Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1913, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1913, Blaðsíða 7
SKINFAXl 47 Og vel mundi sæma niðjum þeirra mauna að finna og vinna ný lönd í heirni sið- menningarinnar. Tóbaksbindindið er alheimshreifing, og mun varla kveða minna að því en vin- bindindi, þegar fram líða stnndir, og þykja engu síður nauðsynlegt. Áður en mjög langt líður munu tóbaksafneytendur í öll- um löndum mynda veraldarsamband. ís- lendingar ættu að verða fyrsta þjóðin að rétta fram hönd sina oggangast fyrir því, að það samband verði stofnað. Sumir munu nú kalla þetta skýjaborgir; en svo hafa líka verið nefndar i fyrstu allar mestu framfarahugsjónir mannkynsins. Margir menn liggja okkur ungmenna- félögum á hálsi fyrir aðgerðaleysi. Þeir segja að við tölum mikið en vinnum fátt. Hér er verkefni handa okkur til að vinna þjóðþrifaverk. Styðjum þessa hreifingu með dug og dáð, þjóðinni til heilia heima fyrir og sóma út í frá. Leiðin er ofur einföld. Hún er sú að sem flest V. M. F. komi á hjá sér tóbaksbindindisflokk- um með líku sniði og V. M. F. R. hefir gert og safna i það öllum œskulýð bcej- anna og sveitanna. í þá ílokka þarf að ná æskumönnunum, áður en þeir byrja á tóbaksnautn. Þá er enga þraut að yfir- vinna. Þvert á móti er það hinn mesti greiði við hvern hugsandi mann að forða honum frá tóbaksnautninni, meðan hann er vart kominn til vits og ára. Nauðsynlegt er að þessir flokkar séu greinilega aðgreindir frá U. M. F. og að leyfileg sé innganga í þá, þótt ekki séu menn ungmennafélagar. Þá verður tóbaks- bindindið engin nauðung, beldur borið fram af vilja ákveðinna félagsmanna. Ekki væri heldur U. M. F. neinn skaði að flokk- um með þeim hætti, heldur þvert á móti verulegur ágóði. Þá mætli benda á hnign- un tóbaksnautnar í landinu, sem áreiðan- legt verk þeirra. Engir nema heimskingjar gætu þá efast um þjóðbætandi þýðingu félaganna. H. J. íþróttir. Frægasti lilaupagarpur nútímans er Finnlendingurinn Koleh- mainen. Nýlega rann hann í Buffalo 10 enskar mílur (16,093 km ). móti fimm hlaupurum. Hver þeirra hljóp tvær rnílur. Tók þannig við maður af manni móti Finnlendingnum; samt varð hann á und- an; var að eins 51 m. 6 sek. Treir leikflmisflokkar hér, Iþróttafélagið og Iðunn, hafa sýnt leikfimi í vor undir stjórn Björns Jakobs- sonar. Þótti mikið að báðum sýningun- um kveða, einkum hve framúrskarandi flokkur Iðunnar var samæfður og sam- taka. Sýningar þessar hafa mikla þýðingu. Þær eru talandi vottur framfaranna í íþrótta- lifinu, og ágætt meðal til að útbreiða íþrótta- áhuga. Knnttspyruuíþróttiuni fer fram með ári hverju, og er það gleðilegt. Á Englandi er hún útbreiddust og mest dáð af öllum íþróttum. Telja margir að knattspyrnuæfingar Breta eigi ekki lítinn þátt i sigursæld þeirra og ver- aldargengi. Nýlega þreyttu Rvíkingar knatt- spyrnu við franska hermenn. Skildu þeir að jöfnu i fyrra sinn en í síðara skiftið unnu Islendingar 4 sinnum en Frakkar tvisvar. 13. júnís.l. keptu knattspyrnufél. „Fram“ og „Knattspyrnufél. Rvíkur“ um bikar þann sem Fram gaf 1912 og skyldi keppa um árlega. Skildu þeir með jafna vinninga, 2 móti 2, — var því aftur þreytt suiuhkL 15. þ. m. Gengu „Fram“-menn þá berserks- gang og unnu tvo sigra en biðu engan ósigur. Handhafibikarsins varKnattsp.fél.Rvíkur. Knattspyrna ætti að breiðast út um alt land, og mundi gott eitt leiða af. Olympiuleikirnir verða haldnir í Berlín sumarið 1916, og,-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.