Skinfaxi - 01.06.1913, Side 3
SKINFAXI
43
mundi gera,
ef l>að lifði.
um, og félagsdauðanum eins og sóttkveikj-
urnar dauða einstaklinganna.
Hvað félagið Eimskipafélagið er stofnað
vegna alþýðunnar í landinu.
Ef því farnast vel, er það
henni til mesta gagns. Þá mundi það
breyta verslunar- og menningarleiðunum
smátt og smátt, losa okkur úr læðingi
Dana en knýta okkur viðskifta- og menn-
ingarlega við öndvegísþjóðir heimsins, Þjóð-
verja og Englendinga. Það mundi losa
okkur við danska yfirlætisbraginn gagn-
vart íslenskum farþegjum. Það mundi
gera mikið til að veita okkur það sjálf-
stæði, sem hingað til hefir átt að fá með
fánýtu lögfræðisformi.
Ef félagið Ef illa gengur, ef félagið fer
Jirynur. ^ hausinn, þá harmar alþjóð
Islendinga en Danir hlæja. Þá verður
ástandið eins og það er nú, að viðbættri
ósigufstilfinningunni og skaðanum.
Hlutverk eig-enda Mesta viðfangsefnið verð-
og kaupeuda. ur ag félaginu vel
við. Það gera hluthafar best með því að
vera vandir að stjórn, með þvi að út-
skúfa þaðan öllum, sem hafa blett á
fjármálaskildi sínum, öllum sem eitt-
Jivað Jiafa verið eða eru riðnir við fjár-
glœfrar eða félagslirun. En kaupendur
allir í landinu, sem vilja heill íslands, og
þrif félagsins, verða að versla eingöngu
við þá, sem flyta á islensku skipunum.
Állsherjarsamtök þurfa að myndast í
landinu móti al-dönsku og hálf-dönsku
verslunum. Voldugur armleggur þjóð-
arviljans verður að knýja þœr til láta
vera að framselja landið í 'ovina liendur.
J. J.
fslensk náttúra.
Um Rangrárvelli og Fijótshlíð.
Kigningar miklar og sifeldar höfðu lengi
gengið. Hin breiða og þunga Þjórsá var
að æsast, og ferjumaðurinn fékk sig full-
reyndan við að ná í landtökustaðinn. — A
hinum bakkanum er bærinn Þjórsárholt
þegar horíinn í móðu. Við ríðum yfir móa,
svarta hraun-sanda, mýrar og lygna læki,
alla þá rigningargráu nótt. Við sjáum
ekki nema fáeina faðma frá okkur, en það
sem nærliggureralt sviplaust, ogandar ámát-
legu þunglyndi frá sér. Við vitum þó af tignar-
legum fjöllum í suðri og austri, af einni
risavaxinni eldbungu, björtum tindóttum
jökli — öll er dýrð sú, sem hún væri ó-
sköpuð enn. — Um morguninu er farið
að fyllast þetta móðu-ginnungagap; nátt-
úran hefir verið í sköpunar-hríðum, meðan
við sváfum. Nú rís Hekla, fölblá hvelfing,
yndislega löguð, úr svartri, storknaðri hraun-
iðu. Mjúklituð brot af Tindafjallajökli
hanga innan um þokuhnoðrana, tveir tind-
ar eru þó fullmyndaðir; hvassir og hrukk-
óttir ljóma þeir i björtu skýja-rofi. Suðrið
er lokað af drungalegum hæðum, en mitt
í þeim, beint undan okkur, situr Þríhyrn-
ingur, svartur, skýr og beinaber.
Leiðin liggur yfir Eystri-Rangá; nú ríð-
um við upp með ánni sunnanverðri, að
móhellum þeim, þar sem Gunnar barðist,
vó Skammkell upp á atgeirnum og fleygði
á höfuðið. Brátt er komið að hæðunum
og inn í lítið skarð; þar er maður inni-
luktur af moldarveggjum, og saknar víð-
sýnisins. Skyndilega opnast gluggi á vinstri
veggnunn og sér i hrikalegt svart horn. Aft-
ur gluggi til vinstri handar og tvö horn
gnæfa við himin, átakanlega nálæg; enn
þriðja hornið í fjarska, eins fölt og gljá-
andi og hin eru svört og ójöfn: það er
ein gnípan á Tindafjallajökli. Eftir dálít-
inn tíma er Þríhyrningur allur kominn:
þrjú hvöss, hrufótt horn, skemd af beinátu
eins og gamall risajaxl; jökullinn tindótti
stingur gnýpum sínum nppíloftið; manni
liggur við að hugsa að hér sé of mikið
um tennur, og kennir beygs af þessum neðri
kjálka veraldarinnar.
Nú hallar suður af, og vonum bráðar