Skinfaxi - 01.03.1913, Qupperneq 6
SKINFAXI
um, liklega svo að fremur væri undan-
komu von, þó bærinn væri umkringdur af
óvinaliði. Á veggbrotunum vaxa burnirót
og smjörgras, útlagar sjálfir og viðskila
við alt sitt kyn eins og útileguhjónin, sem
börðust hér áður við örlögin, mennina og
náttúruna árum saman.
Hér er sumarfallegt, en ægilegt, jökla-
sýnin er tignarleg, Sandurinn á aðra hönd
en Þjórsá á hina. Beint á móti rís Arn-
arfell upp úr Hofsjökli milli tveggja skrið-
jökla og er þ'angað undur fagurt að líta.
En hér er sumarið stutt, veturinn langur,
grimmur og dimmur. Þó ekki væri annað
en þola vetrargustinn af endalausum snjó-
breiðunum þarftilþess sterk bein. Enda er
haft eftir Eyvindi, að hann ætti engan
óvin svo illan, að hann vildi óska honum
að lifa þar við sín kjör.
Ur Eyvindarveri eru 70 km. að næsta
grasbletti við Kiðagil í afrétt Þingeyinga,
jafn langt og úr Rvík austur að Þjórsár-
brú. Jafnvel þó menn séu vanir fjallgörð-
um og vegleysum gefur það enga hugmynd
um Sprengisand. Maður ríður þar klukku-
stund eftir klukkustund yfir öldumyndaðan,
smágrýttan mel, þar sem hófurinn mark-
ar ekki dýpra spor en á nýlegum malar-
vegi. Hér og þar eru tjarnir og smá læk-
ir en hvergi stingandi strá, ekki mosi eða
skófir á steinum, engin kind, enginn fugl
eða fluga. Ekkert hljóð heyrist, nema
hófaslátturinn og þytur vindsins við mel-
inn. Hestarnir eru óðfúsir áfram í von
um gras og haga; þeir stökkva og mel-
öldurnar jjjóta fram hjá eins og fugl fljúgi.
Þó breytist ekkert nær manni, alt af sama
auðnin. En himininn breytist, það hættir að
rigna, loftið verður tært, skýin blá. Norð-
urbrún Yatnajökuls kemur fram, löng og
hvít; Kistufell Ijómar yfir alt eins og gull-
altari, nýfallið af himnum. Askja, Dyngja
og Herðubreið gnæfa yfir Odáðahraun.
Norðlendingurinn sem leitar til átthaganna
kannast við þessi einkenni, þekkir sinn
himinn, sitt loft, sín fjöll, hugurinn ber
hann hálfa leið, en alt kemur fyrir ekki’
Sandurinn er endalaus, hestarnir fara að
letjast af áreynslu og sulti, það líður að
kvöldi, ekkert sést til áfangastaðar. Þá
fyrst skilja menn að Grímur vildi gefa
vænsta klárinn til að vera kominn ofan í
Kiðágil, þar er hagi. 1 kvöldhúminu tek-
ur ferðamaðurinn að sjá ofsjónir, ekki
borgir og pálmalunda, heldur grasivaxna
fláka jafnvel að eins einhverskonar lítil-
fjörlegan lífboða, skófir og mosa, en þeg-
ar nær kemur eru alt þetta berir, gráir
steinar, sem óskir og ímyndanir hafa vafið
grænum gróðri.
Um siðir kemur Kiðagil; sandinuni og
ferðinni er lokið. Og á eftir þegar maður
fer sömu leið i endurminningunni, á einu
andartaki, þá er ekkert jafn átakanlega
minnisstætt, eins og óbeitin á auðninni, á
dauðanum í náttúrunni, og hinsvegar löng-
unin eftir að sjá og vita lífi lifað í kring
um sig — jafnvel þó það líf sé ekki full-
komnara en skófanna á steinunum.
J. J.
Baugabrot.*
Dásemd sveitavinnu og- sveitalifs.
Af öllum mentastofnunum eru góð sveita-
heimili líklega fullkomnust til að þroska ung-
linga. Ber margt til þess: Holt urnhverfi,
frelsi, einfeldni í siðum og háttsemi og þó
einkum margbreytni vinnunnar. I ungdæmi
mínu fyrir hálfri öld voru margir þeir
menn hér í landi sem kunnu og unnu
ekki minna en sextíu tegundir verka, sem
nú eru orðnar sérstakar atvinnugreinar a.
m. k. í bæunum.
* Skiníaxi rnun birta með þessari fyrirsögn
smágreinar ýmislegs efnis eflir merka höfunda
innlenda og útlenda. Séu greinarnarþýddar verða
þœr um leið styttar að jal’naði. Þessi grein er
eftir einn ágœtasta uppeldisfræðing nútímans,
Stanley Hall í Bandaríkjunum.