Skinfaxi - 01.09.1913, Page 6
70
SKINFAXI
og fögru lærdómssetningarnar megna lítiS
í samanburði við verkin, fyrirmyndina,
eftirdæmið
Stóru orðin.
Ungmennafélögin eiga ekki allfáa mót-
stöðumenn í Iandinu; enda fer svo með
allar hreifingar, hve nýtar sem þær eru.
Dómar slíkra mótstöðumanna eru vitaskuld
oft rangir, en þó hollir og nauðsynlcgir,
því þeir sýna að jafnaði ýkta og stækkaða
mynd af hinum sönnu göllum.
Eitt hið helsta sem mótgangsmenn U.
M. F. bregða þeim um, er yfirlceti, mikil
loforð, litlar efndir. Og hið svonefnda
kjöryrði „íslandi altu hefir þá verið heppi-
legur skotspónn.
Og eiginlega er naumast hægt að áfella
}<á, sem standa fyrir utan félagsskapinn,
þótt þeim þyki kjöryrðið íburðarmeira en
góðu hófi gegnir. Það er loforð um, að
láta hagsmuni þjóðarinnar sitja í fyrirrúmi
alstaðar og ávalt, að hugsa fyrst og fremst
um heildina, en láta eigin hag&muni sitja
á hakanum.
Loforðið er strangt, svo strangt, að varla
má búast við nema sárfáum mönnum á
hverju tímabili, sem nálgast bókstaílegar
«fndir þess. Til að slík orð fari vel á
manni, þarf hann að vera maki Jóns Sig-
urðssonar eða Washingtons. Sjálfsagt
verða engir fyrri til en við U. M. F. að
viðurkenna, að í heild sinni muni vera sár-
fáir okkar á meðal, ef til vill enginn sem
lifir eftir þessum loforðum. En það út af
fyrir sig sannar ekki neitt óhagstætt félög-
unum, því að engin mannmörg hreifing i
nokkru Iandi getur fullnægt þessu skilyrði.
Einstaka afbragðsmenn geta Iifað sam-
kvæmt því, fjöldinn aldrei. En þá er auð-
vitað óheppilegt að lofa því sem ekki er
hægt að efna. Það verður engum til virð-
ingar.
Rétt væri að U. M. F. athugi þetta mál.
Og mér þykir þá ekki líklegt, að þeir verði
margir, sem vita sig svo sterka, að þeir
geti fylgt i anda og efni bókstaf þessa
heits „íslandi alt“. En hitt veit eg með
fullri vissu að í U. M. F. eru hundruð
góðra manna, sem vilja fylgja hinni gætn-
ari stefnu, að lofa fáu, en halda vel sín
heit. J. J.
Hitt og þetta.
Hygg-inn faðir.
Embættismaður einn í Rvík, sem mikið
hugsar um byggingarmálefni, þurfti nú í
sumar að láta gera steinsteypuvegg kring-
um garðinn sinn. I hans sporum mundu
flestir hafa fengið til einhverja steinsmiði
að gera verkið, en það gerði hann ekki,
heldur lét syni sína tvo, hálfstálpaða, gera
garðinn, Með því vann hann niargt.
Fekk drengjunum viðfangsefni, því að ann-
ars hefðu þeir orðið iðjulausir á götunum,
eins og títt er um börn í kauptúnum okk-
ar. Drengirnir urðu hraustari af vinnunni,
fengu sanngjarna borgun fyrir sitt verk,
og lærðu að sjá, að þeir sem vinna, hljóta
líka Iaunin.
Ef til vill gæti þetta verið hugvekja til
U. M. F. Mjög mörg félög vilja og þurfa
að byggja sér samkomu- og íþróttahús.
Að byggja úr timbri er dýrt, og haldlítið.
Steinbyggingar fara að verða sjálfsagðar.
Og fyrir félögin ætti að vera opin sú leið
að byggja með félagsvinnu, steypa stein-
ana á veturnar, og draga þá saman, uns
nóg væri komið i bygginguna. Þó þyrfti
að gera bráðabyrgðaskúr til að vinna í,
og gæti hann verið úr torfi, eða viði, sem
nöta ætti í innanþiljur.
Minnisvarða
ætla nokkrir vinir Guðjóns heitins Bald-
vinssonar að reisa honum á ísafirði, þar