Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1913, Side 6

Skinfaxi - 01.06.1913, Side 6
46 SKINFAXI -er þá eðlilegra en hafa saniböndin ekki stœrri en pað, að kraftarnir geti verið Óskiftir Um þau. Meira. íþróttasamband fslands. Reglur um áhugamenn1). 1. gr. Ahugamaður er sérhver íþróttamaður, sem aldrei hefir: a. Kept um peuingaverðlaun eða í ávinn- ingsskyni, eða á nokkurn hátt aflað sér fjár með íþrótt sinni, nema þeim ágóða hafi þegar í stað verið varið til íþrótta, góðgerða eða þjóðþrifafyrir- tækja. •fo. Þreytt við nokkurn, sem hefir íþróttir fyrir atvinnu eða hefir mist áhuga- manns rétt sinn. Þó getur stjórn I. S. 1. Ieyft áhugamanni að taka þátt í knattspyrnu með eða móti atvinnu- mönnum, í kappleikjum gegn útlendu félagi eða sambandi; skulu slíkir kapp- leikar háðir með eftirliti í. S. I. og reglum sambandsins um áhugamenn að öðru leyti fylgt. Einnig getur stjórn I. S. . leyft skylmingamönnum að þreyta við at- vinnumenn með sömu skHyrðum. •c. Þegið borgun fyrir kenslu í nokkurri íþrótt, nema fimleikum, skylmingum, almennu sundi og björgun. •d. Selt, veðsett eða sýnt gegn borgun unn- in verðlaun. Áhugamanni er Ieyfdegt að fá gold- inn ferða- og dvalarkostnað, er hann tekur þátt i kappleikum eða íþrótta- sýningum utan dvalarstaðar síns, þó þarf til þess leyfi stjórnar í. S. I. og veitir húri gjaldinu móttöku. 2. gr. Sá sem brýtur reglur þessar, er rækur *) Áhugamaður = amatör. Atvinnumaður = yrofessionel. úr í. S. í. Skal sambandsstjórnin halda skrá yfir nöfn þeirra og tilkynna þau öll- um félögum innan sambandsins einu sinni á ári hverju. 3. gr. Engum, sem ekki er áhugamaður, eða að lagadómi hefir orðið sekur fyrir atliæfi, sem svívirðilegt er að almenningsáliti, er leyfilegt að taka þátt í kappleikjum eða íþróttasýningum I. S. I., vera dómari eða annar starfsmaður við þau. 4. Brot gegn áhugamanns ákvæðum eru dæmd eftir þeim reglum um áhugamenn, sem gilda, þegar brotið er framið, nema vægari reglur séu gengnar í gildi þegar málið er dæmt. fsland á undan. Gleðilegt er að vita, hve hröðum fet- um tóbaksbindindi breiðist út i landinu. Og þessi hreifing er sprottin af þörfinni í þjóðlífi okkar. Þeir sem fyrst hófust handa í þessu efni, vissu ekki að til væri samskonar félagsskapur í öðrum löndum. Stöðugt bætast ný félög i hópinn; nú munu þau vera rúmlega 40. I einu þeirra eru meðlimir nokkuð á annað hundrað (I gagnfræðaskólanum á Akureyri). I sum- um öðrum eru félagar 50—60. Áreiðan- lega eru í þeim öllum yfir 1000 manns. Og þótt löggjafarvaldið hafi ekki hlynt að þessum vísi, þá eru samt i engu landi, að Bandaríkjunum frátöldum, fleiri tóbaks- bindindismenn að tiltölu við fólksfjölda, heldur en nú er hér á landi. Ef svo er haldið fram stefnunni, ættum við innan skamms að verða á undan öllum öðrum þjóðum í þessu efni, Það ætti að vera takmarkið. Islendingum er ljúft að minn- ast þeirra tíma, þegar þeir stóðu í farar- broddi menningarinnar, þegar þeir fundu Vesturheim og rituðu gullaldarrit okkar.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.