú sem fengin verður með lýsingum og yfirheyrslum meira og minna röngum ? Mun nokkur etast um, að sá sem hefir þannig kynni af öllum greinum náttúrunn- ar, telur ekki þvílík fræði leiðinleg? Hver mynd, hver sannleikur, sem þannig er unn- inn með eigin aíli er ógleynianleg, ævar- andi eign þess er fann. Og þessi þekk- ing er ekki dauður sjóður; þvert á móti er hún lykill, sem ætíð opnar dyr að vin- arherbergjum. Sá sem þannig er ment- aður er hvergi einn; á vetrarnótt er stjörn- urnar tindra og norðurljósin hvika, um fjöllin þar sem jarðlög hafa bylt sér og breyst, um velli þar sem grösin gróa, i.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.