Skinfaxi - 01.06.1913, Qupperneq 1
6. BLAB REYKJAVÍK, JÚNÍ 1913. IV. ÁR
Dagarnir líða.
Eimskipa- Fyrir skömmu gerðist merkileg-
félagiö. ur atburður hér á landi. Það
var stungið upp á að gera nokkuð þjóðinni
til gagns, og allir urðu sammála, í byrjun-
inni a. m. k. Allir flokkar, öll blöð og
allar stéttir lögðu blessun sína yfir áformið.
Þessi vinsæla hugsjón var stofnun íslenska
Mmskipafélagsins.
Danir valdir að Hverju sætti þessi sjald-
samlyndi okkar. gæfa eindrægni? Hún
átti sér margar rætur, en aðallega í ólag-
inu, sem verið hefir á samgöngum okkar
á sjó, bæði til útlanda, og með ströndum
fram. Danir hafa haft allar siglingar fyrir
okkur með höndum í mörg hundruð ár,
og er þar ekki margs að minnast, sem
þakkavert er. En sú kynslóð sem nú lifir
mundi sennilega hafa grafið gamlar syndir
Dana i gleymsku, ef ekki hefðu verið nóg
skapraunarefni í framkomu Dana nú á
áögum, í siglinga-aðgerðum þeirra hér.
Þeir hafa miðað ferðirnar til útlanda
oingöngu við Danmörku og telja sjálfir, að
þeir græði miljón króna árlega á íslensku
versluninni, en það er vitanlega of lágt
talið. Er Dönum því mikið í mun að
halda okkur í verslunarböndum við sig.
Engar feröir hafa þeir viljað milli Islands
og annara landa, ef þeir mættu ráða. Og
þótt skip Dana, er til Islands fara, komi
oft við í Leith, þá reyna Danir að bægja
okkur frá viðskiftunum við England, með
að hafa fargjöld og flutningsgjöld þangað
óhæfilega há. Þó færðist skörin upp i
bekkinn í vetur, þegar Sameinaðafélagið
lagði okurgjald á varning milli íslands og
Þýskalands, svo að nærri stappar nú fullri
verslunarþrælkun undir Dönum. Þannig
hefir skipaeinveldi Dana verið notað okk-
ur til tjóns, en þeim til góðs. En í við-
bót við efnalegt tjón, sem leitt hefir af
samgöngum þessum, ern önnur mein sem
minna ber á í fljótu bragði en voru þó
engu hættuminni. Ferðirnar tengdu nienn-
ingarbönd okkar eingöngu við Danmörku,
og návist Dana við stjórn á skipum kring-
um landið hefir sifelt verið öllum hugsandi
íslendingum mikið skapraunarefni. I sjálfu
sér eru Danir raunar góð þjóð, og mega
heita sanngjarnir í viðbúð við flestar aðrar
þjóðir, enda oft oröið að kenna þar atls-
munar og lúta í lægra haldi. En gagn-
vart Islendingum, og ekki síst á skipunum,
hafa þeir sífelt beitt yfirlæti uppskafnings-
ings; eru dæmi þess öllum helst til kunn,
enda hefir áður í þessu blaði verið sýnt
fram á meðferðina á Islendingum á dönsku
skipunum, og stóróheillavænleg áhrif hins
danska einveldis í menning Islendinga. En
íslenska samlyndið í þessu máli er þó Dön-
um að þakka.
Fjársöfnunlu Aðgerðir hafa verið skjót-
gengiö greiðlega. ar og góðar; fé Jiefir safn-
ast til skipanna fram yfir allar vonir, og
má nú heita liklegt, að fyrirtækið komist í
framkvæmd innan skamms.
Tvær Þó er ekki alt búið þá. Skipa-
hættur. félagið getur mætt tvenskon-
ar hættum, og er mikil nauðsyn, að þjóðin
viti hvernig þeim er háttað.